Yrði stærsta lýðheilsuslys Íslandssögunnar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 24. maí 2024 20:30 Árni Guðmundsson hefur lengi barist gegn áfengi í verslanir. arnar halldórsson Fyrirhuguð sala Hagkaups á áfengi er stærsta lýðheilsuslys Íslandssögunnar. Þetta segir forvarnarsérfræðingur sem telur verslunina þverbrjóta áfengislög. Forsvarsmenn Hagkaups ætla að slást í hóp þeirra sem bjóða upp á netverslun með áfengi. Í næsta mánuði munu viðskiptavinir verslunarinnar geta pantað áfengi og sótt í Hagkaup Skeifunni. Forvarnarsérfræðingur segir ákvörðunina alveg út í hött. „Þetta er ekki bílskúr úti á Granda sem er að selja áfengi út um bílskúrshurðina. Þetta er stórfyrirtæki, stórmarkaður og hann verður að hafa sómakennd og siðferðisstandard sem felst í því að menn fari eftir lögum. Þetta er algjörlega fyrir neðan allar hellur,“ segir Árni Guðmundsson, forvarnarsérfræðingur. Hann gengur það langt að saka forsvarsmenn Hagkaups um brot á áfengislögum og segir engu máli skipta hvort áfengið verði geymt í læstum hirslum og úr sjón neytenda líkt og til stendur. „Lögin eru bara skýr, ÁTVR hefur einkaleyfi á að selja áfengi og það þarf þá að breyta lögum ef menn vilja gera eitthvað annað. Hagkaup getur bara beðið eins og við hin.“ Aðspurður hvernig hann svari þeim sem segja netsölu áfengis standast lög segir hann. „Ég segi bara lesið áfengislögin. Það er enginn lögfræðingur eða stjórnmálamaður sem hefur verið í frontinum í svona málum sem hefur aldrei viðurkennt að þetta sé eitthvað löglegt. Það eru einstaka þingmenn sem hafa það á tilfinningunni eða finnast þetta vera eitthvað.“ Árni furðar sig á sinnuleysi lögreglu í málaflokknum og segir stjórnvaldið komið með fjögur hundruð kærur á sitt borð vegna áfengisauglýsinga. Sjálfur kærði hann sjálfan sig eftirminnilega til lögreglunnar fyrir áfengiskaup í gegnum netsölu en hefur engin viðbrögð fengið. „Það er bara á tali hjá lögreglunni. Ég veit ekki alveg hvað lögreglan er að gera og þá fer maður að velta því fyrir sér... Erum við að byggja samfélag þannig að þú getir bara fengið þínu fram ef þú ert nógu stór og lögreglan gerir ekki nokkurn skapaðan hlut. Ég spyr bara hvar er lögreglan í þessu landi í þessu máli?“ Hann segir ekkert neyðarástand í sölu áfengis í landinu og tekur undir orð félags- og vinnumarkaðsráðherra sem segir ÁTVR duga og markaðssamkeppni óþarfa. „Þetta yrði bara mesta lýðheilsuslys Íslandssögunnar ef þetta verður að veruleika, í boði Hagkaupa.“ Áfengi og tóbak Verslun Neytendur Börn og uppeldi Netverslun með áfengi Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Forsvarsmenn Hagkaups ætla að slást í hóp þeirra sem bjóða upp á netverslun með áfengi. Í næsta mánuði munu viðskiptavinir verslunarinnar geta pantað áfengi og sótt í Hagkaup Skeifunni. Forvarnarsérfræðingur segir ákvörðunina alveg út í hött. „Þetta er ekki bílskúr úti á Granda sem er að selja áfengi út um bílskúrshurðina. Þetta er stórfyrirtæki, stórmarkaður og hann verður að hafa sómakennd og siðferðisstandard sem felst í því að menn fari eftir lögum. Þetta er algjörlega fyrir neðan allar hellur,“ segir Árni Guðmundsson, forvarnarsérfræðingur. Hann gengur það langt að saka forsvarsmenn Hagkaups um brot á áfengislögum og segir engu máli skipta hvort áfengið verði geymt í læstum hirslum og úr sjón neytenda líkt og til stendur. „Lögin eru bara skýr, ÁTVR hefur einkaleyfi á að selja áfengi og það þarf þá að breyta lögum ef menn vilja gera eitthvað annað. Hagkaup getur bara beðið eins og við hin.“ Aðspurður hvernig hann svari þeim sem segja netsölu áfengis standast lög segir hann. „Ég segi bara lesið áfengislögin. Það er enginn lögfræðingur eða stjórnmálamaður sem hefur verið í frontinum í svona málum sem hefur aldrei viðurkennt að þetta sé eitthvað löglegt. Það eru einstaka þingmenn sem hafa það á tilfinningunni eða finnast þetta vera eitthvað.“ Árni furðar sig á sinnuleysi lögreglu í málaflokknum og segir stjórnvaldið komið með fjögur hundruð kærur á sitt borð vegna áfengisauglýsinga. Sjálfur kærði hann sjálfan sig eftirminnilega til lögreglunnar fyrir áfengiskaup í gegnum netsölu en hefur engin viðbrögð fengið. „Það er bara á tali hjá lögreglunni. Ég veit ekki alveg hvað lögreglan er að gera og þá fer maður að velta því fyrir sér... Erum við að byggja samfélag þannig að þú getir bara fengið þínu fram ef þú ert nógu stór og lögreglan gerir ekki nokkurn skapaðan hlut. Ég spyr bara hvar er lögreglan í þessu landi í þessu máli?“ Hann segir ekkert neyðarástand í sölu áfengis í landinu og tekur undir orð félags- og vinnumarkaðsráðherra sem segir ÁTVR duga og markaðssamkeppni óþarfa. „Þetta yrði bara mesta lýðheilsuslys Íslandssögunnar ef þetta verður að veruleika, í boði Hagkaupa.“
Áfengi og tóbak Verslun Neytendur Börn og uppeldi Netverslun með áfengi Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira