Ekur 44 kílómetra með ruslið og er ósáttur við sorphirðugjald Lovísa Arnardóttir skrifar 22. maí 2024 06:16 Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu íbúa í Borgarbyggð um að felld verði úr gildi ákvörðun sveitarfélagsins Borgarbyggðar um álagningu gjalds vegna reksturs grenndar- og móttökustöðvar sorps í sveitarfélaginu. Gjaldið er um 32 þúsund krónur. Íbúinn andmælti réttmæti gjaldsins og krafðist þess að það yrði gert ógilt vegna þess að í upphafi árs hafi sveitarfélagið lokað öllum grenndarstöðvum og því sé það ógerningur að rukka fyrir rekstur þeirra. Nú sé aðeins hægt að losa sig við sorp á Sólbakka í Borgarnesi sem sé í um 44 kílómetra fjarlægð frá húsi hans og auk þess sé takmarkaður opnunartími þar. Sveitarfélaginu geti þannig vart verið heimilt að innheimta gjöld fyrir þjónustu sem ekki sé í boði eða aðgengileg. Í svörum sveitarfélagsins er vísað í lög um meðhöndlun úrgangs og samþykkt sveitarfélagsins um sama mál. Þá segir að gjaldskráin sæki stoð í þetta tvennt og að gjaldinu sé skipt í tvennt eftir því hvaða þjónustu hver fær. Annars vegar í almennan rekstur grenndar- og móttökustöðvar og hins vegar í tunnugjald. Afþakkaði tunnur Kærandi hafi afþakkað sorptunnur við húsið en þá sé gert ráð fyrir að hann greiði hitt gjaldið. Þá segir einnig að kostnaður við sorpmál sé mikill hjá sveitarfélaginu og hafi stöðugt farið vaxandi í takt við auknar kröfur um meðhöndlun úrgangs. Á árinu 2023 hafi rekstrarkostnaður við þennan málaflokk verið rúmlega 280 milljónir króna og 227 milljónir króna á árinu 2022. Tekjur sem sveitarfélagið innheimti hafi verið lægri en það, eða 239 milljónir króna á árinu 2023 og 218 milljónir króna á árinu 2022. Því hafi verið talsverður rekstrarhalli af málaflokknum. Slíkar ruslatunnur er að finna í Borgarnesi í Borgarbyggð. Mynd/Borgarbyggð Sé litið til niðurstöðu rekstrarreiknings Borgarbyggðar varðandi þessi mál komi í ljós að sveitarfélagið þurfi að hækka gjaldið sem innheimt sé fyrir þessa þjónustu til að það standi undir þeim kostnaði sem til falli ár hvert. Þá telji sveitarfélagið það ótvírætt að með vísan til framangreinds að fasteignareigendur skuli greiða gjald til sveitarfélagsins fyrir þessa þjónustu og hafnar því beiðni íbúans um að gjaldið verði fellt niður. Sorphirða grunnþjónusta Í niðurstöðu nefndarinnar segir að íbúinn hafi afþakkað tunnur við húsið sitt vegna þess að um er að ræða frístundahúsnæði. Gjaldið fyrir tunnurnar sé hærra en hitt, eða um 41 þúsund, og sveitarfélagið hafi orðið við beiðni íbúans um að falla frá því vegna þess að um væri að ræða frístundahúsnæði. En samkvæmt lögum verði þau samt að tryggja sorphirðu og því megi sveitarfélagið rukka hann um gjald fyrir rekstur móttöku- og grenndarstöðva. „Þegar um svokölluð þjónustugjöld er að ræða gilda ýmis sjónarmið um álagningu þeirra, meðal annars að beint samhengi sé á milli fjárhæðar gjaldsins og þess kostnaðar sem til fellur við það að veita þjónustuna. Fjárhæðin verður einnig að byggjast á traustum útreikningi, en þó hefur verið litið svo á að sé ekki hægt að sérgreina nákvæmlega ákveðna kostnaðarliði, sé heimilt að byggja þá á skynsamlegri áætlun. Sá sem greiðir þjónustugjöld getur hins vegar almennt ekki krafist þess að sá kostnaður sem hlýst af því að veita þjónustuna sé reiknaður nákvæmlega út heldur er heimilt að haga gjaldtöku svo að um sé að ræða jafnaðargjald,“ segir í úrskurði nefndarinnar. Þá er einnig tekið fram að áhersla sé lögð á það í lögum að meðhöndlun sorps sé grunnþjónusta í sveitarfélagi og beri því ríkar skyldur til að tryggja að sú þjónusta sé í föstum skorðum. „Þjónustan er þess eðlis að hún má ekki falla niður þótt einhverjir íbúar nýti sér hana ekki, enda er sveitarfélagi beinlínis skylt að innheimta gjald fyrir meðhöndlun úrgangs.“ Samkvæmt þessu taki gjaldið sem deilt er um mið af áætluðum kostnaði sveitarfélagsins við veitta þjónustu vegna sorphirðu. Gjaldið hafi verið undir raunkostnaði síðustu ár. Kröfu íbúans um að fella niður gjaldið er því hafnað. Sorphirða Borgarbyggð Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Þarf að borga fyrir tunnur sem hann hvorki vildi né fékk Íbúi í Vogum á Vatnsleysuströnd þarf að greiða 51 þúsund krónur vegna sorphirðu við hús hans. Hann hafði um árabil afþakkað sorptunnur og þannig ekki þurft að greiða sorphirðugjald. Þegar nýtt endurvinnslukerfi var innleytt var gjald lagt á hann en þó án þess að hann fengi tunnurnar sem hann vildi ekki. 22. apríl 2024 12:05 „Ég er neyddur til að vera með rándýra tunnu” Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafnaði beiðni íbúa Reykjavíkurborgar um að sorptunnugjöld fyrir blandaðan heimilisúrgang og matarleifar yrðu felld niður. Björn Guðmundsson, efnafræðingur, kvartaði til nefndarinnar eftir að hann fékk rukkun frá borginni fyrir sorptunnugjaldi en hann notar hvoruga tunnuna. 20. apríl 2024 17:05 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Íbúinn andmælti réttmæti gjaldsins og krafðist þess að það yrði gert ógilt vegna þess að í upphafi árs hafi sveitarfélagið lokað öllum grenndarstöðvum og því sé það ógerningur að rukka fyrir rekstur þeirra. Nú sé aðeins hægt að losa sig við sorp á Sólbakka í Borgarnesi sem sé í um 44 kílómetra fjarlægð frá húsi hans og auk þess sé takmarkaður opnunartími þar. Sveitarfélaginu geti þannig vart verið heimilt að innheimta gjöld fyrir þjónustu sem ekki sé í boði eða aðgengileg. Í svörum sveitarfélagsins er vísað í lög um meðhöndlun úrgangs og samþykkt sveitarfélagsins um sama mál. Þá segir að gjaldskráin sæki stoð í þetta tvennt og að gjaldinu sé skipt í tvennt eftir því hvaða þjónustu hver fær. Annars vegar í almennan rekstur grenndar- og móttökustöðvar og hins vegar í tunnugjald. Afþakkaði tunnur Kærandi hafi afþakkað sorptunnur við húsið en þá sé gert ráð fyrir að hann greiði hitt gjaldið. Þá segir einnig að kostnaður við sorpmál sé mikill hjá sveitarfélaginu og hafi stöðugt farið vaxandi í takt við auknar kröfur um meðhöndlun úrgangs. Á árinu 2023 hafi rekstrarkostnaður við þennan málaflokk verið rúmlega 280 milljónir króna og 227 milljónir króna á árinu 2022. Tekjur sem sveitarfélagið innheimti hafi verið lægri en það, eða 239 milljónir króna á árinu 2023 og 218 milljónir króna á árinu 2022. Því hafi verið talsverður rekstrarhalli af málaflokknum. Slíkar ruslatunnur er að finna í Borgarnesi í Borgarbyggð. Mynd/Borgarbyggð Sé litið til niðurstöðu rekstrarreiknings Borgarbyggðar varðandi þessi mál komi í ljós að sveitarfélagið þurfi að hækka gjaldið sem innheimt sé fyrir þessa þjónustu til að það standi undir þeim kostnaði sem til falli ár hvert. Þá telji sveitarfélagið það ótvírætt að með vísan til framangreinds að fasteignareigendur skuli greiða gjald til sveitarfélagsins fyrir þessa þjónustu og hafnar því beiðni íbúans um að gjaldið verði fellt niður. Sorphirða grunnþjónusta Í niðurstöðu nefndarinnar segir að íbúinn hafi afþakkað tunnur við húsið sitt vegna þess að um er að ræða frístundahúsnæði. Gjaldið fyrir tunnurnar sé hærra en hitt, eða um 41 þúsund, og sveitarfélagið hafi orðið við beiðni íbúans um að falla frá því vegna þess að um væri að ræða frístundahúsnæði. En samkvæmt lögum verði þau samt að tryggja sorphirðu og því megi sveitarfélagið rukka hann um gjald fyrir rekstur móttöku- og grenndarstöðva. „Þegar um svokölluð þjónustugjöld er að ræða gilda ýmis sjónarmið um álagningu þeirra, meðal annars að beint samhengi sé á milli fjárhæðar gjaldsins og þess kostnaðar sem til fellur við það að veita þjónustuna. Fjárhæðin verður einnig að byggjast á traustum útreikningi, en þó hefur verið litið svo á að sé ekki hægt að sérgreina nákvæmlega ákveðna kostnaðarliði, sé heimilt að byggja þá á skynsamlegri áætlun. Sá sem greiðir þjónustugjöld getur hins vegar almennt ekki krafist þess að sá kostnaður sem hlýst af því að veita þjónustuna sé reiknaður nákvæmlega út heldur er heimilt að haga gjaldtöku svo að um sé að ræða jafnaðargjald,“ segir í úrskurði nefndarinnar. Þá er einnig tekið fram að áhersla sé lögð á það í lögum að meðhöndlun sorps sé grunnþjónusta í sveitarfélagi og beri því ríkar skyldur til að tryggja að sú þjónusta sé í föstum skorðum. „Þjónustan er þess eðlis að hún má ekki falla niður þótt einhverjir íbúar nýti sér hana ekki, enda er sveitarfélagi beinlínis skylt að innheimta gjald fyrir meðhöndlun úrgangs.“ Samkvæmt þessu taki gjaldið sem deilt er um mið af áætluðum kostnaði sveitarfélagsins við veitta þjónustu vegna sorphirðu. Gjaldið hafi verið undir raunkostnaði síðustu ár. Kröfu íbúans um að fella niður gjaldið er því hafnað.
Sorphirða Borgarbyggð Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Þarf að borga fyrir tunnur sem hann hvorki vildi né fékk Íbúi í Vogum á Vatnsleysuströnd þarf að greiða 51 þúsund krónur vegna sorphirðu við hús hans. Hann hafði um árabil afþakkað sorptunnur og þannig ekki þurft að greiða sorphirðugjald. Þegar nýtt endurvinnslukerfi var innleytt var gjald lagt á hann en þó án þess að hann fengi tunnurnar sem hann vildi ekki. 22. apríl 2024 12:05 „Ég er neyddur til að vera með rándýra tunnu” Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafnaði beiðni íbúa Reykjavíkurborgar um að sorptunnugjöld fyrir blandaðan heimilisúrgang og matarleifar yrðu felld niður. Björn Guðmundsson, efnafræðingur, kvartaði til nefndarinnar eftir að hann fékk rukkun frá borginni fyrir sorptunnugjaldi en hann notar hvoruga tunnuna. 20. apríl 2024 17:05 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Þarf að borga fyrir tunnur sem hann hvorki vildi né fékk Íbúi í Vogum á Vatnsleysuströnd þarf að greiða 51 þúsund krónur vegna sorphirðu við hús hans. Hann hafði um árabil afþakkað sorptunnur og þannig ekki þurft að greiða sorphirðugjald. Þegar nýtt endurvinnslukerfi var innleytt var gjald lagt á hann en þó án þess að hann fengi tunnurnar sem hann vildi ekki. 22. apríl 2024 12:05
„Ég er neyddur til að vera með rándýra tunnu” Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafnaði beiðni íbúa Reykjavíkurborgar um að sorptunnugjöld fyrir blandaðan heimilisúrgang og matarleifar yrðu felld niður. Björn Guðmundsson, efnafræðingur, kvartaði til nefndarinnar eftir að hann fékk rukkun frá borginni fyrir sorptunnugjaldi en hann notar hvoruga tunnuna. 20. apríl 2024 17:05