Velferð fólks framar markaðsvæddri netsölu áfengis Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 24. maí 2024 10:00 Það hefur vart farið fram hjá neinum að verslun með áfengi hefur tekið breytingum á undanförnum misserum og árum, án þess að það hafi verið tekin pólitísk ákvörðun um það eða farið fram umræða í samfélaginu svo nokkru nemi. Svokallaðar netverslanir, sem flytja inn áfengi hafa skotið upp kollinum og geyma áfengi á lager og selja í smásölu, og bjóða jafnvel upp á heimsendingu á öllum tímum sólarhringsins. Þessi fyrirtæki fara þannig fram hjá bæði áfengislögum og lýðheilsustefnu stjórnvalda, sem hvoru tveggja leggjast gegn frjálsri smásölu á áfengi. Áfengisauglýsingar hafa einnig tekið að birtast börnum og ungmennum á samfélagsmiðlum, sem er reiðarslag fyrir baráttuna gegn áfengis- og vímuefnanotkun þessa viðkvæma hóps. Hættunni er hreinlega ekið heim að dyrum. Lýðheilsa varðar okkur öll Í störfum mínum sem félags- og vinnumarkaðsráðherra hef ég ekki farið varhluta af því að sjá neikvæðar félagslegar afleiðingar óhóflegrar áfengisneyslu. Slíkt má t.d. sjá innan fjölskyldna þegar neysla eins hefur neikvæð áhrif á aðra og þá sérlega á konur og börn. Ofbeldi í nánum samböndum og vanræksla barna eru dæmi um slíkan skaða. Óhófleg neysla áfengis veldur einstaklingum, fjölskyldum og samfélögum skaða m.a. vegna heilsubrests og félagslegra vandamála. Samkvæmt landlækni var kostnaður heilbrigðiskerfisins árið 2021 vegna áfengisneyslu a.m.k. 100 milljarðar króna. Það er því líka eftir miklu að slægjast efnahagslega fyrir samfélagið að draga úr óhóflegri áfengisneyslu. Með minni neyslu og minna aðgengi að áfengi mun auk þess félagslegum vandamálum fækka, slys verða fátíðari, fleiri verða vinnufær, fólki almennt líða betur og opinbert fjármagn sparast. Það eru nefnilega bara seljendurnir sem græða á auknu aðgengi að áfengi, ekki fólkið í landinu, ekki samfélagið. Einkafyrirtæki eru ekki hafin yfir lýðheilsu Áfengisstefna okkar Íslendinga hefur verið skýr og byggir á bættri lýðheilsu og samfélagslegri ábyrgð. Henni er ætlað að verja félagslega velferð. Stefnan kemur m.a. fram í lögum um verslun með áfengi og tóbak. Rekstur ÁTVR er hluti þeirrar stefnu og gengur út á að stýra og takmarka aðgengi að áfengi og draga þannig úr skaðlegum áhrifum. Einnig að vernda ungt fólk gegn neyslu áfengis. Við í Vinstri grænum teljum mikilvægt að víkja ekki frá gildandi áfengisstefnu og gildandi lögum. Það er því líka skaðlegt samfélaginu að selja áfengi í matvöruverslunum því áfengi er engin venjuleg söluvara. Nú þegar er nægt aðgengi að áfengi með rekstri ÁTVR og markaðssamkeppni óþörf. ÁTVR dugar. Þannig á ekki að lögfesta heimild til reksturs innlendra vefverslana með áfengi í smásölu til neytenda. Ef það er gert stóreykst aðgengið og markaðsöflin fá lausan tauminn til að koma sem mestu áfengi út til neytenda. Við eigum að verja ungmenni og veita þeim frelsi frá ágengum markaðsöflum áfengisiðnaðarins. Velferð fólks á að ganga framar markaðsvæddri netsölu áfengis. Aukið aðgengi að áfengi er skaðlegt samfélagi okkar. Fyrir því eru margvísleg lýðheilsurök. Þetta vitum við. Þetta er ekki mikið flóknara en það. Formaður Vinstri grænna og félags- og vinnumarkaðsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Guðmundur Ingi Guðbrandsson Verslun Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Það hefur vart farið fram hjá neinum að verslun með áfengi hefur tekið breytingum á undanförnum misserum og árum, án þess að það hafi verið tekin pólitísk ákvörðun um það eða farið fram umræða í samfélaginu svo nokkru nemi. Svokallaðar netverslanir, sem flytja inn áfengi hafa skotið upp kollinum og geyma áfengi á lager og selja í smásölu, og bjóða jafnvel upp á heimsendingu á öllum tímum sólarhringsins. Þessi fyrirtæki fara þannig fram hjá bæði áfengislögum og lýðheilsustefnu stjórnvalda, sem hvoru tveggja leggjast gegn frjálsri smásölu á áfengi. Áfengisauglýsingar hafa einnig tekið að birtast börnum og ungmennum á samfélagsmiðlum, sem er reiðarslag fyrir baráttuna gegn áfengis- og vímuefnanotkun þessa viðkvæma hóps. Hættunni er hreinlega ekið heim að dyrum. Lýðheilsa varðar okkur öll Í störfum mínum sem félags- og vinnumarkaðsráðherra hef ég ekki farið varhluta af því að sjá neikvæðar félagslegar afleiðingar óhóflegrar áfengisneyslu. Slíkt má t.d. sjá innan fjölskyldna þegar neysla eins hefur neikvæð áhrif á aðra og þá sérlega á konur og börn. Ofbeldi í nánum samböndum og vanræksla barna eru dæmi um slíkan skaða. Óhófleg neysla áfengis veldur einstaklingum, fjölskyldum og samfélögum skaða m.a. vegna heilsubrests og félagslegra vandamála. Samkvæmt landlækni var kostnaður heilbrigðiskerfisins árið 2021 vegna áfengisneyslu a.m.k. 100 milljarðar króna. Það er því líka eftir miklu að slægjast efnahagslega fyrir samfélagið að draga úr óhóflegri áfengisneyslu. Með minni neyslu og minna aðgengi að áfengi mun auk þess félagslegum vandamálum fækka, slys verða fátíðari, fleiri verða vinnufær, fólki almennt líða betur og opinbert fjármagn sparast. Það eru nefnilega bara seljendurnir sem græða á auknu aðgengi að áfengi, ekki fólkið í landinu, ekki samfélagið. Einkafyrirtæki eru ekki hafin yfir lýðheilsu Áfengisstefna okkar Íslendinga hefur verið skýr og byggir á bættri lýðheilsu og samfélagslegri ábyrgð. Henni er ætlað að verja félagslega velferð. Stefnan kemur m.a. fram í lögum um verslun með áfengi og tóbak. Rekstur ÁTVR er hluti þeirrar stefnu og gengur út á að stýra og takmarka aðgengi að áfengi og draga þannig úr skaðlegum áhrifum. Einnig að vernda ungt fólk gegn neyslu áfengis. Við í Vinstri grænum teljum mikilvægt að víkja ekki frá gildandi áfengisstefnu og gildandi lögum. Það er því líka skaðlegt samfélaginu að selja áfengi í matvöruverslunum því áfengi er engin venjuleg söluvara. Nú þegar er nægt aðgengi að áfengi með rekstri ÁTVR og markaðssamkeppni óþörf. ÁTVR dugar. Þannig á ekki að lögfesta heimild til reksturs innlendra vefverslana með áfengi í smásölu til neytenda. Ef það er gert stóreykst aðgengið og markaðsöflin fá lausan tauminn til að koma sem mestu áfengi út til neytenda. Við eigum að verja ungmenni og veita þeim frelsi frá ágengum markaðsöflum áfengisiðnaðarins. Velferð fólks á að ganga framar markaðsvæddri netsölu áfengis. Aukið aðgengi að áfengi er skaðlegt samfélagi okkar. Fyrir því eru margvísleg lýðheilsurök. Þetta vitum við. Þetta er ekki mikið flóknara en það. Formaður Vinstri grænna og félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar