Á að hundsa öll viðvörunarljós? Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 11. júní 2024 10:30 „Botninum líklega ekki náð“ sagði höfundur nýrrar skýrslu um stöðu drengja í skólakerfinu. Tryggvi Hjaltason sem vann skýrsluna segir það hafa reynst erfitt þegar hann rýndi allar skólarannsóknir að allar báru þær að sama brunni. Engu hafi skipt hvaða rannsókn var skoðuð. Mælingin var alltaf slæm og síðasta mælingin var alltaf sú versta. Þessu sé ekki hægt að lýsa öðruvísi en sem hruni. Og botninum sennilega ekki náð. Þetta er ótrúleg lýsing og það er að sama skapi ótrúlegt hve lítil viðbrögð þessi alvarlega staða hefur vakið. Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra kveðst bjartsýnn á að ný skýrsla um stöðu drengja í menntakerfinu muni skila góðum árangri. Á hverju þessu bjartsýni byggir er hins vegar óljóst. Drengir verða af tækifærum Drengir í íslensku skólakerfi standa sig mun verr í námi en drengir í nágrannalöndum okkar. Brottfall drengja úr framhaldsskóla er mest hérlendis í samanburði við Vesturlönd og minnstar líkur á að drengir ljúki framhaldsnámi. Kennarar lýsa því að brottfall drengja sé meira hjá strákum en stelpum meðal annars vegna þess að þeir eiga erfiðara með að tjá sig. Þá skorti karlkyns fyrirmyndir við kennslu og fjölbreyttara námsefni. Skýrslan ber með sér að stjórnvöld hafa brugðist drengjum og ekki síður að stjórnvöld hafa brugðist kennurum. Miklar kröfur eru gerðar til kennara sem hafa hins vegar ekki fengið þann nauðsynlega stuðning í starfi sem þeir þurfa. Það er lýsandi fyrir stöðuna að brottfall nýrra kennara úr starfi er töluvert – sem speglar hversu erfitt starfsumhverfið er. Á þessu bera stjórnvöld auðvitað höfuðábyrgð. Geta ekki lesið sér til gagns Þessi nýjasta skýrsla dregur því miður fram sömu alvarlegu stöðu og síðasta PISA mæling, þar sem kom fram að 40% 15 ára barna geta ekki lesið sér til gagns. Þar eins og í öðrum samanburðargögnum skrapar Ísland botninn í alþjóðlegum samanburði. Lesskilningur er undirstaða tungumálsins okkar – og lélegur lesskilningur takmarkar getu barna til þátttöku í samfélaginu. Þetta háa hlutfall barna sem ekki getur lesið sér til gagns ætti að halda fyrir okkur vöku því þetta hlutfall sýnir að stór hópur barna situr eftir á Íslandi og verður af tækifærum. En þetta þarf auðvitað ekki að vera svona. Skólinn á að vera okkar besta jöfnunartæki, en til að þetta jöfnunartæki virki þarf að passa upp á að kennarar fái að gera það sem þeir gera best: að kenna. Í nýlegum heimsóknum þingflokks Viðreisnar í grunnskóla og framhaldsskóla fundum við þann kraft og mikla metnað sem einkennir kennara og starfsfólk skólanna. Kennarar eiga skilið að fá að verja kröftum sínum við að kenna við betri aðstæður. Kennarinn sem breytir lífi barns Við þekkjum flest kennara sem breyttu lífi okkar. Kennara sem ljómuðu af hugsjón fyrir starfinu. Þeir eiga skilið að um þessa alvarlegu stöðu sé rætt og að brugðist sé við með tafarlausum og markvissum aðgerðum í þágu skólanna. Þessir kennarar eiga skilið að stjórnvöld meti þá að verðleikum. Að brugðist sé við grafalvarlegum niðurstöðum sem allar eru á eina lund. Kennarinn á að fá rými til að vera kennari og rými til að halda áfram að breyta lífi barnsins til góðs og að stjórnvöld séu skýr um það markmið að skólarnir verði okkar besta jöfnunartæki. Setja þarf aukinn kraft í gerð námsefnis í íslenskum skólum. Víða í skólakerfinu er hópastærð eða bekkjastærð vandamál. Of mörg börn eru saman í kennslustund. Og auðvitað hefur áhrif að samræmdar mælingar skortir – þannig að skólastarf er eins og í blindflugi. Mælingar eru stuðningstæki og þær á ekki að hræðast. Það er kominn tími á að stjórnvöld og stjórnmálin axli sína ábyrgð í skólamálum. Það geta þau gert með því að veita skólunum þá athygli sem skólanir eiga skilið og með því að víkja sér ekki undan því að skapa skólunum umgjörð sem gerir fagfólki kleift að mæta eigin metnaði. Menntakerfið á að þjóna því hlutverki að auka tækifæri barna í samfélaginu. Og það er stjórnvalda að sjá til þess að skólarnir fái tækifæri til þess að gera það. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
„Botninum líklega ekki náð“ sagði höfundur nýrrar skýrslu um stöðu drengja í skólakerfinu. Tryggvi Hjaltason sem vann skýrsluna segir það hafa reynst erfitt þegar hann rýndi allar skólarannsóknir að allar báru þær að sama brunni. Engu hafi skipt hvaða rannsókn var skoðuð. Mælingin var alltaf slæm og síðasta mælingin var alltaf sú versta. Þessu sé ekki hægt að lýsa öðruvísi en sem hruni. Og botninum sennilega ekki náð. Þetta er ótrúleg lýsing og það er að sama skapi ótrúlegt hve lítil viðbrögð þessi alvarlega staða hefur vakið. Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra kveðst bjartsýnn á að ný skýrsla um stöðu drengja í menntakerfinu muni skila góðum árangri. Á hverju þessu bjartsýni byggir er hins vegar óljóst. Drengir verða af tækifærum Drengir í íslensku skólakerfi standa sig mun verr í námi en drengir í nágrannalöndum okkar. Brottfall drengja úr framhaldsskóla er mest hérlendis í samanburði við Vesturlönd og minnstar líkur á að drengir ljúki framhaldsnámi. Kennarar lýsa því að brottfall drengja sé meira hjá strákum en stelpum meðal annars vegna þess að þeir eiga erfiðara með að tjá sig. Þá skorti karlkyns fyrirmyndir við kennslu og fjölbreyttara námsefni. Skýrslan ber með sér að stjórnvöld hafa brugðist drengjum og ekki síður að stjórnvöld hafa brugðist kennurum. Miklar kröfur eru gerðar til kennara sem hafa hins vegar ekki fengið þann nauðsynlega stuðning í starfi sem þeir þurfa. Það er lýsandi fyrir stöðuna að brottfall nýrra kennara úr starfi er töluvert – sem speglar hversu erfitt starfsumhverfið er. Á þessu bera stjórnvöld auðvitað höfuðábyrgð. Geta ekki lesið sér til gagns Þessi nýjasta skýrsla dregur því miður fram sömu alvarlegu stöðu og síðasta PISA mæling, þar sem kom fram að 40% 15 ára barna geta ekki lesið sér til gagns. Þar eins og í öðrum samanburðargögnum skrapar Ísland botninn í alþjóðlegum samanburði. Lesskilningur er undirstaða tungumálsins okkar – og lélegur lesskilningur takmarkar getu barna til þátttöku í samfélaginu. Þetta háa hlutfall barna sem ekki getur lesið sér til gagns ætti að halda fyrir okkur vöku því þetta hlutfall sýnir að stór hópur barna situr eftir á Íslandi og verður af tækifærum. En þetta þarf auðvitað ekki að vera svona. Skólinn á að vera okkar besta jöfnunartæki, en til að þetta jöfnunartæki virki þarf að passa upp á að kennarar fái að gera það sem þeir gera best: að kenna. Í nýlegum heimsóknum þingflokks Viðreisnar í grunnskóla og framhaldsskóla fundum við þann kraft og mikla metnað sem einkennir kennara og starfsfólk skólanna. Kennarar eiga skilið að fá að verja kröftum sínum við að kenna við betri aðstæður. Kennarinn sem breytir lífi barns Við þekkjum flest kennara sem breyttu lífi okkar. Kennara sem ljómuðu af hugsjón fyrir starfinu. Þeir eiga skilið að um þessa alvarlegu stöðu sé rætt og að brugðist sé við með tafarlausum og markvissum aðgerðum í þágu skólanna. Þessir kennarar eiga skilið að stjórnvöld meti þá að verðleikum. Að brugðist sé við grafalvarlegum niðurstöðum sem allar eru á eina lund. Kennarinn á að fá rými til að vera kennari og rými til að halda áfram að breyta lífi barnsins til góðs og að stjórnvöld séu skýr um það markmið að skólarnir verði okkar besta jöfnunartæki. Setja þarf aukinn kraft í gerð námsefnis í íslenskum skólum. Víða í skólakerfinu er hópastærð eða bekkjastærð vandamál. Of mörg börn eru saman í kennslustund. Og auðvitað hefur áhrif að samræmdar mælingar skortir – þannig að skólastarf er eins og í blindflugi. Mælingar eru stuðningstæki og þær á ekki að hræðast. Það er kominn tími á að stjórnvöld og stjórnmálin axli sína ábyrgð í skólamálum. Það geta þau gert með því að veita skólunum þá athygli sem skólanir eiga skilið og með því að víkja sér ekki undan því að skapa skólunum umgjörð sem gerir fagfólki kleift að mæta eigin metnaði. Menntakerfið á að þjóna því hlutverki að auka tækifæri barna í samfélaginu. Og það er stjórnvalda að sjá til þess að skólarnir fái tækifæri til þess að gera það. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar