Sjálfstæð Palestína skiptir heiminn máli Steinunn Þóra Árnadóttir skrifar 23. maí 2024 08:30 Palestína lýsti yfir sjálfstæði sínu árið 1988. Nú, tæpum 40 árum síðar, hafa 143 ríki viðurkennt sjálfstæði landsins og árið 2011 varð Ísland fyrst ríkja Vestur-Evrópu til að taka það skref. Í gær bárust þau stórmerku og jákvæðu tíðindi frá frændum okkar og frænkum í Noregi þegar þau tilkynntu viðurkenningu landsins á sjálfstæði Palestínu. Spánn og Írland fylgdu fordæminu og fjölgaði þannig vesturevrópskum ríkjum sem viðurkenna sjálfstæði Palestínu úr tveimur í fimm í einu vetfangi. Nú eru liðin tæp 14 ár síðan við, Íslendingar, tilkynntum formlega að við skyldum styðja þrotlausa og blóðuga baráttu palestínsku þjóðarinnar fyrir sjálfstæði sínu eftir að Alþingi samþykkti ályktunina án mótatkvæðis. Svíþjóð gerði slíkt hið sama þremur árum síðar. Það er því miður óhætt að fullyrða að óöldin sem nú ríkir í Palestínu eigi sér engin fordæmi. Kannski sem betur fer, þar sem ástandinu er hægt að líkja við helvíti á jörð. Því segja þau sem best til þekkja að þessi ákvörðun Noregs, Írlands og Spánar sé stærra og þýðingarmeira skref en mörg geri sér grein fyrir. Hörð viðbrögð Ísraelsstjórnar og bakhjarla þeirra í Washington segir líka sitt um mikilvægi málsins. Stuðningur Evrópuríkja skipti öllu máli og stríðið löngu farið að lita nánast öll alþjóðasamskipti. Meira en hundrað þúsund íbúar Palestínu, mest konur og börn, hafa ýmist verið drepin eða særst í árásum Ísraelshers síðustu mánuði. Við fögnum vonandi öll þann 28. maí næstkomandi, þegar fullveldi Palestínu verður fullgilt formlega í löndunum þremur. Og sömuleiðis vonum við líka að enn fleiri ríki geri eins og þau og fylgi fordæmi okkar Íslendinga, því þessu hræðilega stríði verður að ljúka. Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Þóra Árnadóttir Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Vinstri græn Utanríkismál Alþingi Mest lesið Gæti Ísland skráð sig í sögubækurnar? Stella Samúelsdóttir Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hugvekja í raforkuskorti Þrándur Sigurjón Ólafsson Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Leikskólinn – vara á markaði? Kristín Dýrfjörð Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein Skoðun Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Leikskólinn – vara á markaði? Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Hugvekja í raforkuskorti Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Gæti Ísland skráð sig í sögubækurnar? Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvorugt er né hefur verið raunin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar Skoðun Verður verðmætasköpun í öndvegi á nýju kjörtímabili? Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Geturðu gert betur? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Grimmdin á bak við orðið móðursýki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Vaskir grísir og vondar nornir Gunnar Theodór Eggertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Lykill að skilvirkari ríkisfjármálum á Íslandi Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Framsókn í 108 ár! Anton Guðmundsson skrifar Skoðun 27 lundabúðir á Laugaveginum Orri Starrason skrifar Skoðun Jól, hátíð kærleikar og friðar - eða hvað? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Höldum eldsvoðalaus jól Margrét Arnheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stúdentar á milli steins og sleggju Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson skrifar Skoðun Hallalaus fjölmiðlaumfjöllun Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn tolla? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Palestína lýsti yfir sjálfstæði sínu árið 1988. Nú, tæpum 40 árum síðar, hafa 143 ríki viðurkennt sjálfstæði landsins og árið 2011 varð Ísland fyrst ríkja Vestur-Evrópu til að taka það skref. Í gær bárust þau stórmerku og jákvæðu tíðindi frá frændum okkar og frænkum í Noregi þegar þau tilkynntu viðurkenningu landsins á sjálfstæði Palestínu. Spánn og Írland fylgdu fordæminu og fjölgaði þannig vesturevrópskum ríkjum sem viðurkenna sjálfstæði Palestínu úr tveimur í fimm í einu vetfangi. Nú eru liðin tæp 14 ár síðan við, Íslendingar, tilkynntum formlega að við skyldum styðja þrotlausa og blóðuga baráttu palestínsku þjóðarinnar fyrir sjálfstæði sínu eftir að Alþingi samþykkti ályktunina án mótatkvæðis. Svíþjóð gerði slíkt hið sama þremur árum síðar. Það er því miður óhætt að fullyrða að óöldin sem nú ríkir í Palestínu eigi sér engin fordæmi. Kannski sem betur fer, þar sem ástandinu er hægt að líkja við helvíti á jörð. Því segja þau sem best til þekkja að þessi ákvörðun Noregs, Írlands og Spánar sé stærra og þýðingarmeira skref en mörg geri sér grein fyrir. Hörð viðbrögð Ísraelsstjórnar og bakhjarla þeirra í Washington segir líka sitt um mikilvægi málsins. Stuðningur Evrópuríkja skipti öllu máli og stríðið löngu farið að lita nánast öll alþjóðasamskipti. Meira en hundrað þúsund íbúar Palestínu, mest konur og börn, hafa ýmist verið drepin eða særst í árásum Ísraelshers síðustu mánuði. Við fögnum vonandi öll þann 28. maí næstkomandi, þegar fullveldi Palestínu verður fullgilt formlega í löndunum þremur. Og sömuleiðis vonum við líka að enn fleiri ríki geri eins og þau og fylgi fordæmi okkar Íslendinga, því þessu hræðilega stríði verður að ljúka. Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs.
Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar
Skoðun Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson skrifar
Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun