Sérstök vitleysa Albert Björn Lúðvígsson skrifar 15. maí 2024 07:31 Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp dómsmálaráðherra þar sem gera á enn eina aðförina að réttindum útlendinga sem hingað koma í neyð. Af mörgu slæmu í frumvarpi ráðherra er sýnu verst sú fyrirætlun að fella úr lögum skyldu stjórnvalda til að skoða umsóknir um alþjóðlega vernd á Íslandi hafi viðkomandi umsækjendur sérstök tengsl við landið eða þegar sérstakar ástæður mæla annars með því. Þessi ákvæði hafa gefið íslenskum stjórnvöldum nauðsynleg tækifæri sem og tilefni til þess að líta til persónubundinna aðstæðna hvers umsækjanda, mannúðarsjónarmiða sem og fjölskyldutengsla. Á sama tíma og Alþingi ræðir það að fella þessi ákvæði úr lögunum er til umfjöllunar hjá kærunefnd útlendingamála umsókn Yazan, 12 ára drengs sem glímir við Duchenne sjúkdóminn. Duchenne er ólæknandi vöðvarýrnunarsjúkdómur sem skerðir lífslíkur mikið. Aðeins er hægt að lina þjáningar þeirra drengja sem þjást af honum og reyna að gera líf þeirra bærilegt. Frá því að Yazan kom til Íslands hefur það tekist afar vel og unir hann hag sínum vel á Íslandi. Hér hefur hann þrátt fyrir aðstæður sínar lært íslensku á undraskömmum tíma og stundað nám við Hamraskóla þar hann hefur eignast vini. Með góðri aðstoð lækna og sjúkraþjálfara er líf þessa 12 ára barns orðið bærilegt, en svo var ekki áður. Þá er það samdóma álit þeirra lækna, sem komið hafa að meðferð hans á Íslandi, að það kunni að stytta líf hans enn frekar verði rof á þeirri þjónustu sem honum er lífsnauðsynleg. Ekki þarf að taka fram hvað gerist verði þjónustan skert til framtíðar. Með því að senda hann frá Íslandi verður heilsu og lífi þessa drengs teflt í tvísýnu. Um það verður því varla deilt að það er honum fyrir bestu að fá að dvelja áfram á Íslandi enda vill hann hvergi annars staðar vera. Um það verður varla deilt heldur að sérstakar ástæður eru uppi í máli hans. Þrátt fyrir að stjórnvöld hafi á síðustu misserum gert allt í sínu valdi, og jafnvel umfram það, til að þrengja þessi mikilvægu ákvæði, þannig að þeim er nú aðeins beitt í algjörum undantekningartilvikum, hefur jafnvel kærunefnd útlendingamála sjálf talið nauðsynlegt að líta til sérstakra ástæðna í einstökum málum. Þannig vakti það nokkra eftirtekt þegar kærunefnd, sem annars hefur misst ásýnd trúverðugleika og sjálfstæðis eftir að yfirmaður innan Útlendingastofnunar var skipaður formaður hennar og teymisstjóri útlendingamála úr dómsmálaráðuneytinu var skipaður varaformaður hennar, leit til sérstakra ástæðna í málum fylgdarlausra drengja á grunnskólaaldri sem senda átti allslausa á götuna í Grikklandi, og veitti þeim þess í stað von um framtíð á Íslandi. Það er því spurning hvers vegna dómsmálaráðherra gengur svo miskunnarlaust til verka við að fella þessi ákvæði úr lögum um útlendinga, nú þegar þeim er aðeins beitt í algjörum undantekningartilfellum og þá sérstaklega, að því er virðist, þegar börn í mjög viðkvæmri stöðu eru annars vegar. Hvað gengur ráðherra til? Málsmeðferð þessara mála mun ekki styttast að neinu verulegu leyti þó ákvæðin verði felld úr lögum, áfram mun sem dæmi þurfa málsmeðferð á tveimur stjórnsýslustigum. Þá er ekkert sem bendir til þess að umsóknum um alþjóðlega vernd muni fækka á Íslandi þó þau hverfi enda leita umsækjendur í þessari stöðu til allra ríkja innan Evrópu hvort sem þessi tilteknu ákvæði er að finna í lögum þeirra eða ekki. Fólk í lífshættu leitar að björg þar til það finnur hana. Þá verða þessi afmörkuðu og nú þröngu ákvæði, þessi nauðsynlegu úrræði, tekin af íslenskum stjórnvöldum og mun það óhjákvæmilega leiða til afkáralegra niðurstaðna eins og að mögulega senda 12 ára dreng sem ekki er hugað líf til margra ára úr landi og fylgdarlaus börn á götuna í Grikklandi. Það væri því sérstök vitleysa að fella þessi ákvæði nú úr lögum alveg eins og það væri sérstök vitleysa og mannvonska að senda 12 ára dreng með mjög alvarlegan og banvænan sjúkdóm úr landi. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp dómsmálaráðherra þar sem gera á enn eina aðförina að réttindum útlendinga sem hingað koma í neyð. Af mörgu slæmu í frumvarpi ráðherra er sýnu verst sú fyrirætlun að fella úr lögum skyldu stjórnvalda til að skoða umsóknir um alþjóðlega vernd á Íslandi hafi viðkomandi umsækjendur sérstök tengsl við landið eða þegar sérstakar ástæður mæla annars með því. Þessi ákvæði hafa gefið íslenskum stjórnvöldum nauðsynleg tækifæri sem og tilefni til þess að líta til persónubundinna aðstæðna hvers umsækjanda, mannúðarsjónarmiða sem og fjölskyldutengsla. Á sama tíma og Alþingi ræðir það að fella þessi ákvæði úr lögunum er til umfjöllunar hjá kærunefnd útlendingamála umsókn Yazan, 12 ára drengs sem glímir við Duchenne sjúkdóminn. Duchenne er ólæknandi vöðvarýrnunarsjúkdómur sem skerðir lífslíkur mikið. Aðeins er hægt að lina þjáningar þeirra drengja sem þjást af honum og reyna að gera líf þeirra bærilegt. Frá því að Yazan kom til Íslands hefur það tekist afar vel og unir hann hag sínum vel á Íslandi. Hér hefur hann þrátt fyrir aðstæður sínar lært íslensku á undraskömmum tíma og stundað nám við Hamraskóla þar hann hefur eignast vini. Með góðri aðstoð lækna og sjúkraþjálfara er líf þessa 12 ára barns orðið bærilegt, en svo var ekki áður. Þá er það samdóma álit þeirra lækna, sem komið hafa að meðferð hans á Íslandi, að það kunni að stytta líf hans enn frekar verði rof á þeirri þjónustu sem honum er lífsnauðsynleg. Ekki þarf að taka fram hvað gerist verði þjónustan skert til framtíðar. Með því að senda hann frá Íslandi verður heilsu og lífi þessa drengs teflt í tvísýnu. Um það verður því varla deilt að það er honum fyrir bestu að fá að dvelja áfram á Íslandi enda vill hann hvergi annars staðar vera. Um það verður varla deilt heldur að sérstakar ástæður eru uppi í máli hans. Þrátt fyrir að stjórnvöld hafi á síðustu misserum gert allt í sínu valdi, og jafnvel umfram það, til að þrengja þessi mikilvægu ákvæði, þannig að þeim er nú aðeins beitt í algjörum undantekningartilvikum, hefur jafnvel kærunefnd útlendingamála sjálf talið nauðsynlegt að líta til sérstakra ástæðna í einstökum málum. Þannig vakti það nokkra eftirtekt þegar kærunefnd, sem annars hefur misst ásýnd trúverðugleika og sjálfstæðis eftir að yfirmaður innan Útlendingastofnunar var skipaður formaður hennar og teymisstjóri útlendingamála úr dómsmálaráðuneytinu var skipaður varaformaður hennar, leit til sérstakra ástæðna í málum fylgdarlausra drengja á grunnskólaaldri sem senda átti allslausa á götuna í Grikklandi, og veitti þeim þess í stað von um framtíð á Íslandi. Það er því spurning hvers vegna dómsmálaráðherra gengur svo miskunnarlaust til verka við að fella þessi ákvæði úr lögum um útlendinga, nú þegar þeim er aðeins beitt í algjörum undantekningartilfellum og þá sérstaklega, að því er virðist, þegar börn í mjög viðkvæmri stöðu eru annars vegar. Hvað gengur ráðherra til? Málsmeðferð þessara mála mun ekki styttast að neinu verulegu leyti þó ákvæðin verði felld úr lögum, áfram mun sem dæmi þurfa málsmeðferð á tveimur stjórnsýslustigum. Þá er ekkert sem bendir til þess að umsóknum um alþjóðlega vernd muni fækka á Íslandi þó þau hverfi enda leita umsækjendur í þessari stöðu til allra ríkja innan Evrópu hvort sem þessi tilteknu ákvæði er að finna í lögum þeirra eða ekki. Fólk í lífshættu leitar að björg þar til það finnur hana. Þá verða þessi afmörkuðu og nú þröngu ákvæði, þessi nauðsynlegu úrræði, tekin af íslenskum stjórnvöldum og mun það óhjákvæmilega leiða til afkáralegra niðurstaðna eins og að mögulega senda 12 ára dreng sem ekki er hugað líf til margra ára úr landi og fylgdarlaus börn á götuna í Grikklandi. Það væri því sérstök vitleysa að fella þessi ákvæði nú úr lögum alveg eins og það væri sérstök vitleysa og mannvonska að senda 12 ára dreng með mjög alvarlegan og banvænan sjúkdóm úr landi. Höfundur er lögfræðingur.
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun