Neytendur

Inn­kalla pastaskeiðar úr plasti

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Young Creators in Fukushima - Speciality Italian Cuisine Chef Tomohiro Anzai
EPA

Matvælastofnun varar við notkun á pastaskeiðum úr plasti vegna þess að flæði PAA-efna (e. Primary Aromatic Amines) úr plastinu er yfir mörkum. Ásbjörn Ólafsson ehf., að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur stöðvað sölu og innkallað pastaskeiðarnar frá neytendum.

Frá þessu er greint á vef Matvælastofnunar. Mörk fyrir flæði efna úr matvælasnertiefnum eru í reglugerð Evrópusambandsins nr. 10/2011 um efnivið og hluti úr plasti sem ætlað er að komast í snertingu við matvæli.

Tilkynningin barst til Íslands í gegnum RASFF evrópska hraðviðvörunarkerfið um hættuleg matvæli og fóður. Neytendur sem hafa keypt umrædda vöru eru beðnir um að hætta notkun hennar og skila henni til söluaðila.

Upplýsingar um vöru sem innköllunin einskorðast við

Vörumerki: GastroMax by Orthex

Vöruheiti: Pasta ladle Vörunúmer: Art. no. 6918-1

Svona lítur umrædd plastskeið út.Mast

Strikamerki: 7332462071810

Vandamálið tengist framleiðslulotu sem framleidd var í desember 2024. Hægt er að bera kennsl á þessa lotu með klukkutáknum sem eru staðsett á bakhlið handfangsins:

Neðri klukkan sýnir framleiðslumánuð og á að vísa á „12“ (desember).

Efri klukkan sýnir árið og á að vísa á „24“ (2024).

Heiti og heimilisfang fyrirtækis sem innkallar vöru Ásbjörn Ólafsson ehf., Suðurlandsbraut 26, 108 Reykjavík

Dreifing Hagkaup; Fjarðarkaup; Kaupfélag Skagfirðinga; Skipavík; Kauptún; Bjarnabúð; Verslunin Kassinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×