Hillur að verða tómar í Færeyjum og ekkert samkomulag í augsýn Jón Ísak Ragnarsson skrifar 5. júní 2024 00:00 Verkfall, sem komið er á fjórðu viku, hefur haft mikil áhrif á daglegt líf Færeyinga Getty Fjórða vika verkfalls fjögurra stéttarfélaga er hafin í Færeyjum, en sáttasemjari segir enn langt í land að samkomulag náist milli stéttarfélaga og atvinnurekenda. Verkfallið hefur mikil áhrif á daglegt líf Færeyinga. Hillur í matvöruverslunum eru orðnar tómlegar og farið er að bera á eldssneytisskorti. Verkfallið hófst 11. maí síðastliðinn, þegar félagsmenn í Føroya arbeiðarafelagi, Havnar arbeiðarafelagi, Klaksvíkar arbeiðskvinnufelagi og Klaksvíkar arbeiðsmannafelagi lögðu niður allir niður störf. Mikilla áhrifa af verkfallinu er að gæta í færeysku samfélagi. Til dæmis hefur dagvistunarstofnunum verið lokað af því að ræstingarfólk er í verkfalli. Verslanir hafa stytt afgreiðslutíma og hillur þeirra orðnar tómlegar. Mikill eldsneytisskortur er í landinu. Sorphirðumenn hafa lagt niður störf og hefur rusl víða safnast í hauga. Engar laktósalausar vörur Verkfallið hefur leikið konu frá heimili á Eiði þar sem enginn þolir laktósa grátt. Laktósalausar vörur sem fjölskyldan hefur lagt í vana sinn að kaupa koma ekki lengur til landsins. Kringvarpið tók viðtal við konuna. Þá hefur borið á því að verslanir frysti ferskvörur, þíði frystivörur og selji sem slíkar. Slík vinnubrögð eru þó ekki leyfileg, að sögn starfsmanns heilbrigðiseftirlits Færeyja. Ríkissáttasemjari Færeyja, Terji Sigurðsson, sagði að of langt væri milli samningsaðila til að hægt væri að halda áfram með samningaviðræðurnar, í viðtali við Kringvarpið 30. maí síðastliðinn. Hann hefur þó boðað samningsaðila til fundar nú klukkan tíu í fyrramálið, að því er kemur fram í frétt Kringvarpsins klukkan fjögur í dag. Færeyjar Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Sjá meira
Verkfallið hófst 11. maí síðastliðinn, þegar félagsmenn í Føroya arbeiðarafelagi, Havnar arbeiðarafelagi, Klaksvíkar arbeiðskvinnufelagi og Klaksvíkar arbeiðsmannafelagi lögðu niður allir niður störf. Mikilla áhrifa af verkfallinu er að gæta í færeysku samfélagi. Til dæmis hefur dagvistunarstofnunum verið lokað af því að ræstingarfólk er í verkfalli. Verslanir hafa stytt afgreiðslutíma og hillur þeirra orðnar tómlegar. Mikill eldsneytisskortur er í landinu. Sorphirðumenn hafa lagt niður störf og hefur rusl víða safnast í hauga. Engar laktósalausar vörur Verkfallið hefur leikið konu frá heimili á Eiði þar sem enginn þolir laktósa grátt. Laktósalausar vörur sem fjölskyldan hefur lagt í vana sinn að kaupa koma ekki lengur til landsins. Kringvarpið tók viðtal við konuna. Þá hefur borið á því að verslanir frysti ferskvörur, þíði frystivörur og selji sem slíkar. Slík vinnubrögð eru þó ekki leyfileg, að sögn starfsmanns heilbrigðiseftirlits Færeyja. Ríkissáttasemjari Færeyja, Terji Sigurðsson, sagði að of langt væri milli samningsaðila til að hægt væri að halda áfram með samningaviðræðurnar, í viðtali við Kringvarpið 30. maí síðastliðinn. Hann hefur þó boðað samningsaðila til fundar nú klukkan tíu í fyrramálið, að því er kemur fram í frétt Kringvarpsins klukkan fjögur í dag.
Færeyjar Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila