Hafði heyrt að ræningjanum hefði verið komið fyrir kattarnef Jón Þór Stefánsson skrifar 5. júní 2024 08:00 Frank Michelsen kveðst ánægður að síðasta ræningjanum hafi verið náð og að honum verði gert að afplána refsingu. Vísir/Sigurjón „Vá, armur laganna er langur,“ hugsaði Frank Michelsen þegar hann las frétt á Vísi í gær um að sakborningur í einu stærsta ráni Íslandssögunnar hefði hlotið fjögurra ára fangelsisdóm þrettán árum eftir að ránið var framið. Frank hafði heyrt að umræddur sakborningur væri látinn. Það er Pawel Artur Tyminski sem hlaut fjögurra ára fangelsisdóm vegna málsins í síðasta mánuði vegna ránsins sem hann framdi ásamt þremur öðrum mönnum í úra- og skartgripaversluninni Michelsen á Laugavegi árið 2011. Hinir þrír mennirnir hlutu allir dóm ári seinna. Sjá nánar: Dæmdur þrettán árum eftir eitt stærsta rán Íslandssögunnar Frank Michelsen og sonur hans Magnús Daníel Michelsen segja báðir gott að réttvísin hafi náð fram að ganga í málinu. Þeir vissu ekki af dómi héraðsdóms, né að málið væri yfir höfuð aftur komið á borð dómstóla hér á landi á ný, fyrr en í gær. Væru mögulega jafn bláeygðir hefði þetta ekki gerst „Ég er bara mjög ánægður með að hann skyldi hafa náðst og að hann verði látinn taka út sína refsingu. Þetta markar mann. Maður ber ekki sama traustið til fólks eins og maður gerði,“ segir Frank í samtali við fréttastofu. Verslun Michelsen var flutt frá Laugaveginum á Hafnartorg árið 2019, en Frank útskýrir að í nýju versluninni séu gerðar miklu fleiri öryggisráðstafanir. „Við værum líklega jafn bláeygðir og við vorum þá, treystandi á sakleysi fólks. En samfélagið er alveg gjörbreytt frá þessum tíma. Því miður,“ segir Frank aðspurður út í hvort líklegt væri að þessar ráðstafanir væru til staðar hefði ránið ekki verið framið. Óþegilegt að ráðist sé inn á fjölskyldufyrirtækið Magnús Daníel tekur í sama streng og faðir sinn. Það sé gott að heyra að maðurinn hafi verið dæmdur. En hann segir að það sem hann þurfti að upplifa sé enn jafn ömurlegt, en hann var í versluninni þegar ránið var framið. „Þetta var gríðarlega óþægilegt og er það enn þá. Eftirköstin voru þau að þetta rændi svolítið örygginu af mér. Þetta er náttúrulega bara fjölskyldufyrirtæki sem ég elst upp í,“ segir Magnús sem veltir því fyrir sér hvort um sé að ræða svipaða upplifun og þegar brotist er inn á heimili. „Þetta var held ég ekkert ósvipuð upplifun,“ segir hann, en bætir við að í dag sé þetta eitthvað sem hann er með í farteskinu og geti lært af. Vissu alltaf hver þjófurinn væri Greint var frá því í gær að Pawel hefði í síðasta mánuði hlotið dóm vegna ránsins þó þrettán ár væru liðin frá því að það væri framið. Lögreglan hafði þó vitað um langa tíð að hann væri einn þjófanna, og til marks um það hafði Héraðsdómur Reykjavíkur gefið út handtökuskipun á hendur honum árið 2011. Samkvæmt heimildum fréttastofu hélt Pawel sér til í Póllandi frá ráninu. Það var ekki fyrr en evrópska handtökuskipunin tók gildi gagnvart Íslandi árið 2019 þannig að hægt væri að framselja sakborninga frá Póllandi til Íslands. Pawel Artur Tyminski hélt sig í Póllandi eftir að hann framdi ránið á Íslandi.Interpol Þá gerði ríkissaksóknari kröfu um að Pawel yrði framseldur til Íslands vegna málsins. Árið 2021 var framsalið samþykkt, en honum var fyrst gert að sitja eftirstöðvar skilorðsbundins dóms sem hann hlaut þar í landi. Pawel var því loks framseldur til Íslands snemma þess árs. Hinir handteknir þegar þeir fóru til Sviss Hann var einn fjögurra sakborninga í málinu en hinir þrír voru sakfelldir fyrir sinn þátt árið 2012. Einn var handtekinn á Íslandi nokkrum dögum eftir ránið, en hinir þrír, þar á meðal Pawel, komu sér af landi brott. Líkt og áður segir dvaldi Pawel í Póllandi þar sem handtökuskipunin náði ekki til hans. Hinir tveir fóru hins vegar til Sviss þar sem staðan var önnur og þeir handteknir og framseldir til Íslands þar sem var réttað yfir þeim og þeir dæmdir. Hélt að hann væri ekki ofan jarðar lengur Frank upplýsir í samtali við fréttastofu að hann hafði heyrt að búið væri að fyrirkoma Pawel í undirheimum í Póllandi. „Þannig ég hélt að hann væri ekkert ofan jarðar lengur.“ Hann hrósar lögreglunni hástert fyrir vinnubrögð sín í málinu. „Þau lögðu nótt og dag í þetta mál, bókstaflega. Þetta voru fjórir menn sem unnu sér ekki hvíldar fyrr en það var búið að leysa þetta mál. Þeir eiga allan heiður skilið og ég ber þvílíka virðingu fyrir.“ Einnig var rætt við Frank í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Innslagið má sjá hér fyrir neðan. Rán í Michelsen 2011 Dómsmál Reykjavík Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira
Það er Pawel Artur Tyminski sem hlaut fjögurra ára fangelsisdóm vegna málsins í síðasta mánuði vegna ránsins sem hann framdi ásamt þremur öðrum mönnum í úra- og skartgripaversluninni Michelsen á Laugavegi árið 2011. Hinir þrír mennirnir hlutu allir dóm ári seinna. Sjá nánar: Dæmdur þrettán árum eftir eitt stærsta rán Íslandssögunnar Frank Michelsen og sonur hans Magnús Daníel Michelsen segja báðir gott að réttvísin hafi náð fram að ganga í málinu. Þeir vissu ekki af dómi héraðsdóms, né að málið væri yfir höfuð aftur komið á borð dómstóla hér á landi á ný, fyrr en í gær. Væru mögulega jafn bláeygðir hefði þetta ekki gerst „Ég er bara mjög ánægður með að hann skyldi hafa náðst og að hann verði látinn taka út sína refsingu. Þetta markar mann. Maður ber ekki sama traustið til fólks eins og maður gerði,“ segir Frank í samtali við fréttastofu. Verslun Michelsen var flutt frá Laugaveginum á Hafnartorg árið 2019, en Frank útskýrir að í nýju versluninni séu gerðar miklu fleiri öryggisráðstafanir. „Við værum líklega jafn bláeygðir og við vorum þá, treystandi á sakleysi fólks. En samfélagið er alveg gjörbreytt frá þessum tíma. Því miður,“ segir Frank aðspurður út í hvort líklegt væri að þessar ráðstafanir væru til staðar hefði ránið ekki verið framið. Óþegilegt að ráðist sé inn á fjölskyldufyrirtækið Magnús Daníel tekur í sama streng og faðir sinn. Það sé gott að heyra að maðurinn hafi verið dæmdur. En hann segir að það sem hann þurfti að upplifa sé enn jafn ömurlegt, en hann var í versluninni þegar ránið var framið. „Þetta var gríðarlega óþægilegt og er það enn þá. Eftirköstin voru þau að þetta rændi svolítið örygginu af mér. Þetta er náttúrulega bara fjölskyldufyrirtæki sem ég elst upp í,“ segir Magnús sem veltir því fyrir sér hvort um sé að ræða svipaða upplifun og þegar brotist er inn á heimili. „Þetta var held ég ekkert ósvipuð upplifun,“ segir hann, en bætir við að í dag sé þetta eitthvað sem hann er með í farteskinu og geti lært af. Vissu alltaf hver þjófurinn væri Greint var frá því í gær að Pawel hefði í síðasta mánuði hlotið dóm vegna ránsins þó þrettán ár væru liðin frá því að það væri framið. Lögreglan hafði þó vitað um langa tíð að hann væri einn þjófanna, og til marks um það hafði Héraðsdómur Reykjavíkur gefið út handtökuskipun á hendur honum árið 2011. Samkvæmt heimildum fréttastofu hélt Pawel sér til í Póllandi frá ráninu. Það var ekki fyrr en evrópska handtökuskipunin tók gildi gagnvart Íslandi árið 2019 þannig að hægt væri að framselja sakborninga frá Póllandi til Íslands. Pawel Artur Tyminski hélt sig í Póllandi eftir að hann framdi ránið á Íslandi.Interpol Þá gerði ríkissaksóknari kröfu um að Pawel yrði framseldur til Íslands vegna málsins. Árið 2021 var framsalið samþykkt, en honum var fyrst gert að sitja eftirstöðvar skilorðsbundins dóms sem hann hlaut þar í landi. Pawel var því loks framseldur til Íslands snemma þess árs. Hinir handteknir þegar þeir fóru til Sviss Hann var einn fjögurra sakborninga í málinu en hinir þrír voru sakfelldir fyrir sinn þátt árið 2012. Einn var handtekinn á Íslandi nokkrum dögum eftir ránið, en hinir þrír, þar á meðal Pawel, komu sér af landi brott. Líkt og áður segir dvaldi Pawel í Póllandi þar sem handtökuskipunin náði ekki til hans. Hinir tveir fóru hins vegar til Sviss þar sem staðan var önnur og þeir handteknir og framseldir til Íslands þar sem var réttað yfir þeim og þeir dæmdir. Hélt að hann væri ekki ofan jarðar lengur Frank upplýsir í samtali við fréttastofu að hann hafði heyrt að búið væri að fyrirkoma Pawel í undirheimum í Póllandi. „Þannig ég hélt að hann væri ekkert ofan jarðar lengur.“ Hann hrósar lögreglunni hástert fyrir vinnubrögð sín í málinu. „Þau lögðu nótt og dag í þetta mál, bókstaflega. Þetta voru fjórir menn sem unnu sér ekki hvíldar fyrr en það var búið að leysa þetta mál. Þeir eiga allan heiður skilið og ég ber þvílíka virðingu fyrir.“ Einnig var rætt við Frank í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Innslagið má sjá hér fyrir neðan.
Rán í Michelsen 2011 Dómsmál Reykjavík Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira