Hafði heyrt að ræningjanum hefði verið komið fyrir kattarnef Jón Þór Stefánsson skrifar 5. júní 2024 08:00 Frank Michelsen kveðst ánægður að síðasta ræningjanum hafi verið náð og að honum verði gert að afplána refsingu. Vísir/Sigurjón „Vá, armur laganna er langur,“ hugsaði Frank Michelsen þegar hann las frétt á Vísi í gær um að sakborningur í einu stærsta ráni Íslandssögunnar hefði hlotið fjögurra ára fangelsisdóm þrettán árum eftir að ránið var framið. Frank hafði heyrt að umræddur sakborningur væri látinn. Það er Pawel Artur Tyminski sem hlaut fjögurra ára fangelsisdóm vegna málsins í síðasta mánuði vegna ránsins sem hann framdi ásamt þremur öðrum mönnum í úra- og skartgripaversluninni Michelsen á Laugavegi árið 2011. Hinir þrír mennirnir hlutu allir dóm ári seinna. Sjá nánar: Dæmdur þrettán árum eftir eitt stærsta rán Íslandssögunnar Frank Michelsen og sonur hans Magnús Daníel Michelsen segja báðir gott að réttvísin hafi náð fram að ganga í málinu. Þeir vissu ekki af dómi héraðsdóms, né að málið væri yfir höfuð aftur komið á borð dómstóla hér á landi á ný, fyrr en í gær. Væru mögulega jafn bláeygðir hefði þetta ekki gerst „Ég er bara mjög ánægður með að hann skyldi hafa náðst og að hann verði látinn taka út sína refsingu. Þetta markar mann. Maður ber ekki sama traustið til fólks eins og maður gerði,“ segir Frank í samtali við fréttastofu. Verslun Michelsen var flutt frá Laugaveginum á Hafnartorg árið 2019, en Frank útskýrir að í nýju versluninni séu gerðar miklu fleiri öryggisráðstafanir. „Við værum líklega jafn bláeygðir og við vorum þá, treystandi á sakleysi fólks. En samfélagið er alveg gjörbreytt frá þessum tíma. Því miður,“ segir Frank aðspurður út í hvort líklegt væri að þessar ráðstafanir væru til staðar hefði ránið ekki verið framið. Óþegilegt að ráðist sé inn á fjölskyldufyrirtækið Magnús Daníel tekur í sama streng og faðir sinn. Það sé gott að heyra að maðurinn hafi verið dæmdur. En hann segir að það sem hann þurfti að upplifa sé enn jafn ömurlegt, en hann var í versluninni þegar ránið var framið. „Þetta var gríðarlega óþægilegt og er það enn þá. Eftirköstin voru þau að þetta rændi svolítið örygginu af mér. Þetta er náttúrulega bara fjölskyldufyrirtæki sem ég elst upp í,“ segir Magnús sem veltir því fyrir sér hvort um sé að ræða svipaða upplifun og þegar brotist er inn á heimili. „Þetta var held ég ekkert ósvipuð upplifun,“ segir hann, en bætir við að í dag sé þetta eitthvað sem hann er með í farteskinu og geti lært af. Vissu alltaf hver þjófurinn væri Greint var frá því í gær að Pawel hefði í síðasta mánuði hlotið dóm vegna ránsins þó þrettán ár væru liðin frá því að það væri framið. Lögreglan hafði þó vitað um langa tíð að hann væri einn þjófanna, og til marks um það hafði Héraðsdómur Reykjavíkur gefið út handtökuskipun á hendur honum árið 2011. Samkvæmt heimildum fréttastofu hélt Pawel sér til í Póllandi frá ráninu. Það var ekki fyrr en evrópska handtökuskipunin tók gildi gagnvart Íslandi árið 2019 þannig að hægt væri að framselja sakborninga frá Póllandi til Íslands. Pawel Artur Tyminski hélt sig í Póllandi eftir að hann framdi ránið á Íslandi.Interpol Þá gerði ríkissaksóknari kröfu um að Pawel yrði framseldur til Íslands vegna málsins. Árið 2021 var framsalið samþykkt, en honum var fyrst gert að sitja eftirstöðvar skilorðsbundins dóms sem hann hlaut þar í landi. Pawel var því loks framseldur til Íslands snemma þess árs. Hinir handteknir þegar þeir fóru til Sviss Hann var einn fjögurra sakborninga í málinu en hinir þrír voru sakfelldir fyrir sinn þátt árið 2012. Einn var handtekinn á Íslandi nokkrum dögum eftir ránið, en hinir þrír, þar á meðal Pawel, komu sér af landi brott. Líkt og áður segir dvaldi Pawel í Póllandi þar sem handtökuskipunin náði ekki til hans. Hinir tveir fóru hins vegar til Sviss þar sem staðan var önnur og þeir handteknir og framseldir til Íslands þar sem var réttað yfir þeim og þeir dæmdir. Hélt að hann væri ekki ofan jarðar lengur Frank upplýsir í samtali við fréttastofu að hann hafði heyrt að búið væri að fyrirkoma Pawel í undirheimum í Póllandi. „Þannig ég hélt að hann væri ekkert ofan jarðar lengur.“ Hann hrósar lögreglunni hástert fyrir vinnubrögð sín í málinu. „Þau lögðu nótt og dag í þetta mál, bókstaflega. Þetta voru fjórir menn sem unnu sér ekki hvíldar fyrr en það var búið að leysa þetta mál. Þeir eiga allan heiður skilið og ég ber þvílíka virðingu fyrir.“ Einnig var rætt við Frank í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Innslagið má sjá hér fyrir neðan. Rán í Michelsen 2011 Dómsmál Reykjavík Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Það er Pawel Artur Tyminski sem hlaut fjögurra ára fangelsisdóm vegna málsins í síðasta mánuði vegna ránsins sem hann framdi ásamt þremur öðrum mönnum í úra- og skartgripaversluninni Michelsen á Laugavegi árið 2011. Hinir þrír mennirnir hlutu allir dóm ári seinna. Sjá nánar: Dæmdur þrettán árum eftir eitt stærsta rán Íslandssögunnar Frank Michelsen og sonur hans Magnús Daníel Michelsen segja báðir gott að réttvísin hafi náð fram að ganga í málinu. Þeir vissu ekki af dómi héraðsdóms, né að málið væri yfir höfuð aftur komið á borð dómstóla hér á landi á ný, fyrr en í gær. Væru mögulega jafn bláeygðir hefði þetta ekki gerst „Ég er bara mjög ánægður með að hann skyldi hafa náðst og að hann verði látinn taka út sína refsingu. Þetta markar mann. Maður ber ekki sama traustið til fólks eins og maður gerði,“ segir Frank í samtali við fréttastofu. Verslun Michelsen var flutt frá Laugaveginum á Hafnartorg árið 2019, en Frank útskýrir að í nýju versluninni séu gerðar miklu fleiri öryggisráðstafanir. „Við værum líklega jafn bláeygðir og við vorum þá, treystandi á sakleysi fólks. En samfélagið er alveg gjörbreytt frá þessum tíma. Því miður,“ segir Frank aðspurður út í hvort líklegt væri að þessar ráðstafanir væru til staðar hefði ránið ekki verið framið. Óþegilegt að ráðist sé inn á fjölskyldufyrirtækið Magnús Daníel tekur í sama streng og faðir sinn. Það sé gott að heyra að maðurinn hafi verið dæmdur. En hann segir að það sem hann þurfti að upplifa sé enn jafn ömurlegt, en hann var í versluninni þegar ránið var framið. „Þetta var gríðarlega óþægilegt og er það enn þá. Eftirköstin voru þau að þetta rændi svolítið örygginu af mér. Þetta er náttúrulega bara fjölskyldufyrirtæki sem ég elst upp í,“ segir Magnús sem veltir því fyrir sér hvort um sé að ræða svipaða upplifun og þegar brotist er inn á heimili. „Þetta var held ég ekkert ósvipuð upplifun,“ segir hann, en bætir við að í dag sé þetta eitthvað sem hann er með í farteskinu og geti lært af. Vissu alltaf hver þjófurinn væri Greint var frá því í gær að Pawel hefði í síðasta mánuði hlotið dóm vegna ránsins þó þrettán ár væru liðin frá því að það væri framið. Lögreglan hafði þó vitað um langa tíð að hann væri einn þjófanna, og til marks um það hafði Héraðsdómur Reykjavíkur gefið út handtökuskipun á hendur honum árið 2011. Samkvæmt heimildum fréttastofu hélt Pawel sér til í Póllandi frá ráninu. Það var ekki fyrr en evrópska handtökuskipunin tók gildi gagnvart Íslandi árið 2019 þannig að hægt væri að framselja sakborninga frá Póllandi til Íslands. Pawel Artur Tyminski hélt sig í Póllandi eftir að hann framdi ránið á Íslandi.Interpol Þá gerði ríkissaksóknari kröfu um að Pawel yrði framseldur til Íslands vegna málsins. Árið 2021 var framsalið samþykkt, en honum var fyrst gert að sitja eftirstöðvar skilorðsbundins dóms sem hann hlaut þar í landi. Pawel var því loks framseldur til Íslands snemma þess árs. Hinir handteknir þegar þeir fóru til Sviss Hann var einn fjögurra sakborninga í málinu en hinir þrír voru sakfelldir fyrir sinn þátt árið 2012. Einn var handtekinn á Íslandi nokkrum dögum eftir ránið, en hinir þrír, þar á meðal Pawel, komu sér af landi brott. Líkt og áður segir dvaldi Pawel í Póllandi þar sem handtökuskipunin náði ekki til hans. Hinir tveir fóru hins vegar til Sviss þar sem staðan var önnur og þeir handteknir og framseldir til Íslands þar sem var réttað yfir þeim og þeir dæmdir. Hélt að hann væri ekki ofan jarðar lengur Frank upplýsir í samtali við fréttastofu að hann hafði heyrt að búið væri að fyrirkoma Pawel í undirheimum í Póllandi. „Þannig ég hélt að hann væri ekkert ofan jarðar lengur.“ Hann hrósar lögreglunni hástert fyrir vinnubrögð sín í málinu. „Þau lögðu nótt og dag í þetta mál, bókstaflega. Þetta voru fjórir menn sem unnu sér ekki hvíldar fyrr en það var búið að leysa þetta mál. Þeir eiga allan heiður skilið og ég ber þvílíka virðingu fyrir.“ Einnig var rætt við Frank í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Innslagið má sjá hér fyrir neðan.
Rán í Michelsen 2011 Dómsmál Reykjavík Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira