Neyðarástandi lýst yfir á Nýju-Kaledóníu eftir miklar óeirðir Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. maí 2024 11:07 Herflugvél frá Frakklandi kemur inn til lendingar á öðrum flugvellinum á Nýju-Kaledóníu. AP/Cedric Jacquot Neyðarástandi var lýst yfir á Nýju-Kaledóníu í gær en hundruð franskra lögreglumanna er á leið til eyjaklasans eftir miklar óeirðir þar sem fjórir hafa látið lífið og fjöldi slasast. Nýja-Kaledónía er sjálfstjórnarsvæði sem heyrir undir Frakkland. Óeirðirnar brutust út eftir að franska þingið samþykkti í vikunni að heimila Frökkum sem eru ekki frá Nýju-Kaledóníu en hafa búið þar í tíu ár rétt til að kjósa í héraðskosningum. Leiðtogar á eyjunum segja lagabreytinguna munu verða til þess að grafa undan atkvæðaþunga innfæddra. Vopnaðar sveitir standa nú vörð við báða flugvelli og höfn Nýju-Kaledóníu. Talið er að um 5.000 manns hafi tekið þátt í óeirðunum, þar af á milli þrjú og fjögur þúsund í höfuðborginni Noumeu. Þrír innfæddir hafa látist í óeirðunum og þá var lögreglumaður skotinn til bana. Tvö hundruð hafa verið handteknir og 64 her- og lögreglumenn særst. Æðsti embættismaður Frakklands í Nýju-Kaledóníu, Louis Le Franc, segir að vegatálmar sem mótmælendur hafa komið upp hafa skapað neyðarástand þar sem matur og lyf komast ekki til íbúa. Eignir hafa verið eyðilagðar og þá hefur verið brotist inn í fjölda fyrirtækja. Yfirlýst neyðarástand gerir staðaryfirvöldum kleift að banna fjöldasamkomur og hamla för fólks um eyjarnar. Le Franc hefur hvatt skipuleggjendur mótmælanna, CCAT, til að láta af aðgerðum en sakar samtökin á sama tíma um að samanstanda af þrjótum sem eigi ekkert sameiginlegt með öðrum sjálfstæðissinnum. Ástralir hafa verið hvattir til að halda sig frá eyjunum, sem liggja um það bil 1.500 km austur af Ástralíu. Frakkland Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent Fleiri fréttir Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Sjá meira
Nýja-Kaledónía er sjálfstjórnarsvæði sem heyrir undir Frakkland. Óeirðirnar brutust út eftir að franska þingið samþykkti í vikunni að heimila Frökkum sem eru ekki frá Nýju-Kaledóníu en hafa búið þar í tíu ár rétt til að kjósa í héraðskosningum. Leiðtogar á eyjunum segja lagabreytinguna munu verða til þess að grafa undan atkvæðaþunga innfæddra. Vopnaðar sveitir standa nú vörð við báða flugvelli og höfn Nýju-Kaledóníu. Talið er að um 5.000 manns hafi tekið þátt í óeirðunum, þar af á milli þrjú og fjögur þúsund í höfuðborginni Noumeu. Þrír innfæddir hafa látist í óeirðunum og þá var lögreglumaður skotinn til bana. Tvö hundruð hafa verið handteknir og 64 her- og lögreglumenn særst. Æðsti embættismaður Frakklands í Nýju-Kaledóníu, Louis Le Franc, segir að vegatálmar sem mótmælendur hafa komið upp hafa skapað neyðarástand þar sem matur og lyf komast ekki til íbúa. Eignir hafa verið eyðilagðar og þá hefur verið brotist inn í fjölda fyrirtækja. Yfirlýst neyðarástand gerir staðaryfirvöldum kleift að banna fjöldasamkomur og hamla för fólks um eyjarnar. Le Franc hefur hvatt skipuleggjendur mótmælanna, CCAT, til að láta af aðgerðum en sakar samtökin á sama tíma um að samanstanda af þrjótum sem eigi ekkert sameiginlegt með öðrum sjálfstæðissinnum. Ástralir hafa verið hvattir til að halda sig frá eyjunum, sem liggja um það bil 1.500 km austur af Ástralíu.
Frakkland Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent Fleiri fréttir Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Sjá meira