AGS leggur til skattahækkanir Sunna Sæmundsdóttir skrifar 22. maí 2024 11:53 Magnus Saxegaard formaður sendinefndar AGS. vísir/Sigurjón Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn leggur til að stjórnvöld hækki tiltekna skatta og dragi úr aðkomu sinni að kjarasamningum á almennum vinnumarkaði. Ákvarðanir um útgjöld eigi að vera í höndum ríkisstjórnarinnar og Alþingis. Í nýrri úttekt sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins segir að efnahagshorfur séu heilt á litið góðar þrátt fyrir ýmsa áhættuþætti. Aukin eldvirni á Reykjanesskaga gæti til dæmis valdið efnahagslegum skaða og einnig ófyrirséð útgjaldaauking í aðdraganda þingkosninga á næsta ári. Til að ná settum markmiðum í fjármálaáætlun gæti reynst þörf á frekari aðhaldsaðgerðum og leggur sendinefndin til að stjórnvöld íhugi nokkra kosti; Fækki vörum og þjónustu sem eru í neðra þrepi virðisaukaskatts, dragi úr skattastyrkjum og hækki skatt á söluhagnað af fasteignum þar sem fólk býr ekki. Þá segir einnig að stjórnvöld þurfi að grípa til frekari aðgerða eigi að ná markmiðum loftslagsáætlunar Íslands. Íhuga eigi hækkun á kolefnisgjaldi, til dæmis með því að hækka kolefnisskatta í atvinnugreinum með tiltölulega lága skatta á losun. Styttist í að hægt verði að lækka vexti Aðhald peningastefnunnar er sagt hæfilegt til að ná tökum á verðbólgunni en að óbreyttu styttist í að hægt verði að lækka vexti, segir Magnus Saxegaard formaður sendinefndarinnar. „Ég tel að á seinni helmingi ársins gæti verið svigrúm til að lækka vexti en það veltur á þróun verðbólgu á næstu mánuðum,“ segir Magnus en það rýmar við spár greiningaraðila sem hafa reiknað með að vaxtalækkunarferli hefjist í haust. Frá kynningarfundi á aðgerðum ríkisstjórnarinnar í tengslum við undirritun kjarasamninga í vetur.Vísir/Vilhelm Stjórnvöld dragi úr aðkomu að kjarasamningum Nýgerðir kjarasamningar til fjögurra ára eru sagðir stórt skref í rétta átt á íslenskum vinnumarkaði og styðja við efnahagslegan stöðugleika. Framlag stjórnvalda hafi verið nauðsynlegt til að tryggja samkomulagið en með tímanum sé æskilegt að draga úr hlutverki hins opinbera í kjarasamningum. „Það sem við eigum við með því er að það er mikilvægt að ríkisstjórnin og Alþingi ákvarði í hvað peningum er varið. En til að ná því fram þarf að byggja upp traust á milli aðila vinnumarkaðarins og það er ferli sem mun taka einhvern tíma. Ég held að kjarasamningar þessa árs séu mikilvægt skref í þeirri vegferð,“ segir Magnus Saxegaard formaður sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Kjaramál Efnahagsmál Seðlabankinn Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira
Í nýrri úttekt sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins segir að efnahagshorfur séu heilt á litið góðar þrátt fyrir ýmsa áhættuþætti. Aukin eldvirni á Reykjanesskaga gæti til dæmis valdið efnahagslegum skaða og einnig ófyrirséð útgjaldaauking í aðdraganda þingkosninga á næsta ári. Til að ná settum markmiðum í fjármálaáætlun gæti reynst þörf á frekari aðhaldsaðgerðum og leggur sendinefndin til að stjórnvöld íhugi nokkra kosti; Fækki vörum og þjónustu sem eru í neðra þrepi virðisaukaskatts, dragi úr skattastyrkjum og hækki skatt á söluhagnað af fasteignum þar sem fólk býr ekki. Þá segir einnig að stjórnvöld þurfi að grípa til frekari aðgerða eigi að ná markmiðum loftslagsáætlunar Íslands. Íhuga eigi hækkun á kolefnisgjaldi, til dæmis með því að hækka kolefnisskatta í atvinnugreinum með tiltölulega lága skatta á losun. Styttist í að hægt verði að lækka vexti Aðhald peningastefnunnar er sagt hæfilegt til að ná tökum á verðbólgunni en að óbreyttu styttist í að hægt verði að lækka vexti, segir Magnus Saxegaard formaður sendinefndarinnar. „Ég tel að á seinni helmingi ársins gæti verið svigrúm til að lækka vexti en það veltur á þróun verðbólgu á næstu mánuðum,“ segir Magnus en það rýmar við spár greiningaraðila sem hafa reiknað með að vaxtalækkunarferli hefjist í haust. Frá kynningarfundi á aðgerðum ríkisstjórnarinnar í tengslum við undirritun kjarasamninga í vetur.Vísir/Vilhelm Stjórnvöld dragi úr aðkomu að kjarasamningum Nýgerðir kjarasamningar til fjögurra ára eru sagðir stórt skref í rétta átt á íslenskum vinnumarkaði og styðja við efnahagslegan stöðugleika. Framlag stjórnvalda hafi verið nauðsynlegt til að tryggja samkomulagið en með tímanum sé æskilegt að draga úr hlutverki hins opinbera í kjarasamningum. „Það sem við eigum við með því er að það er mikilvægt að ríkisstjórnin og Alþingi ákvarði í hvað peningum er varið. En til að ná því fram þarf að byggja upp traust á milli aðila vinnumarkaðarins og það er ferli sem mun taka einhvern tíma. Ég held að kjarasamningar þessa árs séu mikilvægt skref í þeirri vegferð,“ segir Magnus Saxegaard formaður sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Kjaramál Efnahagsmál Seðlabankinn Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira