Neyðarástandi lýst yfir á Nýju-Kaledóníu eftir miklar óeirðir Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. maí 2024 11:07 Herflugvél frá Frakklandi kemur inn til lendingar á öðrum flugvellinum á Nýju-Kaledóníu. AP/Cedric Jacquot Neyðarástandi var lýst yfir á Nýju-Kaledóníu í gær en hundruð franskra lögreglumanna er á leið til eyjaklasans eftir miklar óeirðir þar sem fjórir hafa látið lífið og fjöldi slasast. Nýja-Kaledónía er sjálfstjórnarsvæði sem heyrir undir Frakkland. Óeirðirnar brutust út eftir að franska þingið samþykkti í vikunni að heimila Frökkum sem eru ekki frá Nýju-Kaledóníu en hafa búið þar í tíu ár rétt til að kjósa í héraðskosningum. Leiðtogar á eyjunum segja lagabreytinguna munu verða til þess að grafa undan atkvæðaþunga innfæddra. Vopnaðar sveitir standa nú vörð við báða flugvelli og höfn Nýju-Kaledóníu. Talið er að um 5.000 manns hafi tekið þátt í óeirðunum, þar af á milli þrjú og fjögur þúsund í höfuðborginni Noumeu. Þrír innfæddir hafa látist í óeirðunum og þá var lögreglumaður skotinn til bana. Tvö hundruð hafa verið handteknir og 64 her- og lögreglumenn særst. Æðsti embættismaður Frakklands í Nýju-Kaledóníu, Louis Le Franc, segir að vegatálmar sem mótmælendur hafa komið upp hafa skapað neyðarástand þar sem matur og lyf komast ekki til íbúa. Eignir hafa verið eyðilagðar og þá hefur verið brotist inn í fjölda fyrirtækja. Yfirlýst neyðarástand gerir staðaryfirvöldum kleift að banna fjöldasamkomur og hamla för fólks um eyjarnar. Le Franc hefur hvatt skipuleggjendur mótmælanna, CCAT, til að láta af aðgerðum en sakar samtökin á sama tíma um að samanstanda af þrjótum sem eigi ekkert sameiginlegt með öðrum sjálfstæðissinnum. Ástralir hafa verið hvattir til að halda sig frá eyjunum, sem liggja um það bil 1.500 km austur af Ástralíu. Frakkland Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Erlent Fleiri fréttir Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Sjá meira
Nýja-Kaledónía er sjálfstjórnarsvæði sem heyrir undir Frakkland. Óeirðirnar brutust út eftir að franska þingið samþykkti í vikunni að heimila Frökkum sem eru ekki frá Nýju-Kaledóníu en hafa búið þar í tíu ár rétt til að kjósa í héraðskosningum. Leiðtogar á eyjunum segja lagabreytinguna munu verða til þess að grafa undan atkvæðaþunga innfæddra. Vopnaðar sveitir standa nú vörð við báða flugvelli og höfn Nýju-Kaledóníu. Talið er að um 5.000 manns hafi tekið þátt í óeirðunum, þar af á milli þrjú og fjögur þúsund í höfuðborginni Noumeu. Þrír innfæddir hafa látist í óeirðunum og þá var lögreglumaður skotinn til bana. Tvö hundruð hafa verið handteknir og 64 her- og lögreglumenn særst. Æðsti embættismaður Frakklands í Nýju-Kaledóníu, Louis Le Franc, segir að vegatálmar sem mótmælendur hafa komið upp hafa skapað neyðarástand þar sem matur og lyf komast ekki til íbúa. Eignir hafa verið eyðilagðar og þá hefur verið brotist inn í fjölda fyrirtækja. Yfirlýst neyðarástand gerir staðaryfirvöldum kleift að banna fjöldasamkomur og hamla för fólks um eyjarnar. Le Franc hefur hvatt skipuleggjendur mótmælanna, CCAT, til að láta af aðgerðum en sakar samtökin á sama tíma um að samanstanda af þrjótum sem eigi ekkert sameiginlegt með öðrum sjálfstæðissinnum. Ástralir hafa verið hvattir til að halda sig frá eyjunum, sem liggja um það bil 1.500 km austur af Ástralíu.
Frakkland Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Erlent Fleiri fréttir Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Sjá meira