„Gátum ekki setið og beðið endalaust“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 23. maí 2024 21:13 Sigurður Reynaldsson forstjóri Hagkaups ræddi netverslun með áfengi. vísir Hagkaup áformar að hefja netverslun með áfengi í næsta mánuði. Forstjórinn viðurkennir að um grátt svæði sé að ræða lagalega séð, en segir fyrirtækið ekki hafa getað beðið „endalaust“ eftir því að verslun með áfengi verði leyfð alfarið. „Við höfum orðið vitni að því að Jón Gunnarsson fyrrverandi ráðherra hefur sagt í fjölmiðlum að þetta sé bara löglegt. Svo höfum við horft á nokkurn fjölda verslana opna og gera sín viðskipti án þess að athugasemdir séu gerðar. Við tókum því þá ákvörðun að við gætum ekki setið og beðið endalaust, þetta virðist vera í þeim farvegi að þetta sé leyft. Við erum ekki fyrst til að ryðja brautina, kannski fyrst stórmarkaða,“ segir Sigurður sem ræddi málið í Reykjavík síðdegis. Því stendur til að opnað verði fyrir netverslun með áfengi í næsta mánuði. Það hefur hins vegar verið í farvatninu ansi lengi. „Við höfum verið bjartsýn ansi lengi. Þegar við hönnuðum verslanir eins og í Smáralind fyrir sautján eða tuttugu árum, var miðað við að þar skyldu verða víndeildir og tókum frá pláss og fermetra í það. Enda hefur umræðan verið mjög nálægt því finnst okkur að þetta fari í gegn og verði heimilað.“ Milliskrefið sé hins vegar að starfrækja netverslanir. Því hafi verið ákveðið að taka stökkva á vagn netverslunar. Spurður út í lagalega óvissu sem umlykur netverslun með áfengi segir Sigurður: „Auðvitað er þetta pínu grátt, og því miður tala menn tvennum sögum með þetta. En þegar ráðherra segir að þetta sé löglegt veit maður ekki alveg hvern maður á að hlusta á. Við höfum verið í fararbroddi með nýjungar í þjónustu við neytendur og tekið marga slagi. Verslun okkar í Skeifunni var á sínum tíma árið 1972 til dæmis fyrsti stórmarkaðurinn á Íslandi sem fékk að selja mjólk. Hvort sem menn trúa því eða ekki.“ Hann kveðst ekki hafa áhyggjur af viðbrögðum almennings. „Við munum tryggja að þetta verði selt með ábyrgum hætti en auðveldi neytendum sporin,“ segir Sigurður að lokum. Áfengi og tóbak Neytendur Verslun Reykjavík síðdegis Netverslun með áfengi Mest lesið Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Viðskipti innlent Sækja á sjötta milljarð króna Viðskipti innlent Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Viðskipti innlent „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Viðskipti innlent Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar Viðskipti innlent Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Viðskipti innlent Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Viðskipti innlent Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Norskir komast í Víking gylltan Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir E. coli í frönskum osti Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Stytta skammarkrókinn til muna Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Sjá meira
„Við höfum orðið vitni að því að Jón Gunnarsson fyrrverandi ráðherra hefur sagt í fjölmiðlum að þetta sé bara löglegt. Svo höfum við horft á nokkurn fjölda verslana opna og gera sín viðskipti án þess að athugasemdir séu gerðar. Við tókum því þá ákvörðun að við gætum ekki setið og beðið endalaust, þetta virðist vera í þeim farvegi að þetta sé leyft. Við erum ekki fyrst til að ryðja brautina, kannski fyrst stórmarkaða,“ segir Sigurður sem ræddi málið í Reykjavík síðdegis. Því stendur til að opnað verði fyrir netverslun með áfengi í næsta mánuði. Það hefur hins vegar verið í farvatninu ansi lengi. „Við höfum verið bjartsýn ansi lengi. Þegar við hönnuðum verslanir eins og í Smáralind fyrir sautján eða tuttugu árum, var miðað við að þar skyldu verða víndeildir og tókum frá pláss og fermetra í það. Enda hefur umræðan verið mjög nálægt því finnst okkur að þetta fari í gegn og verði heimilað.“ Milliskrefið sé hins vegar að starfrækja netverslanir. Því hafi verið ákveðið að taka stökkva á vagn netverslunar. Spurður út í lagalega óvissu sem umlykur netverslun með áfengi segir Sigurður: „Auðvitað er þetta pínu grátt, og því miður tala menn tvennum sögum með þetta. En þegar ráðherra segir að þetta sé löglegt veit maður ekki alveg hvern maður á að hlusta á. Við höfum verið í fararbroddi með nýjungar í þjónustu við neytendur og tekið marga slagi. Verslun okkar í Skeifunni var á sínum tíma árið 1972 til dæmis fyrsti stórmarkaðurinn á Íslandi sem fékk að selja mjólk. Hvort sem menn trúa því eða ekki.“ Hann kveðst ekki hafa áhyggjur af viðbrögðum almennings. „Við munum tryggja að þetta verði selt með ábyrgum hætti en auðveldi neytendum sporin,“ segir Sigurður að lokum.
Áfengi og tóbak Neytendur Verslun Reykjavík síðdegis Netverslun með áfengi Mest lesið Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Viðskipti innlent Sækja á sjötta milljarð króna Viðskipti innlent Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Viðskipti innlent „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Viðskipti innlent Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar Viðskipti innlent Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Viðskipti innlent Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Viðskipti innlent Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Norskir komast í Víking gylltan Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir E. coli í frönskum osti Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Stytta skammarkrókinn til muna Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Sjá meira