Skautadrottningin Katrín Jakobsdóttir Einar Steingrímsson skrifar 21. maí 2024 11:01 Það er algeng skoðun (sem ég deili ekki, enda er hún fáránleg tálsýn) að forseti Íslands eigi að vera „sameiningartákn þjóðarinnar“, þjóðar sem er klofin í tvennt á ýmsan hátt, þar sem sorglegasti klofningurinn, og skammarlegasti fyrir jafn ríkt samfélag og Ísland, er munurinn milli þeirra sem minnstar tekjur hafa og flestra hinna. Fólksins sem vinnur mörg mikilvægustu störfin í samfélaginu, fær skítalaun fyrir og þarf að berjast á "frjálsum" leigumarkaði þar sem leiga fyrir pínulitla íbúð kostar yfir 70% af nettólaunum hinna lægstlaunuðu. Þessi skammarlegi klofningur þjóðarinnar — í þau sem hafa það nokkuð gott eða mjög fínt og hin sem strita myrkranna á milli til að búa til þetta góða samfélag fyrir okkur hin — er eitt af því sem flokka mætti sem skautun, því þetta skiptir þjóðinni í tvo ólíka hópa, sem búa við gerólík kjör. Það er samt annars konar klofningur sem er mest áberandi í umræðunni um skautun, nefnilega tvískipting í áberandi hópa sem takast harkalega á í deilumálum sem eru ofarlega á baugi í samfélaginu. Og það er væntanlega það sem Katrín Jakobsdóttir á við þegar hún talar um að hún vilji, sem forseti, vinna gegn skautun: "Það eru tímar mikilla breytinga og við stöndum frammi fyrir nýjum áskorunum sem geta reynt á samheldni okkar. Í þessum aðstæðum er hlutverk forseta að byggja brýr á milli ólíkra skoðana og vinna gegn skautun til að verja þau grunngildi sem við byggjum íslenskt samfélag á; lýðræði, mannréttindi og réttarríkið." Katrín vill auðvitað ekki tala um efnahagslegu skautunina sem minnst er á hér í upphafi, enda ber hún augljóslega mikla ábyrgð á henni, hafandi verið forsætisráðherra í meira en sex og hálft ár, á tíma þegar efnahagur landsins stóð í miklum blóma (þrátt fyrir tímabil faraldursins), tíma þegar þjóðartekjur voru svo gríðarlegar að tækifærið hefði verið frábært til að bæta hag hinna lægstlaunuðu, sem flokkur Katrínar hefur alla tíð þóst berjast fyrir. Í staðinn hefur hagur þeirra farið síversnandi, vegna mikillar verðbólgu og þess sturlaða leiguverðs sem efnahagslegur uppgangur hefur haft í för með sér. En það er ekki síður kaldhæðnislegt, svo maður segi ekki sóðalegt, af Katrínu, að tala um sjálfa sig sem komandi "afskautara" hinna hatrömmu afla sem takast á í samfélagsumræðunni. Í fyrsta lagi byggist sú skautun ekki síst á því að Katrín hefur blygðunarlaust leitt til valda fulltrúa þeirra auðvaldsafla sem eru eigendur Sjálfstæðisflokksins, gegn hagsmunum yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar. Þar er ekki bara um að ræða beina efnahagslega hagsmuni, heldur líka að verja ofurvald sömu afla á öllu ríkisvaldinu, meðal annars með því að koma í veg fyrir þær breytingar á stjórnarskránni sem yfirgnæfandi meirihluti kjósenda hefur viljað fá í áratugi. Í öðru lagi er ljóst að það er Katrín, og engin önnur manneskja, sem hefur skautað kosningabaráttuna um forsetaembættið. Fylgi Katrínar hefur verið mjög stöðugt í margar vikur, á meðan fylgi annarra frambjóðenda hefur sveiflast talsvert. Það sem er hins vegar mest sláandi við þær kannanir sem gerðar hafa verið er að þegar spurt er hvaða frambjóðanda kjósendur vilji helst ef fyrsta val þeirra nær ekki kjöri, þá er Katrín alltaf neðarlega á blaði. Ef kjósendur fengju að raða frambjóðendum, og sá yrði kjörinn sem meirihluti vildi frekar en nokkurt hinna, þá er ljóst að Katrín ætti engan séns. Af því Katrín "skautar" kjósendur, skiptir þeim í tvo hópa, þann minnihluta sem vill Katrínu, og þann meirihluta sem vill umfram allt ekki Katrínu, óháð því hvaða frambjóðanda viðkomandi vilja helst sjá sem forseta. Ef Katrín vill í raun og veru vinna gegn skautun í íslensku samfélagi þá myndi hún best gera það með því að draga framboð sitt tilbaka, og draga sig í hlé. Höfundur er ekkert sérstakt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Sjá meira
Það er algeng skoðun (sem ég deili ekki, enda er hún fáránleg tálsýn) að forseti Íslands eigi að vera „sameiningartákn þjóðarinnar“, þjóðar sem er klofin í tvennt á ýmsan hátt, þar sem sorglegasti klofningurinn, og skammarlegasti fyrir jafn ríkt samfélag og Ísland, er munurinn milli þeirra sem minnstar tekjur hafa og flestra hinna. Fólksins sem vinnur mörg mikilvægustu störfin í samfélaginu, fær skítalaun fyrir og þarf að berjast á "frjálsum" leigumarkaði þar sem leiga fyrir pínulitla íbúð kostar yfir 70% af nettólaunum hinna lægstlaunuðu. Þessi skammarlegi klofningur þjóðarinnar — í þau sem hafa það nokkuð gott eða mjög fínt og hin sem strita myrkranna á milli til að búa til þetta góða samfélag fyrir okkur hin — er eitt af því sem flokka mætti sem skautun, því þetta skiptir þjóðinni í tvo ólíka hópa, sem búa við gerólík kjör. Það er samt annars konar klofningur sem er mest áberandi í umræðunni um skautun, nefnilega tvískipting í áberandi hópa sem takast harkalega á í deilumálum sem eru ofarlega á baugi í samfélaginu. Og það er væntanlega það sem Katrín Jakobsdóttir á við þegar hún talar um að hún vilji, sem forseti, vinna gegn skautun: "Það eru tímar mikilla breytinga og við stöndum frammi fyrir nýjum áskorunum sem geta reynt á samheldni okkar. Í þessum aðstæðum er hlutverk forseta að byggja brýr á milli ólíkra skoðana og vinna gegn skautun til að verja þau grunngildi sem við byggjum íslenskt samfélag á; lýðræði, mannréttindi og réttarríkið." Katrín vill auðvitað ekki tala um efnahagslegu skautunina sem minnst er á hér í upphafi, enda ber hún augljóslega mikla ábyrgð á henni, hafandi verið forsætisráðherra í meira en sex og hálft ár, á tíma þegar efnahagur landsins stóð í miklum blóma (þrátt fyrir tímabil faraldursins), tíma þegar þjóðartekjur voru svo gríðarlegar að tækifærið hefði verið frábært til að bæta hag hinna lægstlaunuðu, sem flokkur Katrínar hefur alla tíð þóst berjast fyrir. Í staðinn hefur hagur þeirra farið síversnandi, vegna mikillar verðbólgu og þess sturlaða leiguverðs sem efnahagslegur uppgangur hefur haft í för með sér. En það er ekki síður kaldhæðnislegt, svo maður segi ekki sóðalegt, af Katrínu, að tala um sjálfa sig sem komandi "afskautara" hinna hatrömmu afla sem takast á í samfélagsumræðunni. Í fyrsta lagi byggist sú skautun ekki síst á því að Katrín hefur blygðunarlaust leitt til valda fulltrúa þeirra auðvaldsafla sem eru eigendur Sjálfstæðisflokksins, gegn hagsmunum yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar. Þar er ekki bara um að ræða beina efnahagslega hagsmuni, heldur líka að verja ofurvald sömu afla á öllu ríkisvaldinu, meðal annars með því að koma í veg fyrir þær breytingar á stjórnarskránni sem yfirgnæfandi meirihluti kjósenda hefur viljað fá í áratugi. Í öðru lagi er ljóst að það er Katrín, og engin önnur manneskja, sem hefur skautað kosningabaráttuna um forsetaembættið. Fylgi Katrínar hefur verið mjög stöðugt í margar vikur, á meðan fylgi annarra frambjóðenda hefur sveiflast talsvert. Það sem er hins vegar mest sláandi við þær kannanir sem gerðar hafa verið er að þegar spurt er hvaða frambjóðanda kjósendur vilji helst ef fyrsta val þeirra nær ekki kjöri, þá er Katrín alltaf neðarlega á blaði. Ef kjósendur fengju að raða frambjóðendum, og sá yrði kjörinn sem meirihluti vildi frekar en nokkurt hinna, þá er ljóst að Katrín ætti engan séns. Af því Katrín "skautar" kjósendur, skiptir þeim í tvo hópa, þann minnihluta sem vill Katrínu, og þann meirihluta sem vill umfram allt ekki Katrínu, óháð því hvaða frambjóðanda viðkomandi vilja helst sjá sem forseta. Ef Katrín vill í raun og veru vinna gegn skautun í íslensku samfélagi þá myndi hún best gera það með því að draga framboð sitt tilbaka, og draga sig í hlé. Höfundur er ekkert sérstakt.
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar