Fararheill til Bessastaða Ynda Eldborg skrifar 21. maí 2024 00:00 Þegar horft er yfir feril Katrínar Jakobsdóttur og ríkisstjórna sem hún hefur leitt undanfarin ár blasir við einstök afrekaskrá þegar kemur að stuðningi við hinsegin fólk. Miðað við þá flokka sem hún hefur unnið með, sögu þeirra og ýmissa fylgjenda þeirra, þá var það ekki sjálfgefið að svo margar og mikilvægar réttarbætur til hagsbóta fyrir hinsegin fólk litu dagsins ljós eins og raun ber vitni. Hvað þá að þingfólk ólíkra flokka á pólitíska litrófinu léti sjá sig á hátíðarstundum Samtakanna ´78. Það eitt er sérstakt fagnaðarefni. Stuðingur Katrínar við réttindabaráttu hinsegin fólks er ekki bara einstakur þegar litið er til Íslands heldur til Evrópu og heimsins alls eins og nýjasta úttekt ILGA á stöðu réttindamála hinsegin fólks sýnir, en þar er Ísalnd stokkið uppí 2. sæti með 83,01 stig næst á eftir Möltu sem er með 87.83 stig. Allar þessar framfarir í réttindum hinsegin fólks hafa orðið þrátt fyrir bakslag og hatursáróður síðustu ára. Að leiðtogi ríkisstjórnar skuli með svo afgerandi hætti sem raun ber vitni standa með LGBTQI2S+ fólki án þess að hvika er ekki bara saga til nærliggjandi landa heldur líka til næstu sólkerfa. Stuðningur Katrínar Jakobsdóttur sýnir svo ekki verður um villst að sókn er besta vörnin. Þetta uppbyggilega flæði milli ríkisstjórna Katrínar, hinsegin samfélagsins og Samtakanna ´78 hefur blásið öllum hlutaðeigandi baráttuanda í brjóst og leitt til upplýsts samtals milli hinsegin samfélagsins, almennings og valdastofnanna á Íslandi. Þess er skemmst að minnast að um áramótin 2023/24 gengu í gildi lög sem banna bælingameðferðir á öllu hinsegin fólki hér á landi. Þessi lög hafa burði til þess að gera Ísland að fyrirmynd þjóða þar sem hinsegin fólk hefur háð hetjulega baráttu til að losna við slíkt ofbeldi sem venjulega er rekið af trúarlegum, pólitískum og hugmyndafræðilegum ofbeldissveitum. Einnig hafa lög um kynrænt sjálfræði frá árinu 2019 leitt til mikilla réttarbóta fyrir trans og intersex fólk sem nú eiga hægara með að breyta nafni og kynskráningu en áður. Einnig hefur réttarstaða hinsegin fólks verið stór-bætt með viðbótum við 70. gr almennra hegningarlaga varðandi kynhneigð, kynvitund og kyneinkenni. Allt þetta á þátt í því að verja hinsegin fólk fyrir hatursorðræðu og glæpum ofbeldisfólks. Þessar réttarbætur hefðu aldrei litið dagsins ljós án stuðnings Katrínar Jakobsdóttur og samstarfsfólks hennar í ríkisstjórnum og á Alþingi. Að auki er vert að fagna þeim framförum sem nú hafa orðið með því að ráða lækni að Transteyminu sem sinnir fullorðnu trans fólki auk teymisstjóra og félagsráðgjafa til viðbótar við sálfræðing og fleiri sérfræðinga. Starfsemi teymisins er loksins komin í fastar skorður. Það var stór stund og tilfinningaþrungin að sitja á þingpöllum vorið 2019 Þegar Katrín mælti fyrir frumvarpi um kynrænt sjálfræði. Aldrei, hvorki fyrr né síðar hef ég verið þakklátari fyrir samþykkt laga á Alþingi. (Sjá hlekk: https://www.althingi.is/altext/upptokur/lidur/?lidur=lid20190401T183641) Til að undirstrika enn frekar mikilvægi stuðnings Katrínar við hinsegin samfélagið vil ég árétta að frá 2017 hafa eftirfarandi lög verið samþykkt: Lög um kynrænt sjálfræði (2019 og 2020) Lög um jafna meðferð á vinnumarkaði Lög um jafna meðferð utan vinnumarkaðar Lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna Breyting á almennum hegningarlögum, 70. gr þar sem bætt var við hinseginbreytum Breyting á barnalögum til að veita fólki með hlutlausa kynskráningu viðurkenningu Auk þessa hefur verið gerður fjöldi breytinga á öðrum lögum ásamt reglugerðarbreytingum vegna kynræns sjálfræðis o.fl. atriða. Öll þessi framfaraskref hafa verið stigin af festu og öryggi af Katrínu og samstarfsfólki hennar og hvergi gefið eftir. Þetta þarf hinsegin samfélagið og stuðningsfólk þeirra að muna þegar við veljum okkur forseta 1. júní næstkomandi. Af ofangreindum ástæðum er Katrín Jakobsdóttir minn forseti og ég veit að hún mun halda áfram að styðja hinsegin samfélagið með ráðum og dáð. Ynda Eldborg er stuðningskona Katrínar Jakobsdóttur til embættis forseta Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Almenningssamgöngur barna og ungmenna Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Hversdagslega streitan Sveinbjörg Júlía Svavarsdóttir og Erna Stefánsdóttir Skoðanir Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Katrín eða Bjarni Svandís Svavarsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þegar horft er yfir feril Katrínar Jakobsdóttur og ríkisstjórna sem hún hefur leitt undanfarin ár blasir við einstök afrekaskrá þegar kemur að stuðningi við hinsegin fólk. Miðað við þá flokka sem hún hefur unnið með, sögu þeirra og ýmissa fylgjenda þeirra, þá var það ekki sjálfgefið að svo margar og mikilvægar réttarbætur til hagsbóta fyrir hinsegin fólk litu dagsins ljós eins og raun ber vitni. Hvað þá að þingfólk ólíkra flokka á pólitíska litrófinu léti sjá sig á hátíðarstundum Samtakanna ´78. Það eitt er sérstakt fagnaðarefni. Stuðingur Katrínar við réttindabaráttu hinsegin fólks er ekki bara einstakur þegar litið er til Íslands heldur til Evrópu og heimsins alls eins og nýjasta úttekt ILGA á stöðu réttindamála hinsegin fólks sýnir, en þar er Ísalnd stokkið uppí 2. sæti með 83,01 stig næst á eftir Möltu sem er með 87.83 stig. Allar þessar framfarir í réttindum hinsegin fólks hafa orðið þrátt fyrir bakslag og hatursáróður síðustu ára. Að leiðtogi ríkisstjórnar skuli með svo afgerandi hætti sem raun ber vitni standa með LGBTQI2S+ fólki án þess að hvika er ekki bara saga til nærliggjandi landa heldur líka til næstu sólkerfa. Stuðningur Katrínar Jakobsdóttur sýnir svo ekki verður um villst að sókn er besta vörnin. Þetta uppbyggilega flæði milli ríkisstjórna Katrínar, hinsegin samfélagsins og Samtakanna ´78 hefur blásið öllum hlutaðeigandi baráttuanda í brjóst og leitt til upplýsts samtals milli hinsegin samfélagsins, almennings og valdastofnanna á Íslandi. Þess er skemmst að minnast að um áramótin 2023/24 gengu í gildi lög sem banna bælingameðferðir á öllu hinsegin fólki hér á landi. Þessi lög hafa burði til þess að gera Ísland að fyrirmynd þjóða þar sem hinsegin fólk hefur háð hetjulega baráttu til að losna við slíkt ofbeldi sem venjulega er rekið af trúarlegum, pólitískum og hugmyndafræðilegum ofbeldissveitum. Einnig hafa lög um kynrænt sjálfræði frá árinu 2019 leitt til mikilla réttarbóta fyrir trans og intersex fólk sem nú eiga hægara með að breyta nafni og kynskráningu en áður. Einnig hefur réttarstaða hinsegin fólks verið stór-bætt með viðbótum við 70. gr almennra hegningarlaga varðandi kynhneigð, kynvitund og kyneinkenni. Allt þetta á þátt í því að verja hinsegin fólk fyrir hatursorðræðu og glæpum ofbeldisfólks. Þessar réttarbætur hefðu aldrei litið dagsins ljós án stuðnings Katrínar Jakobsdóttur og samstarfsfólks hennar í ríkisstjórnum og á Alþingi. Að auki er vert að fagna þeim framförum sem nú hafa orðið með því að ráða lækni að Transteyminu sem sinnir fullorðnu trans fólki auk teymisstjóra og félagsráðgjafa til viðbótar við sálfræðing og fleiri sérfræðinga. Starfsemi teymisins er loksins komin í fastar skorður. Það var stór stund og tilfinningaþrungin að sitja á þingpöllum vorið 2019 Þegar Katrín mælti fyrir frumvarpi um kynrænt sjálfræði. Aldrei, hvorki fyrr né síðar hef ég verið þakklátari fyrir samþykkt laga á Alþingi. (Sjá hlekk: https://www.althingi.is/altext/upptokur/lidur/?lidur=lid20190401T183641) Til að undirstrika enn frekar mikilvægi stuðnings Katrínar við hinsegin samfélagið vil ég árétta að frá 2017 hafa eftirfarandi lög verið samþykkt: Lög um kynrænt sjálfræði (2019 og 2020) Lög um jafna meðferð á vinnumarkaði Lög um jafna meðferð utan vinnumarkaðar Lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna Breyting á almennum hegningarlögum, 70. gr þar sem bætt var við hinseginbreytum Breyting á barnalögum til að veita fólki með hlutlausa kynskráningu viðurkenningu Auk þessa hefur verið gerður fjöldi breytinga á öðrum lögum ásamt reglugerðarbreytingum vegna kynræns sjálfræðis o.fl. atriða. Öll þessi framfaraskref hafa verið stigin af festu og öryggi af Katrínu og samstarfsfólki hennar og hvergi gefið eftir. Þetta þarf hinsegin samfélagið og stuðningsfólk þeirra að muna þegar við veljum okkur forseta 1. júní næstkomandi. Af ofangreindum ástæðum er Katrín Jakobsdóttir minn forseti og ég veit að hún mun halda áfram að styðja hinsegin samfélagið með ráðum og dáð. Ynda Eldborg er stuðningskona Katrínar Jakobsdóttur til embættis forseta Íslands
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar