Ágreiningur innan stjórnarinnar brýst upp á yfirborðið Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. maí 2024 07:52 Netanyahu og Gallant sitja saman í ríkisstjórn en virðast langt í frá góðir mátar. epa/Abir Sultan Sundrung innan ríkisstjórnar Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, virðist nú vera að brjótast upp á yfirborðið en varnarmálaráðherrann Yoav Gallant hefur kallað eftir svörum um framtíð Gasa. Netanyahu lét Gallant fjúka í fyrra en dró ákvörðun sína til baka í kjölfar fjöldamótmæla og pólitískrar krísu. Önnur slík virðist nú í uppsiglingu en Gallant kallaði í gær opinberlega eftir því að forsætisráðherrann upplýsti hvað hann hefði í hyggju varðandi Gasa að loknum átökum. Þá ítrekaði varnarmálaráðherrann að hann myndi ekki styðja lausn þar sem Ísraelsmenn færu með stjórn svæðisins. Benny Gantz, sem er ráðherra án málaflokks en situr í stríðsráðuneyti landsins, tók undir með Gallant og kom honum til varnar þegar köll fóru að heyrast eftir því að síðarnefndi yrði látinn taka poka sinn í annað sinn. „Varnarmálaráðherra segir satt; það er hlutverk forystunnar að taka rétta ákvörðun fyrir landið, sama hvað það kostar,“ sagði Gantz. Hvað á að taka við? Gallant greindi frá því á blaðamannafundi í Tel Aviv í gær að hann hefði óskað eftir því að leit yrði hafin að einhverjum sem gæti stjórnað Gasa að átökum yfirstöðnum, öðrum en Hamas. Hann hefði hins vegar ekki fengið nein svör. Þá gagnrýndi hann að engar áætlanir væru uppi um hvað ætti að taka við á Gasa. Gallant endurómaði einnig áhyggjur sem eru sagðar uppi innan hersins um stjórnleysi á þeim svæðum þar sem Hamas-samtökin eiga að hafa verið upprætt en herinn hefur þurft að sækja aftur inn á. „Endalok hernaðaraðgerðanna er pólitísk ákvörðun. Við munum aðeins upplifa „daginn eftir Hamas“ með því að finna einhvern til að taka við af Hamas. Þetta varðar fyrst og fremst hagsmuni Ísrael,“ sagði Gallant. Netanyahu svaraði Gallant opinberlega og ítrekaði þá afstöðu sína að Palestínumenn myndu ekki taka við stjórnartaumunum á Gasa á meðan Hamas-samtökin væru ennþá til. Útrýming Hamas væri lykilatriði. Ismail Haniyeh, einn leiðtoga Hamas, sagði samtökin hins vegar myndu óhjákvæmilega eiga þátt í því að ákvarða framtíð Gasa, í samráði við aðra hópa Palestínumanna. Samtökin væru komin til að vera. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fleiri fréttir Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Sjá meira
Netanyahu lét Gallant fjúka í fyrra en dró ákvörðun sína til baka í kjölfar fjöldamótmæla og pólitískrar krísu. Önnur slík virðist nú í uppsiglingu en Gallant kallaði í gær opinberlega eftir því að forsætisráðherrann upplýsti hvað hann hefði í hyggju varðandi Gasa að loknum átökum. Þá ítrekaði varnarmálaráðherrann að hann myndi ekki styðja lausn þar sem Ísraelsmenn færu með stjórn svæðisins. Benny Gantz, sem er ráðherra án málaflokks en situr í stríðsráðuneyti landsins, tók undir með Gallant og kom honum til varnar þegar köll fóru að heyrast eftir því að síðarnefndi yrði látinn taka poka sinn í annað sinn. „Varnarmálaráðherra segir satt; það er hlutverk forystunnar að taka rétta ákvörðun fyrir landið, sama hvað það kostar,“ sagði Gantz. Hvað á að taka við? Gallant greindi frá því á blaðamannafundi í Tel Aviv í gær að hann hefði óskað eftir því að leit yrði hafin að einhverjum sem gæti stjórnað Gasa að átökum yfirstöðnum, öðrum en Hamas. Hann hefði hins vegar ekki fengið nein svör. Þá gagnrýndi hann að engar áætlanir væru uppi um hvað ætti að taka við á Gasa. Gallant endurómaði einnig áhyggjur sem eru sagðar uppi innan hersins um stjórnleysi á þeim svæðum þar sem Hamas-samtökin eiga að hafa verið upprætt en herinn hefur þurft að sækja aftur inn á. „Endalok hernaðaraðgerðanna er pólitísk ákvörðun. Við munum aðeins upplifa „daginn eftir Hamas“ með því að finna einhvern til að taka við af Hamas. Þetta varðar fyrst og fremst hagsmuni Ísrael,“ sagði Gallant. Netanyahu svaraði Gallant opinberlega og ítrekaði þá afstöðu sína að Palestínumenn myndu ekki taka við stjórnartaumunum á Gasa á meðan Hamas-samtökin væru ennþá til. Útrýming Hamas væri lykilatriði. Ismail Haniyeh, einn leiðtoga Hamas, sagði samtökin hins vegar myndu óhjákvæmilega eiga þátt í því að ákvarða framtíð Gasa, í samráði við aðra hópa Palestínumanna. Samtökin væru komin til að vera.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fleiri fréttir Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Sjá meira