Hillur að verða tómar í Færeyjum og ekkert samkomulag í augsýn Jón Ísak Ragnarsson skrifar 5. júní 2024 00:00 Verkfall, sem komið er á fjórðu viku, hefur haft mikil áhrif á daglegt líf Færeyinga Getty Fjórða vika verkfalls fjögurra stéttarfélaga er hafin í Færeyjum, en sáttasemjari segir enn langt í land að samkomulag náist milli stéttarfélaga og atvinnurekenda. Verkfallið hefur mikil áhrif á daglegt líf Færeyinga. Hillur í matvöruverslunum eru orðnar tómlegar og farið er að bera á eldssneytisskorti. Verkfallið hófst 11. maí síðastliðinn, þegar félagsmenn í Føroya arbeiðarafelagi, Havnar arbeiðarafelagi, Klaksvíkar arbeiðskvinnufelagi og Klaksvíkar arbeiðsmannafelagi lögðu niður allir niður störf. Mikilla áhrifa af verkfallinu er að gæta í færeysku samfélagi. Til dæmis hefur dagvistunarstofnunum verið lokað af því að ræstingarfólk er í verkfalli. Verslanir hafa stytt afgreiðslutíma og hillur þeirra orðnar tómlegar. Mikill eldsneytisskortur er í landinu. Sorphirðumenn hafa lagt niður störf og hefur rusl víða safnast í hauga. Engar laktósalausar vörur Verkfallið hefur leikið konu frá heimili á Eiði þar sem enginn þolir laktósa grátt. Laktósalausar vörur sem fjölskyldan hefur lagt í vana sinn að kaupa koma ekki lengur til landsins. Kringvarpið tók viðtal við konuna. Þá hefur borið á því að verslanir frysti ferskvörur, þíði frystivörur og selji sem slíkar. Slík vinnubrögð eru þó ekki leyfileg, að sögn starfsmanns heilbrigðiseftirlits Færeyja. Ríkissáttasemjari Færeyja, Terji Sigurðsson, sagði að of langt væri milli samningsaðila til að hægt væri að halda áfram með samningaviðræðurnar, í viðtali við Kringvarpið 30. maí síðastliðinn. Hann hefur þó boðað samningsaðila til fundar nú klukkan tíu í fyrramálið, að því er kemur fram í frétt Kringvarpsins klukkan fjögur í dag. Færeyjar Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Verkfallið hófst 11. maí síðastliðinn, þegar félagsmenn í Føroya arbeiðarafelagi, Havnar arbeiðarafelagi, Klaksvíkar arbeiðskvinnufelagi og Klaksvíkar arbeiðsmannafelagi lögðu niður allir niður störf. Mikilla áhrifa af verkfallinu er að gæta í færeysku samfélagi. Til dæmis hefur dagvistunarstofnunum verið lokað af því að ræstingarfólk er í verkfalli. Verslanir hafa stytt afgreiðslutíma og hillur þeirra orðnar tómlegar. Mikill eldsneytisskortur er í landinu. Sorphirðumenn hafa lagt niður störf og hefur rusl víða safnast í hauga. Engar laktósalausar vörur Verkfallið hefur leikið konu frá heimili á Eiði þar sem enginn þolir laktósa grátt. Laktósalausar vörur sem fjölskyldan hefur lagt í vana sinn að kaupa koma ekki lengur til landsins. Kringvarpið tók viðtal við konuna. Þá hefur borið á því að verslanir frysti ferskvörur, þíði frystivörur og selji sem slíkar. Slík vinnubrögð eru þó ekki leyfileg, að sögn starfsmanns heilbrigðiseftirlits Færeyja. Ríkissáttasemjari Færeyja, Terji Sigurðsson, sagði að of langt væri milli samningsaðila til að hægt væri að halda áfram með samningaviðræðurnar, í viðtali við Kringvarpið 30. maí síðastliðinn. Hann hefur þó boðað samningsaðila til fundar nú klukkan tíu í fyrramálið, að því er kemur fram í frétt Kringvarpsins klukkan fjögur í dag.
Færeyjar Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira