„Það að sá sem fer með fjárveitingarvaldið standi að þessu er sérstaklega ámælisvert“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 12. júní 2024 19:31 Framkvæmdastjóri Sante segir bréf fjármálaráðherra til lögreglunnar í besta falli óeðlilegt. Arnar Halldórsson Framkvæmdastjóri netverslunar með áfengi segir óeðlilegt að pólitískir valdhafar reyni að hafa áhrif á sakamálarannsóknir og vitnar þar í bréf sem fjármálaráðherra sendi lögreglu í gær. Dómsmálaráðherra sendir fjármálaráðherra kaldar kveðjur vegna málsins. Enn einn ágreiningurinn er risinn í ríkisstjórnarsamstarfinu. Dómsmálaráðherra skammaði í dag fjármálaráðherra fyrir meint afskipti af störfum lögreglunnar. Tilefnið er bréf fjármálaráðherra til lögreglunnar í gær þar sem hann bendir meðal annars á að netverslanir með áfengi kunni að fela í sér brot á lögum. Dómsmálaráðherra sendi frá sér tilkynningu vegna málsins í dag þar sem hún segir grundvallaratriði að meðferð sakamála eigi ekki að lúta pólitískum afskiptum valdhafa enda séu slík afskipti af rannsóknum til þess fallin að grafa undan réttarríkinu. Hið óeðlilegasta mál Elías Blöndal Guðjónsson framkvæmdastjóri Sante, netverslunar með áfengi, segir bréf fjármálaráðherra koma spánskt fyrir sjónir. „Þetta er auðvitað mjög óeðlilegt, að pólitískir valdhafar séu að reyna að hafa áhrif á sakamálarannsóknir. Það er auðvitað grundvallarregla í íslensku sakamálaréttarfari að pólitískir valdhafar eigi ekki að hafa áhrif á lögregluna.“ Ákæruvaldið sé sjálfstætt og þess vegna telur hann bréfið gróft brot á þrískiptingu ríkisvaldsins. „Þess vegna kom það okkur mjög á óvart að lesa um þessar vendingar í blöðunum.“ Pólitík eigi ekki að ráða för við meðferð sakamála Elías segir að vitaskuld sé fjármálaráðherra yfirmaður ÁTVR en hann hafi ekkert með málefni lögreglunnar að gera. „En það breytir því ekki að fjármálaráðherra hefur ekkert með málefni lögreglunnar að gera, það er dómsmálaráðherra sem hefur umsjón með þeim málaflokki. Og ég ég held reyndar að meira að segja dómsmálaráðherra hafi vit á því að vera ekki að blanda sér í sakamálarannsóknir.“ Málið sé alvarlegt og hefur hann sent Umboðsmanni Alþingis kvörtun vegna þess. „Ég veit eiginlega ekki í hvaða landi þetta á að geta viðgengist, að pólitík eigi að ráða för í meðferð sakamála.“ Elías rifjar upp nýleg dæmi þar sem afskipti ráðherra voru harðlega gagnrýnd af þingmönnum og öðrum. „Ég held að ráðherrann gæti verið kominn í dálítil vandræði út af þessu.“ Valdhafar eigi ekki að nota lögreglu til að ná fram pólitískum markmiðum Þá segir hann málið sérstaklega ámælisvert í ljósi þess að ráðherrann fer með fjárveitingarvald til lögreglunnar og því geti samskiptin litið út sem tilraun til að misnota fjárhagslegt vald sitt. „Fjármálaráðherra fer með mjög ábyrgðarmikið hlutverk varðandi fjárveitingar hins opinbera og það er sérstaklega ámælisvert að fjármálaráðherra skuli vera með hálfgerð fyrirmæli til lögreglunnar um að rannsaka borgarana. Þetta grefur auðvitað undan trausti lögreglunnar og stjórnvalda. Það má þá segja að borgararnir geti haft grun um að pólitíkusar beiti fyrir sig lögreglu til að ná fram pólitískum markmiðum. Það að sá sem fer með fjárveitingarvaldið standi að þessu er sérstaklega ámælisvert.“ Geti reynst ráðherranum erfitt Elías bendir á að það sé löggjafans að ákveða með hvaða hætti áfengissölu á Íslandi sé komið fyrir. „Okkar netverslun er búin að færa íslenskum almenningi tuttugu prósenta kaupmáttaraukningu. Hér er hægt að fá bjór á tuttugu til fjörutíu prósent lægra verði og það má kannski segja að þessa kaupmáttaraukningu vilji Framsóknarflokkurinn eða að minnsta kosti fjármálaráðherra taka af fólki og ég held að það geti reynst honum mjög erfitt.“ Áfengi og tóbak Framsóknarflokkurinn Alþingi Verslun Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Netverslun með áfengi Tengdar fréttir Áfengissalar kvarta undan afskiptum ráðherra af lögreglu Sante ehf., sem heldur úti netverslun með áfengi, hefur sent kvörtun til Umboðsmanns Alþingis þar sem kvartað er undan „óeðlilegum pólitískum afskiptum“ fjármála- og efnahagsráðherra af lögreglurannsókn. 12. júní 2024 14:06 Dómsmálaráðherra skammar fjármálaráðherra fyrir afskipti Dómsmálaráðuneytið hefur sent frá sér tilkynningu á vef stjórnarráðsins þar sem kemur fram að ráðuneyti stjórnarráðsins og ráðherrar ríkisstjórnarinnar eigi ekki að hafa afskipti af því hvort eða hvernig mál séu tekin til rannsóknar sem sakamál. 12. júní 2024 15:08 Ráðherra sendir lögreglu erindi vegna netsölu áfengis Fjármála- og efnahagsráðherra hefur sent lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu erindi vegna netsölu áfengis til neytenda hér á landi. Málið var til umræðu á Alþingi í dag. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins líkti heimsendingu á Brennivíni eins og hún er framkvæmd í dag við nútíma sprúttsölu. 11. júní 2024 18:19 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Sjá meira
Enn einn ágreiningurinn er risinn í ríkisstjórnarsamstarfinu. Dómsmálaráðherra skammaði í dag fjármálaráðherra fyrir meint afskipti af störfum lögreglunnar. Tilefnið er bréf fjármálaráðherra til lögreglunnar í gær þar sem hann bendir meðal annars á að netverslanir með áfengi kunni að fela í sér brot á lögum. Dómsmálaráðherra sendi frá sér tilkynningu vegna málsins í dag þar sem hún segir grundvallaratriði að meðferð sakamála eigi ekki að lúta pólitískum afskiptum valdhafa enda séu slík afskipti af rannsóknum til þess fallin að grafa undan réttarríkinu. Hið óeðlilegasta mál Elías Blöndal Guðjónsson framkvæmdastjóri Sante, netverslunar með áfengi, segir bréf fjármálaráðherra koma spánskt fyrir sjónir. „Þetta er auðvitað mjög óeðlilegt, að pólitískir valdhafar séu að reyna að hafa áhrif á sakamálarannsóknir. Það er auðvitað grundvallarregla í íslensku sakamálaréttarfari að pólitískir valdhafar eigi ekki að hafa áhrif á lögregluna.“ Ákæruvaldið sé sjálfstætt og þess vegna telur hann bréfið gróft brot á þrískiptingu ríkisvaldsins. „Þess vegna kom það okkur mjög á óvart að lesa um þessar vendingar í blöðunum.“ Pólitík eigi ekki að ráða för við meðferð sakamála Elías segir að vitaskuld sé fjármálaráðherra yfirmaður ÁTVR en hann hafi ekkert með málefni lögreglunnar að gera. „En það breytir því ekki að fjármálaráðherra hefur ekkert með málefni lögreglunnar að gera, það er dómsmálaráðherra sem hefur umsjón með þeim málaflokki. Og ég ég held reyndar að meira að segja dómsmálaráðherra hafi vit á því að vera ekki að blanda sér í sakamálarannsóknir.“ Málið sé alvarlegt og hefur hann sent Umboðsmanni Alþingis kvörtun vegna þess. „Ég veit eiginlega ekki í hvaða landi þetta á að geta viðgengist, að pólitík eigi að ráða för í meðferð sakamála.“ Elías rifjar upp nýleg dæmi þar sem afskipti ráðherra voru harðlega gagnrýnd af þingmönnum og öðrum. „Ég held að ráðherrann gæti verið kominn í dálítil vandræði út af þessu.“ Valdhafar eigi ekki að nota lögreglu til að ná fram pólitískum markmiðum Þá segir hann málið sérstaklega ámælisvert í ljósi þess að ráðherrann fer með fjárveitingarvald til lögreglunnar og því geti samskiptin litið út sem tilraun til að misnota fjárhagslegt vald sitt. „Fjármálaráðherra fer með mjög ábyrgðarmikið hlutverk varðandi fjárveitingar hins opinbera og það er sérstaklega ámælisvert að fjármálaráðherra skuli vera með hálfgerð fyrirmæli til lögreglunnar um að rannsaka borgarana. Þetta grefur auðvitað undan trausti lögreglunnar og stjórnvalda. Það má þá segja að borgararnir geti haft grun um að pólitíkusar beiti fyrir sig lögreglu til að ná fram pólitískum markmiðum. Það að sá sem fer með fjárveitingarvaldið standi að þessu er sérstaklega ámælisvert.“ Geti reynst ráðherranum erfitt Elías bendir á að það sé löggjafans að ákveða með hvaða hætti áfengissölu á Íslandi sé komið fyrir. „Okkar netverslun er búin að færa íslenskum almenningi tuttugu prósenta kaupmáttaraukningu. Hér er hægt að fá bjór á tuttugu til fjörutíu prósent lægra verði og það má kannski segja að þessa kaupmáttaraukningu vilji Framsóknarflokkurinn eða að minnsta kosti fjármálaráðherra taka af fólki og ég held að það geti reynst honum mjög erfitt.“
Áfengi og tóbak Framsóknarflokkurinn Alþingi Verslun Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Netverslun með áfengi Tengdar fréttir Áfengissalar kvarta undan afskiptum ráðherra af lögreglu Sante ehf., sem heldur úti netverslun með áfengi, hefur sent kvörtun til Umboðsmanns Alþingis þar sem kvartað er undan „óeðlilegum pólitískum afskiptum“ fjármála- og efnahagsráðherra af lögreglurannsókn. 12. júní 2024 14:06 Dómsmálaráðherra skammar fjármálaráðherra fyrir afskipti Dómsmálaráðuneytið hefur sent frá sér tilkynningu á vef stjórnarráðsins þar sem kemur fram að ráðuneyti stjórnarráðsins og ráðherrar ríkisstjórnarinnar eigi ekki að hafa afskipti af því hvort eða hvernig mál séu tekin til rannsóknar sem sakamál. 12. júní 2024 15:08 Ráðherra sendir lögreglu erindi vegna netsölu áfengis Fjármála- og efnahagsráðherra hefur sent lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu erindi vegna netsölu áfengis til neytenda hér á landi. Málið var til umræðu á Alþingi í dag. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins líkti heimsendingu á Brennivíni eins og hún er framkvæmd í dag við nútíma sprúttsölu. 11. júní 2024 18:19 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Sjá meira
Áfengissalar kvarta undan afskiptum ráðherra af lögreglu Sante ehf., sem heldur úti netverslun með áfengi, hefur sent kvörtun til Umboðsmanns Alþingis þar sem kvartað er undan „óeðlilegum pólitískum afskiptum“ fjármála- og efnahagsráðherra af lögreglurannsókn. 12. júní 2024 14:06
Dómsmálaráðherra skammar fjármálaráðherra fyrir afskipti Dómsmálaráðuneytið hefur sent frá sér tilkynningu á vef stjórnarráðsins þar sem kemur fram að ráðuneyti stjórnarráðsins og ráðherrar ríkisstjórnarinnar eigi ekki að hafa afskipti af því hvort eða hvernig mál séu tekin til rannsóknar sem sakamál. 12. júní 2024 15:08
Ráðherra sendir lögreglu erindi vegna netsölu áfengis Fjármála- og efnahagsráðherra hefur sent lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu erindi vegna netsölu áfengis til neytenda hér á landi. Málið var til umræðu á Alþingi í dag. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins líkti heimsendingu á Brennivíni eins og hún er framkvæmd í dag við nútíma sprúttsölu. 11. júní 2024 18:19