Óvíst með afdrif vopnahléstillögunnar Kjartan Kjartansson skrifar 12. júní 2024 12:43 Fjölskyldur og stuðningsmenn ísraelskra gísla í haldi Hamas mótmæltu fyrir utan á meðan utanríkisráðherra Bandaríkjanna fundaði með ísraelskum ráðamönnum í Tel Aviv í gær. AP/Leo Correa Ísraelskir og bandarískir ráðamenn fara enn yfir viðbrögð Hamas-samtakanna við vopnahléstillögu sem öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í vikunni. Samtökin leggja til breytingar sem eru ólíklegar til að falla í kramið hjá ísraelskum stjórnvöldum. Fyrstu viðbrögðin sem bárust úr ranni Hamas voru að þau „samþykktu“ tillöguna sem gerir ráð fyrir bundinn verði endi á átökin á Gasa í þremur áföngum. Nú segjast samtökin taka „jákvætt“ í tillöguna en krefjast varanlegs vopnahlés og algers brotthvarfs Ísraelshers frá Gasa. AP-fréttastofan segir að formleg viðbrögð Hamas sem samtökin komu til sáttamiðlara í gær feli ekki í sér samþykkt tillögunnar en að þau haldi ferlinu gangandi. Stjórnvöld í Katar og Egyptalandi, sem hafa tekið að sér sáttamiðlun ásamt Bandaríkjastjórn, segjast enn fara ofan í saumana á svari Hamas. Þá er Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagður hafa farið yfir svar Hamas fram á nótt. Hann hélt til Katar í dag til þess að þrýsta á um samkomulag um vopnahlé. Blinken fullyrti í gær að Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hefði skuldbundið sig til þess að fylgja tillögunni eftir en að aðeins Hamas stæði í vegi friðar. Netanjahú hefur þó ekki lýst yfir stuðningi við tillöguna þó að Joe Biden Bandaríkjaforseti hefði sagt Ísraela hafa lagt hana fram þegar hann kynnti hana fyrir tæpum tveimur vikum. Heimildir breska ríkisútvarpsins BBC innan ísraelsku ríkisstjórnarinnar herma að hún líti á viðbrögð Hamas sem höfnun á tillögunni. Vopnahléstillagan gerir ráð fyrir sex vikna vopnahléi og skiptum á gíslum Hamas fyrir palestínska fanga í ísraelskum fangelsum. Ísraelsher yrði dreginn til baka frá þéttbýlisstöðum á Gasa og íbúum þar yrði gert kleift að snúa heim. Þá yrði hjálpagögnum komið til íbúa á Gasa. Í millitíðinni ættu samningamenn Hamas og Ísraels að reyna að ná saman um varanlegan frið, frelsun allra gísla Hamas og algert brotthvarf Ísraelshers. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Bandaríkin Hernaður Tengdar fréttir Hamas samþykkir vopnahléstillöguna Fulltrúi Hamas-samtakanna utan Gasa segir að þau samþykki vopnahléstillögu sem öryggisráð Sameinuðu þjóðanna lagði blessun sína yfir í gær. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir viðbrögð samtakanna góðs viti. 11. júní 2024 11:13 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Innlent Fleiri fréttir Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Sjá meira
Fyrstu viðbrögðin sem bárust úr ranni Hamas voru að þau „samþykktu“ tillöguna sem gerir ráð fyrir bundinn verði endi á átökin á Gasa í þremur áföngum. Nú segjast samtökin taka „jákvætt“ í tillöguna en krefjast varanlegs vopnahlés og algers brotthvarfs Ísraelshers frá Gasa. AP-fréttastofan segir að formleg viðbrögð Hamas sem samtökin komu til sáttamiðlara í gær feli ekki í sér samþykkt tillögunnar en að þau haldi ferlinu gangandi. Stjórnvöld í Katar og Egyptalandi, sem hafa tekið að sér sáttamiðlun ásamt Bandaríkjastjórn, segjast enn fara ofan í saumana á svari Hamas. Þá er Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagður hafa farið yfir svar Hamas fram á nótt. Hann hélt til Katar í dag til þess að þrýsta á um samkomulag um vopnahlé. Blinken fullyrti í gær að Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hefði skuldbundið sig til þess að fylgja tillögunni eftir en að aðeins Hamas stæði í vegi friðar. Netanjahú hefur þó ekki lýst yfir stuðningi við tillöguna þó að Joe Biden Bandaríkjaforseti hefði sagt Ísraela hafa lagt hana fram þegar hann kynnti hana fyrir tæpum tveimur vikum. Heimildir breska ríkisútvarpsins BBC innan ísraelsku ríkisstjórnarinnar herma að hún líti á viðbrögð Hamas sem höfnun á tillögunni. Vopnahléstillagan gerir ráð fyrir sex vikna vopnahléi og skiptum á gíslum Hamas fyrir palestínska fanga í ísraelskum fangelsum. Ísraelsher yrði dreginn til baka frá þéttbýlisstöðum á Gasa og íbúum þar yrði gert kleift að snúa heim. Þá yrði hjálpagögnum komið til íbúa á Gasa. Í millitíðinni ættu samningamenn Hamas og Ísraels að reyna að ná saman um varanlegan frið, frelsun allra gísla Hamas og algert brotthvarf Ísraelshers.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Bandaríkin Hernaður Tengdar fréttir Hamas samþykkir vopnahléstillöguna Fulltrúi Hamas-samtakanna utan Gasa segir að þau samþykki vopnahléstillögu sem öryggisráð Sameinuðu þjóðanna lagði blessun sína yfir í gær. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir viðbrögð samtakanna góðs viti. 11. júní 2024 11:13 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Innlent Fleiri fréttir Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Sjá meira
Hamas samþykkir vopnahléstillöguna Fulltrúi Hamas-samtakanna utan Gasa segir að þau samþykki vopnahléstillögu sem öryggisráð Sameinuðu þjóðanna lagði blessun sína yfir í gær. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir viðbrögð samtakanna góðs viti. 11. júní 2024 11:13