Sjálfstæð Palestína skiptir heiminn máli Steinunn Þóra Árnadóttir skrifar 23. maí 2024 08:30 Palestína lýsti yfir sjálfstæði sínu árið 1988. Nú, tæpum 40 árum síðar, hafa 143 ríki viðurkennt sjálfstæði landsins og árið 2011 varð Ísland fyrst ríkja Vestur-Evrópu til að taka það skref. Í gær bárust þau stórmerku og jákvæðu tíðindi frá frændum okkar og frænkum í Noregi þegar þau tilkynntu viðurkenningu landsins á sjálfstæði Palestínu. Spánn og Írland fylgdu fordæminu og fjölgaði þannig vesturevrópskum ríkjum sem viðurkenna sjálfstæði Palestínu úr tveimur í fimm í einu vetfangi. Nú eru liðin tæp 14 ár síðan við, Íslendingar, tilkynntum formlega að við skyldum styðja þrotlausa og blóðuga baráttu palestínsku þjóðarinnar fyrir sjálfstæði sínu eftir að Alþingi samþykkti ályktunina án mótatkvæðis. Svíþjóð gerði slíkt hið sama þremur árum síðar. Það er því miður óhætt að fullyrða að óöldin sem nú ríkir í Palestínu eigi sér engin fordæmi. Kannski sem betur fer, þar sem ástandinu er hægt að líkja við helvíti á jörð. Því segja þau sem best til þekkja að þessi ákvörðun Noregs, Írlands og Spánar sé stærra og þýðingarmeira skref en mörg geri sér grein fyrir. Hörð viðbrögð Ísraelsstjórnar og bakhjarla þeirra í Washington segir líka sitt um mikilvægi málsins. Stuðningur Evrópuríkja skipti öllu máli og stríðið löngu farið að lita nánast öll alþjóðasamskipti. Meira en hundrað þúsund íbúar Palestínu, mest konur og börn, hafa ýmist verið drepin eða særst í árásum Ísraelshers síðustu mánuði. Við fögnum vonandi öll þann 28. maí næstkomandi, þegar fullveldi Palestínu verður fullgilt formlega í löndunum þremur. Og sömuleiðis vonum við líka að enn fleiri ríki geri eins og þau og fylgi fordæmi okkar Íslendinga, því þessu hræðilega stríði verður að ljúka. Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Þóra Árnadóttir Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Vinstri græn Utanríkismál Alþingi Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Palestína lýsti yfir sjálfstæði sínu árið 1988. Nú, tæpum 40 árum síðar, hafa 143 ríki viðurkennt sjálfstæði landsins og árið 2011 varð Ísland fyrst ríkja Vestur-Evrópu til að taka það skref. Í gær bárust þau stórmerku og jákvæðu tíðindi frá frændum okkar og frænkum í Noregi þegar þau tilkynntu viðurkenningu landsins á sjálfstæði Palestínu. Spánn og Írland fylgdu fordæminu og fjölgaði þannig vesturevrópskum ríkjum sem viðurkenna sjálfstæði Palestínu úr tveimur í fimm í einu vetfangi. Nú eru liðin tæp 14 ár síðan við, Íslendingar, tilkynntum formlega að við skyldum styðja þrotlausa og blóðuga baráttu palestínsku þjóðarinnar fyrir sjálfstæði sínu eftir að Alþingi samþykkti ályktunina án mótatkvæðis. Svíþjóð gerði slíkt hið sama þremur árum síðar. Það er því miður óhætt að fullyrða að óöldin sem nú ríkir í Palestínu eigi sér engin fordæmi. Kannski sem betur fer, þar sem ástandinu er hægt að líkja við helvíti á jörð. Því segja þau sem best til þekkja að þessi ákvörðun Noregs, Írlands og Spánar sé stærra og þýðingarmeira skref en mörg geri sér grein fyrir. Hörð viðbrögð Ísraelsstjórnar og bakhjarla þeirra í Washington segir líka sitt um mikilvægi málsins. Stuðningur Evrópuríkja skipti öllu máli og stríðið löngu farið að lita nánast öll alþjóðasamskipti. Meira en hundrað þúsund íbúar Palestínu, mest konur og börn, hafa ýmist verið drepin eða særst í árásum Ísraelshers síðustu mánuði. Við fögnum vonandi öll þann 28. maí næstkomandi, þegar fullveldi Palestínu verður fullgilt formlega í löndunum þremur. Og sömuleiðis vonum við líka að enn fleiri ríki geri eins og þau og fylgi fordæmi okkar Íslendinga, því þessu hræðilega stríði verður að ljúka. Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun