Ágreiningur innan stjórnarinnar brýst upp á yfirborðið Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. maí 2024 07:52 Netanyahu og Gallant sitja saman í ríkisstjórn en virðast langt í frá góðir mátar. epa/Abir Sultan Sundrung innan ríkisstjórnar Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, virðist nú vera að brjótast upp á yfirborðið en varnarmálaráðherrann Yoav Gallant hefur kallað eftir svörum um framtíð Gasa. Netanyahu lét Gallant fjúka í fyrra en dró ákvörðun sína til baka í kjölfar fjöldamótmæla og pólitískrar krísu. Önnur slík virðist nú í uppsiglingu en Gallant kallaði í gær opinberlega eftir því að forsætisráðherrann upplýsti hvað hann hefði í hyggju varðandi Gasa að loknum átökum. Þá ítrekaði varnarmálaráðherrann að hann myndi ekki styðja lausn þar sem Ísraelsmenn færu með stjórn svæðisins. Benny Gantz, sem er ráðherra án málaflokks en situr í stríðsráðuneyti landsins, tók undir með Gallant og kom honum til varnar þegar köll fóru að heyrast eftir því að síðarnefndi yrði látinn taka poka sinn í annað sinn. „Varnarmálaráðherra segir satt; það er hlutverk forystunnar að taka rétta ákvörðun fyrir landið, sama hvað það kostar,“ sagði Gantz. Hvað á að taka við? Gallant greindi frá því á blaðamannafundi í Tel Aviv í gær að hann hefði óskað eftir því að leit yrði hafin að einhverjum sem gæti stjórnað Gasa að átökum yfirstöðnum, öðrum en Hamas. Hann hefði hins vegar ekki fengið nein svör. Þá gagnrýndi hann að engar áætlanir væru uppi um hvað ætti að taka við á Gasa. Gallant endurómaði einnig áhyggjur sem eru sagðar uppi innan hersins um stjórnleysi á þeim svæðum þar sem Hamas-samtökin eiga að hafa verið upprætt en herinn hefur þurft að sækja aftur inn á. „Endalok hernaðaraðgerðanna er pólitísk ákvörðun. Við munum aðeins upplifa „daginn eftir Hamas“ með því að finna einhvern til að taka við af Hamas. Þetta varðar fyrst og fremst hagsmuni Ísrael,“ sagði Gallant. Netanyahu svaraði Gallant opinberlega og ítrekaði þá afstöðu sína að Palestínumenn myndu ekki taka við stjórnartaumunum á Gasa á meðan Hamas-samtökin væru ennþá til. Útrýming Hamas væri lykilatriði. Ismail Haniyeh, einn leiðtoga Hamas, sagði samtökin hins vegar myndu óhjákvæmilega eiga þátt í því að ákvarða framtíð Gasa, í samráði við aðra hópa Palestínumanna. Samtökin væru komin til að vera. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Fleiri fréttir Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sjá meira
Netanyahu lét Gallant fjúka í fyrra en dró ákvörðun sína til baka í kjölfar fjöldamótmæla og pólitískrar krísu. Önnur slík virðist nú í uppsiglingu en Gallant kallaði í gær opinberlega eftir því að forsætisráðherrann upplýsti hvað hann hefði í hyggju varðandi Gasa að loknum átökum. Þá ítrekaði varnarmálaráðherrann að hann myndi ekki styðja lausn þar sem Ísraelsmenn færu með stjórn svæðisins. Benny Gantz, sem er ráðherra án málaflokks en situr í stríðsráðuneyti landsins, tók undir með Gallant og kom honum til varnar þegar köll fóru að heyrast eftir því að síðarnefndi yrði látinn taka poka sinn í annað sinn. „Varnarmálaráðherra segir satt; það er hlutverk forystunnar að taka rétta ákvörðun fyrir landið, sama hvað það kostar,“ sagði Gantz. Hvað á að taka við? Gallant greindi frá því á blaðamannafundi í Tel Aviv í gær að hann hefði óskað eftir því að leit yrði hafin að einhverjum sem gæti stjórnað Gasa að átökum yfirstöðnum, öðrum en Hamas. Hann hefði hins vegar ekki fengið nein svör. Þá gagnrýndi hann að engar áætlanir væru uppi um hvað ætti að taka við á Gasa. Gallant endurómaði einnig áhyggjur sem eru sagðar uppi innan hersins um stjórnleysi á þeim svæðum þar sem Hamas-samtökin eiga að hafa verið upprætt en herinn hefur þurft að sækja aftur inn á. „Endalok hernaðaraðgerðanna er pólitísk ákvörðun. Við munum aðeins upplifa „daginn eftir Hamas“ með því að finna einhvern til að taka við af Hamas. Þetta varðar fyrst og fremst hagsmuni Ísrael,“ sagði Gallant. Netanyahu svaraði Gallant opinberlega og ítrekaði þá afstöðu sína að Palestínumenn myndu ekki taka við stjórnartaumunum á Gasa á meðan Hamas-samtökin væru ennþá til. Útrýming Hamas væri lykilatriði. Ismail Haniyeh, einn leiðtoga Hamas, sagði samtökin hins vegar myndu óhjákvæmilega eiga þátt í því að ákvarða framtíð Gasa, í samráði við aðra hópa Palestínumanna. Samtökin væru komin til að vera.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Fleiri fréttir Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sjá meira