Leggðu rafskútunni vel í Kópavogi Bergur Þorri Benjamínsson skrifar 12. júní 2024 12:46 Í Kópavogi eins og annars staðar hafa íbúar tekið rafskútum eða rafhlaupahjólum opnum örmum. Þessi ferðamáti er þrælsniðugur og góð viðbót við aðra virka ferðamáta. Leigur sem leigja rafhlaupahjól hafa komið inn á þennan markað með krafti og leigt fjöldann allan af rafskútum og stytt þannig ferðatíma á milli staða. En þessari samgöngubyltingu fylgir einn stór ókostur. Notendur leggja farartækjunum ekki á ákjósanlegum stöðum í of mörgum tilfellum. Í mörgum tilfellum er hjólunum lagt svo illa að þau skapa hættu fyrir aðra vegfarendur. Á þetta ekki hvað síst við um börn, fatlað fólk og eldri borgara. Til að bregðast við þessu hefur Kópavogsbær farið í viðræður við þá aðila sem leigja hjólinn út, um ákveðnar aðgerðir til að bregðast við þessum aðstæðum. Fyrst ber þó að nefna að Kópavogsbær gerir kröfur um að allar skólalóðir séu „hæg svæði“ þar sem hámarkshraði raskútanna er að hámarki 15 km/klst. Þetta hefur reynst mjög vel. Seinni aðgerðin er að koma upp fleiri skútustæðum á bæjarlandi Kópavogs. Skútustæði, eða sleppisvæði, eru skilgreind svæði í smáforriti (appi) rafskútluleiganna þar sem notendur eru hvattir til að leggja gegn einhverskonar ívilnun. Í kjölfarið varið farið í hugmyndavinnu og reynt að tengja þetta frekar við strætóleiðirnar í gegnum bæinn. Í samstarfi við Strætó verða sleppisvæði í nálægð við allar biðstöðvar bæjarins til að hvetja fólk til að samnýta þessar tvo umhverfisvænu samgöngumáta. Þessi stæði eiga að vera þannig staðsett að þau séu ekki fyrir öðrum vegfarendum. Hopp og Zolo veita afslátt af ferðinni ef lagt er í skútustæði. Næsta markmið er síðan að fjölga þessum stæðum frekar í bæjarlandinu, t.d. við sundlaugarnar, íþróttamannvirki og önnur heit svæði sem er hægt að greina út frá upplýsingum frá rafskútuleigunum. Bæði fyrirtækin hafa verið meira en áhugasöm um þetta framtak og er það von forsvarsmanna Kópavogsbæjar að þetta framtak muni mælast vel fyrir, öllum til heilla. Að þessu tilefni var fyrsta sleppisvæðið vígt formlega í dag kl 13 á Smárhvammsvegi. Höfundur er varabæjarfulltrúi og formaður Umhverfis- og samgöngunefndar Kópavogs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Rafhlaupahjól Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Í Kópavogi eins og annars staðar hafa íbúar tekið rafskútum eða rafhlaupahjólum opnum örmum. Þessi ferðamáti er þrælsniðugur og góð viðbót við aðra virka ferðamáta. Leigur sem leigja rafhlaupahjól hafa komið inn á þennan markað með krafti og leigt fjöldann allan af rafskútum og stytt þannig ferðatíma á milli staða. En þessari samgöngubyltingu fylgir einn stór ókostur. Notendur leggja farartækjunum ekki á ákjósanlegum stöðum í of mörgum tilfellum. Í mörgum tilfellum er hjólunum lagt svo illa að þau skapa hættu fyrir aðra vegfarendur. Á þetta ekki hvað síst við um börn, fatlað fólk og eldri borgara. Til að bregðast við þessu hefur Kópavogsbær farið í viðræður við þá aðila sem leigja hjólinn út, um ákveðnar aðgerðir til að bregðast við þessum aðstæðum. Fyrst ber þó að nefna að Kópavogsbær gerir kröfur um að allar skólalóðir séu „hæg svæði“ þar sem hámarkshraði raskútanna er að hámarki 15 km/klst. Þetta hefur reynst mjög vel. Seinni aðgerðin er að koma upp fleiri skútustæðum á bæjarlandi Kópavogs. Skútustæði, eða sleppisvæði, eru skilgreind svæði í smáforriti (appi) rafskútluleiganna þar sem notendur eru hvattir til að leggja gegn einhverskonar ívilnun. Í kjölfarið varið farið í hugmyndavinnu og reynt að tengja þetta frekar við strætóleiðirnar í gegnum bæinn. Í samstarfi við Strætó verða sleppisvæði í nálægð við allar biðstöðvar bæjarins til að hvetja fólk til að samnýta þessar tvo umhverfisvænu samgöngumáta. Þessi stæði eiga að vera þannig staðsett að þau séu ekki fyrir öðrum vegfarendum. Hopp og Zolo veita afslátt af ferðinni ef lagt er í skútustæði. Næsta markmið er síðan að fjölga þessum stæðum frekar í bæjarlandinu, t.d. við sundlaugarnar, íþróttamannvirki og önnur heit svæði sem er hægt að greina út frá upplýsingum frá rafskútuleigunum. Bæði fyrirtækin hafa verið meira en áhugasöm um þetta framtak og er það von forsvarsmanna Kópavogsbæjar að þetta framtak muni mælast vel fyrir, öllum til heilla. Að þessu tilefni var fyrsta sleppisvæðið vígt formlega í dag kl 13 á Smárhvammsvegi. Höfundur er varabæjarfulltrúi og formaður Umhverfis- og samgöngunefndar Kópavogs.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun