Biðla til stjórnvalda að klára málið Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 12. júní 2024 19:00 Þær Teresa Dröfn Freysdóttir Njarðvík, Brynja Skúladóttir og Kolbrún Þorsteinsdóttir biðla til stjórnvalda að gangast við mistökum sem hafi verið gerð á vistheimili sem þær og aðrar konur dvöldu á sem unglingar. Vísir/Rúnar Konur segja stjórnvöld hafa sýnt þeim algjört tómlæti í næstum tvö ár þrátt fyrir að opinber greinargerð sýni að þær voru beittar alvarlegu ofbeldi á meðferðarstofnun sem unglingar. Þær segja að vistin þar hafi skilið eftir djúp sár og margar þeirra glími enn við afleiðingarnar. Stjórnvöld þurfi að viðurkenna mistökin og bera ábyrgð. Fjölmargar konur hafa stigið fram síðustu ár í fjölmiðlum og í þáttaröðinni Vistheimilin á Stöð 2 og lýst hvernig stjórnendur á meðferðarheimili á Varpholti síðar Laugalandi hafi beitt alvarlegu ofbeldi meðan þær voru þar sem unglingar. Í fréttum okkar hefur svo komið fram að formgalli hafi verið á opinberri greinargerð sem gerð var um heimilið þar sem ofbeldinu er lýst, barnamálaráðherra hafi ekki mátt láta Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála gera hana sem hafi svo ekki mátt birta hana. Forstjóri Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála hefur hins vegar sagt að það séu almannahagsmunir að slík greinargerð sé gerð opinber. Stjórnvalda að taka á klúðrinu Konur sem voru á viðkomandi heimili sem unglingar segja þetta bætast ofan á röð vonbrigða í málsmeðferðinni. „Við treystum stjórnvöldum og þessari stofnun til að fara rétt með málið. Mér finnst þetta algjört klúður. Það eru algjör undirstöðuatriði sem klúðraðist í þessari málsmeðferð,“ segir Brynja Skúladóttir sem var vistuð 14-16 ára á heimilinu á árunum 1998-2000. Teresa Dröfn Freysdóttir Njarðvík var vistuð á heimilinu þegar hún var fjórtán ára á árunum 2004-2005. Hún lýsir yfir miklum vonbrigðum með málsmeðferðina en biðlar til stjórnvalda að klára málið. „Það eina í stöðunni núna er að takast á við þetta klúður sem hefur átt sér stað af hálfu ríkisstjórnarinnar og þeirra sem hafa komið að rannsókninni. Það þarf að setja málið í flýtimeðferð og klára það. Við getum ekki beðið endalaust af því opinberir aðilar gerðu einhverja formgalla,“ segir Teresa. Teresa segir að svo mörg mistök hafi verið gerð af hálfu opinberra aðila í málinu. Fyrstu kvartanirnar um heimilið koma þarna hjá Umboðsmanni árið 2001. Ef það hefði verið hlustað á það þá hefði ég aldrei farið þarna. Þá væri skaðinn ekki skeður. Opinberir aðilar klúðruðu þessu máli algjörlega. Vistin hafi skilið eftir sig djúp sár Þær segja að vistin á Laugalandi og Varpholti hafi skilið eftir djúp sár og margar þeirra sem þar dvöldu glími enn við afleiðingar vistarinnar. Stjórnvöld þurfi að viðurkenna mistökin og bera ábyrgð. „Stjórnvöld þurfa að gangast við því að hafa gert mistök og greiða þann miska sem við urðum fyrir. Við höfum ekki einu sinni fengið tækifæri á að fá sálfræðitíma greidda síðan málið komst í opinbera umræðu,“ segir Brynja. Kolbrún Þorsteinsdóttir sem var vistuð þegar hún var 15-16 ára á heimilinu á árunum 1999-2001 segir að afar erfitt hafi verið að koma fram í fjölmiðlum og segja frá þeirri sáru reynslu sem hún hafi orðið fyrir. Hún hafi hins vegar gert það til að ná fram réttlæti komi fram í málinu Þá hafi málsmeðferð stjórnvalda líka tekið á. Þetta er bara búið að reyna gríðarlega á og ég veit að það er búið að gera það fyrir margar okkar,“ segir Kolbrún. Vistheimili Vistheimilin Ofbeldi gegn börnum Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Sjá meira
Fjölmargar konur hafa stigið fram síðustu ár í fjölmiðlum og í þáttaröðinni Vistheimilin á Stöð 2 og lýst hvernig stjórnendur á meðferðarheimili á Varpholti síðar Laugalandi hafi beitt alvarlegu ofbeldi meðan þær voru þar sem unglingar. Í fréttum okkar hefur svo komið fram að formgalli hafi verið á opinberri greinargerð sem gerð var um heimilið þar sem ofbeldinu er lýst, barnamálaráðherra hafi ekki mátt láta Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála gera hana sem hafi svo ekki mátt birta hana. Forstjóri Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála hefur hins vegar sagt að það séu almannahagsmunir að slík greinargerð sé gerð opinber. Stjórnvalda að taka á klúðrinu Konur sem voru á viðkomandi heimili sem unglingar segja þetta bætast ofan á röð vonbrigða í málsmeðferðinni. „Við treystum stjórnvöldum og þessari stofnun til að fara rétt með málið. Mér finnst þetta algjört klúður. Það eru algjör undirstöðuatriði sem klúðraðist í þessari málsmeðferð,“ segir Brynja Skúladóttir sem var vistuð 14-16 ára á heimilinu á árunum 1998-2000. Teresa Dröfn Freysdóttir Njarðvík var vistuð á heimilinu þegar hún var fjórtán ára á árunum 2004-2005. Hún lýsir yfir miklum vonbrigðum með málsmeðferðina en biðlar til stjórnvalda að klára málið. „Það eina í stöðunni núna er að takast á við þetta klúður sem hefur átt sér stað af hálfu ríkisstjórnarinnar og þeirra sem hafa komið að rannsókninni. Það þarf að setja málið í flýtimeðferð og klára það. Við getum ekki beðið endalaust af því opinberir aðilar gerðu einhverja formgalla,“ segir Teresa. Teresa segir að svo mörg mistök hafi verið gerð af hálfu opinberra aðila í málinu. Fyrstu kvartanirnar um heimilið koma þarna hjá Umboðsmanni árið 2001. Ef það hefði verið hlustað á það þá hefði ég aldrei farið þarna. Þá væri skaðinn ekki skeður. Opinberir aðilar klúðruðu þessu máli algjörlega. Vistin hafi skilið eftir sig djúp sár Þær segja að vistin á Laugalandi og Varpholti hafi skilið eftir djúp sár og margar þeirra sem þar dvöldu glími enn við afleiðingar vistarinnar. Stjórnvöld þurfi að viðurkenna mistökin og bera ábyrgð. „Stjórnvöld þurfa að gangast við því að hafa gert mistök og greiða þann miska sem við urðum fyrir. Við höfum ekki einu sinni fengið tækifæri á að fá sálfræðitíma greidda síðan málið komst í opinbera umræðu,“ segir Brynja. Kolbrún Þorsteinsdóttir sem var vistuð þegar hún var 15-16 ára á heimilinu á árunum 1999-2001 segir að afar erfitt hafi verið að koma fram í fjölmiðlum og segja frá þeirri sáru reynslu sem hún hafi orðið fyrir. Hún hafi hins vegar gert það til að ná fram réttlæti komi fram í málinu Þá hafi málsmeðferð stjórnvalda líka tekið á. Þetta er bara búið að reyna gríðarlega á og ég veit að það er búið að gera það fyrir margar okkar,“ segir Kolbrún.
Vistheimili Vistheimilin Ofbeldi gegn börnum Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu