Halla Hrund eða Katrín? Reynir Böðvarsson skrifar 19. maí 2024 11:01 Það er orðið nokkuð ljóst að þær eru tvær sem koma til með að berjast um embætti forseta Íslands. Því miður er Steinunn Ólína úr leiknum og ég held að bæði Baldur og Halla Tómasdóttir hafi ekki heldur mikla möguleika á að ná miklu meira fylgi. Baldur hefur að sjálfsögðu mikið fylgi hæfur sem hann er en ég held að stór hluti þjóðarinnar eigi erfitt með að sætta sig við sögu hans hvað varðar hernaðar og varnarmál. Hann er augljóslega stuðningsmaður stefnu stjórnvalda undanfarin ár hvað varðar aukna þátttöku Íslands í Nato sem er náttúrulega hernaðarbandalag. Halla Tómasdóttir er auðvitað frambærilegur kandídat sem margir hrífast að, hún hefur aukið fylgi sitt markvert síðustu vikur, en hún á sér mögulegt fylgi aðeins meðal þess hluta þjóðarinnar sem sætta sig við hugmyndir Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar þegar kemur að þjóðfélagsgerðinni. Nýfrjálshyggjan og einstaklingshyggja sett framar samstöðu og samvinnu þótt mikilvægi samstöðu sé allavega í orði hampað. Ég held að bæði Baldur og Halla Tómasdóttir hafi nálgast maximum í skoðunarkönnunum og geti ekki fengið kosningaúrslit langt yfir því sem sést þar. Því eru þær tvær eftir að mínu mati sem hafa raunverulega möguleika á að vinna þessar kosningar, Halla Hrund Logadóttir og Katrín Jakobsdóttir. Það kæmi mér á óvart ef önnurhvor þeirra yrði ekki kosin sem forseti lýðveldisins. Það er náttúrulega einstakt að hafa tvo svona frambærilega kandídata að velja á milli. Manni verður hugsað til BNA og forsetakosninganna þar. Donald Trump og Biden. Af einhverjum ástæðum hefur þeim ekki tekist að kjósa til dæmis Bernie Sanders í það embætti, að mínu mati frambærilegasta kandídat þar. Við höfum nú í okkar forsetakosningum frábæra kandídata að velja á milli og þá kemur að okkur að velja. Er það bakgrunnur þeirra, starfsferill eða persónuleiki sem við leggjum áherslu á eða bara eitthvað allt annað. Ég veit ekki hvað ykkur finnst, ég mundi sætta mig vel við báða þessa kandidata, Höllu Hrund og Katrínu. Ég hef auðvitað eins og margir fyrrum kjósenda VG verið vonsvikin yfir því að Katrín og VG fóru í samstarf með Sjálfstæðisflokknum. Ég tel einfaldlega Sjálfstæðisflokkinn ekki stjórnhæfann vegna spillingar. þrátt fyrir þetta tel ég Katrínu mjög hæfa sem húsbóndi á Bessastöðum og auðvitað mundi hún vera okkur til sóma á erlendri grundu eins og hingað til. Það sem gerir að ég vill Höllu Hrund á Bessastaði er fremst hennar persónuleiki og einnig hennar augljósi vilji að vinna að almannahag og sjálfbærni í nýtingu auðlinda. Hún hefur sýnt það í verki sem orkumálastjóri og verið óhrædd við að fara jafnvel í þeim málum gegn vilja ráðherra málaflokksins. Þetta er held ég sjaldgæft og sýnir að hún hefur bein í nefinu og lætur ekki að stjórn. Ég held þó að hún muni láta að stjórn þjóðarviljans kæmi til klofnings á milli hans og þings og eða ríkisstjórnar. Halla Hrund er einfaldlega með svo sterka sjálfsmeðvitund og réttlætiskennd að hún kemur til með að þora ef aðstæður krefja. Sem betur fer kemur líklega ekki til þessa og þá er yfirlýstur vilji hennar til þess að sameina fólk í verkefnum út um allt land og á ýmsum sviðum sem sannarlega er trúverðugt þegar maður horfir á starfsferil hennar, bæði innanlands og utan. Ég tel einnig ómældar kost liggja í því að hún hafi búið og starfað erlendis í mörg ár og vakið eftirtekt fyrir störf sín á alþjóða vettvangi. Höfundur er jarðskjálftafræðingur á eftirlaunum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Það er orðið nokkuð ljóst að þær eru tvær sem koma til með að berjast um embætti forseta Íslands. Því miður er Steinunn Ólína úr leiknum og ég held að bæði Baldur og Halla Tómasdóttir hafi ekki heldur mikla möguleika á að ná miklu meira fylgi. Baldur hefur að sjálfsögðu mikið fylgi hæfur sem hann er en ég held að stór hluti þjóðarinnar eigi erfitt með að sætta sig við sögu hans hvað varðar hernaðar og varnarmál. Hann er augljóslega stuðningsmaður stefnu stjórnvalda undanfarin ár hvað varðar aukna þátttöku Íslands í Nato sem er náttúrulega hernaðarbandalag. Halla Tómasdóttir er auðvitað frambærilegur kandídat sem margir hrífast að, hún hefur aukið fylgi sitt markvert síðustu vikur, en hún á sér mögulegt fylgi aðeins meðal þess hluta þjóðarinnar sem sætta sig við hugmyndir Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar þegar kemur að þjóðfélagsgerðinni. Nýfrjálshyggjan og einstaklingshyggja sett framar samstöðu og samvinnu þótt mikilvægi samstöðu sé allavega í orði hampað. Ég held að bæði Baldur og Halla Tómasdóttir hafi nálgast maximum í skoðunarkönnunum og geti ekki fengið kosningaúrslit langt yfir því sem sést þar. Því eru þær tvær eftir að mínu mati sem hafa raunverulega möguleika á að vinna þessar kosningar, Halla Hrund Logadóttir og Katrín Jakobsdóttir. Það kæmi mér á óvart ef önnurhvor þeirra yrði ekki kosin sem forseti lýðveldisins. Það er náttúrulega einstakt að hafa tvo svona frambærilega kandídata að velja á milli. Manni verður hugsað til BNA og forsetakosninganna þar. Donald Trump og Biden. Af einhverjum ástæðum hefur þeim ekki tekist að kjósa til dæmis Bernie Sanders í það embætti, að mínu mati frambærilegasta kandídat þar. Við höfum nú í okkar forsetakosningum frábæra kandídata að velja á milli og þá kemur að okkur að velja. Er það bakgrunnur þeirra, starfsferill eða persónuleiki sem við leggjum áherslu á eða bara eitthvað allt annað. Ég veit ekki hvað ykkur finnst, ég mundi sætta mig vel við báða þessa kandidata, Höllu Hrund og Katrínu. Ég hef auðvitað eins og margir fyrrum kjósenda VG verið vonsvikin yfir því að Katrín og VG fóru í samstarf með Sjálfstæðisflokknum. Ég tel einfaldlega Sjálfstæðisflokkinn ekki stjórnhæfann vegna spillingar. þrátt fyrir þetta tel ég Katrínu mjög hæfa sem húsbóndi á Bessastöðum og auðvitað mundi hún vera okkur til sóma á erlendri grundu eins og hingað til. Það sem gerir að ég vill Höllu Hrund á Bessastaði er fremst hennar persónuleiki og einnig hennar augljósi vilji að vinna að almannahag og sjálfbærni í nýtingu auðlinda. Hún hefur sýnt það í verki sem orkumálastjóri og verið óhrædd við að fara jafnvel í þeim málum gegn vilja ráðherra málaflokksins. Þetta er held ég sjaldgæft og sýnir að hún hefur bein í nefinu og lætur ekki að stjórn. Ég held þó að hún muni láta að stjórn þjóðarviljans kæmi til klofnings á milli hans og þings og eða ríkisstjórnar. Halla Hrund er einfaldlega með svo sterka sjálfsmeðvitund og réttlætiskennd að hún kemur til með að þora ef aðstæður krefja. Sem betur fer kemur líklega ekki til þessa og þá er yfirlýstur vilji hennar til þess að sameina fólk í verkefnum út um allt land og á ýmsum sviðum sem sannarlega er trúverðugt þegar maður horfir á starfsferil hennar, bæði innanlands og utan. Ég tel einnig ómældar kost liggja í því að hún hafi búið og starfað erlendis í mörg ár og vakið eftirtekt fyrir störf sín á alþjóða vettvangi. Höfundur er jarðskjálftafræðingur á eftirlaunum
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun