„Við lögleiðum heróínið en bönnum áfengið. Þetta er galið“ Bjarki Sigurðsson skrifar 14. maí 2024 18:30 Þorkell Máni Pétursson er stjórnarmaður hjá KSÍ. Vísir/Bjarni Stjórnarmaður Knattspyrnusambands Íslands segir þá sem glíma við spilafíkn marga upplifa sína dýpstu dali og íhugi að taka eigið líf. Vandamálið eigi einungis eftir að verða stærra og stærra á næstu árum bregðist enginn við. Spilafíkn innan íþróttahreyfingarinnar hefur komið meira og meira í umræðuna síðustu ár. Leikmenn í efstu deild á Englandi og Ítalíu hafa verið dæmdir í bann, sem og tveir leikmenn í efri deildunum á Íslandi. Í fyrra sagði sálfræðingur hjá SÁÁ að til væru dæmi um börn sem veðja á eigin leiki hér á Íslandi. Leikmenn geti ekki beðið um aðstoð Spilavandi hefur fengið að grassera hér á landi á meðan stjórnvöld líta í hina áttina, að sögn Þorkels Mána Péturssonar, stjórnarmanns KSÍ, sem ætlar sér að taka á þessum málum innan hreyfingarinnar og jafnvel víðar. Hann segir íþróttaáhugamanninn vera þann sem er hvað duglegastur að veðja, þó leikmenn geri það líka. „Það sem ég hef talað fyrir er að það séu leiðir fyrir leikmenn að geta sótt sér aðstoð fyrir þessa hluti. Staðreynd málsins er sú að ef leikmaður í efstu eða næstefstu deild er að veðja á einhver úrslit í fótboltaleikjum, sem er ólöglegt að gera, þá eru engar líkur á að hann sæki sér aðstoð til forráðamanna félagsins og segist hafa vandamál og þurfi að díla við þetta. Þá veit hann að það eru dregin af honum laun og þá er kannski eina tekjulindin hans farin í kjölfarið,“ segir Þorkell Máni. Villta vestrið í boði stjórnvalda Hann segist vita um fína fótboltaleikmenn sem hafa sokkið í veðmál og spili í dag í neðri deildunum þar sem þeir hafi einfaldlega stundað fjárhættuspil of mikið. „En þegar við erum að ræða þennan spilavanda, þá má þetta ekki einungis snúast um þá sem eru að spila knattspyrnu. Ég held til dæmis að svindl sé ekki mikið í þessu. Ég held við séum í góðu lagi með það. Spilavandinn sem slíkur er að fara að vera stóra vandamálið. Það er gefið mál. Þegar kemur að þessum spilavanda og spilamálum og hvernig við erum að gambla og annað, þá er algjörlega villta vestrið af vitleysu hérna,“ segir Þorkell Máni. Vill fara sænsku leiðina Stjórnvöld séu gjörsamlega vanmáttug gagnvart ástandinu. Það að leyfa spilakassa á Íslandi en banna veðmálasíður sé eins og að lögleiða heróín en banna áfengi. Mun líklegra sé að verða háður spilakössum en íþróttaveðmálum. „Síðan er ekkert eftirlit hérna. Það er út af því að allt þetta dæmi er í raun ólöglegt og má ekki vera hérna. Þetta kemur að því hvernig ráðamenn í þessu samfélagi eru. Þeir eru uppteknir að því að halda að þeir séu miklu klárari en stjórnmálamenn erlendis. Erlendis er þetta í flestum tilvikum leyft eða gert undir eftirliti,“ segir Þorkell Máni. Hann nefnir Svíþjóð sem dæmi. Þar eru íþróttaveðmál lögleg og nota spilarar rafræn spilakort tengd við þeirra auðkenni til að spila. Þriðji aðili annast síðan eftirlit og heyrir í þeim sem eru farnir að spila of mikið. Fyrst fá þeir skilaboð og síðan símtal um að nú þurfi þeir mögulega að fara og leita sér hjálpar. „Þetta er atriði sem þarf að komast í farveg. Við höfum ákveðið að hafa þetta eftirlitslaust og mín skoðun er sú að lausnin sé ekki að banna þetta, heldur þurfa þeir sem eiga við svona veðmálavanda að etja, einhvers staðar að geta leitað sér hjálpar. Einhvers staðar þarf að borga það, forvarnir vegna þess, það þarf að borga þær líka. Það væri til dæmis miklu meira nær, ef þú hugsar þetta út frá fíknivandanum, þá er miklu gáfulegra og betra fyrir íslenskt samfélag að lögleiða Coolbet og banna spilakassanna. En það er akkúrat öfugt farið hérna á Íslandi. Við lögleiðum heróínið en bönnum áfengið. Þetta er galið,“ segir Þorkell Máni. Eru einir síns liðs Bönn muni ekki gagnast mikið við að leysa vandamálið. Þeir einstaklingar sem glíma við spilafíkn þurfi oft að burðast með vandann einir síns liðs og upplifa mikla skömm. „Þú ferð í gegnum þetta einn og það er það sem við þurfum að taka á. Þess vegna er þessi hugmynd sem við viljum að keyra á og erum að hugsa með KSÍ og vinna með Íslenskum toppfótbolta. Þeir eru að ákveða að keyra svona hluti áfram og þeir hafa verið að skoða þetta sænska fyrirkomulag ansi mikið. Þeir vita að þetta er vandamál. Þess vegna er þetta dæmi, þú ert einn eins og staðan er núna,“ segir Þorkell Máni. Peningarnir fara beint úr landi Árið 2023 birtist grein í Morgunblaðinu þar sem kom fram að áætlað sé að Íslendingar eyði tuttugu milljörðum á ári á erlendum veðmálasíðum. Níu milljarðar fara í íþróttaveðmál en þar sem starfsemin er ólögleg hér á landi fer ekki króna af peningunum í ríkissjóð. „Það er galið að hér sitji fleiri peningar og alls konar velta af peningum í íslensku samfélagi sem öll fer erlendis. Ríkissjóður, sem vantar alltaf peninga og röflar yfir því, tekur þá ákvörðun að sækja þessa peninga ekki,“ segir Þorkell Máni. Forvarnir á eftir áætlun Peningana vill hann meðal annars nýta í að bæta forvarnarstarf. Auðvitað séu úrræði til en þau þurfi að bæta og þeim að fjölga. „Ég skal bara lofa ykkur því, þið getið munað þessi orð mín. Þetta verður meira vandamál en þetta er. Í öllum forvörnum á Íslandi erum við alltaf tíu til fimmtán árum á eftir áætlun. Við erum að röfla yfir því að Bubbi sé með sígarettu á Borgarleikhúsinu á meðan allir krakkarnir eru byrjaðir að troða í vörina á sér og veipa. Allir hættir að reykja. Við erum að banna áfengisauglýsingar, og þetta áfengi og þetta hitt, á meðan krakkar eru hættir að fá sér í fyrsta glasið og byrjaðir að bryðja Oxycontin,“ segir Þorkell Máni. Hann hefur rætt þessi mál annars staðar, meðal annars í vinsælasta fótboltahlaðvarpi landsins, Dr. Football. Eftir það hefur hann rætt við nokkra sem glíma við þennan vanda. „Þegar maður er að tala við þessa ungu spilafíkla og hlusta á þá, þá er þetta hrikalegt. Þetta er mjög niðurlægjandi. Þetta eru kannski menn sem hafa átt við áfengisvandamál eða önnur vandamál að stríða, þeir segja að þegar þeir eru komnir í slæma stöðu í þessu, nota þeir þau slæmu orð að þeir hafi sjaldan farið í eins mikið myrkur og hugsa um að taka líf sitt út af þessu. Það er ótrúlega ömurlegt að heyra svona hluti. Hvar erum við að fara að leita okkur hjálpar? Hvernig ætlum við að aðstoða þetta fólk? Við þurfum að byrja að gera þessa hluti,“ segir Þorkell Máni. KSÍ komist ekki alla leið Stjórnvöld þurfi að grípa boltann til þess að hægt sé að keyra þessi mál alla leið. Þrátt fyrir mikinn vilja hjá nýjum formanni KSÍ, Þorvaldi Örlygssyni, að taka á þessum málum komist sambandið einungis ákveðið langt. „Við getum búið til þessar leiðir því við viljum ekki tapa ungum og efnilegum knattspyrnumanni eða konu í bölvun einhverrar spilafíknar. Alls ekki,“ segir Þorkell Máni. Hann segir alla fjarveru vera fíkn að einhverju leyti. Það sjáist til að mynda í Bretlandi að knattspyrnumenn geti ekki drukkið áfengi meirihluta ársins vegna leikja og æfinga og því leita þeir annað til að fylla í eitthvað tóm hjá sér. „Þá fara menn í þessa hliðarfíkn sem snýr að þessum spilum. Það eru minni líkur á að við missum fólk í fjarveruna ef við byggjum upp sterkari einstaklinga. Það gerum við með góðum forvörnum og góðu æskulífstarfi, góðu íþróttastarfi og með því að finna áhugamál fyrir fólk. Til þess þarf peninga og það væri gott að fá þessa peninga,“ segir Þorkell Máni. Ekki hægt að loka augunum Hann segir algjöran misskilning hjá ráðamönnum að þeir geti stungið höfðinu í sandinn og þá verði allt í lagi þar sem þetta sé ólöglegt. Þá hefði hann viljað að tekið hefði verið öðruvísi á málum leikmanna hér á landi sem hafa verið dæmdir í bann fyrir að veðja á eigin leiki. „Varðandi Sigurð félaga minn Bond, þá hefði ég viljað að menn hefðu notað, „Heyrðu við erum að lenda í þessu í fyrsta sinn, hvað eigum við að gera? Hvernig ætlum við að bregðast við þessu?“,“ segir Þorkell Máni. Auðvitað þurfi bönnin að vera ákveðið löng og alltaf til staðar en hann vill meina að þarna hefði sænska leiðin virkað mun betur. „Ef einhver leikmaður hefði verið byrjaður að taka á sínum vanda því hann fékk símtalið fyrst, eða hann fékk aðvörunina fyrst og síðan að-hann-yrði-að-leita-sér-hjálpar-símtalið. Hann er þá farinn að vinna í sínu. Þá finnst mér alltaf að það gæti verið bara heyrðu, við þurfum aðeins að milda refsinguna. Þá ertu í raun og veru eins og í góðum fótboltaleik, kominn með gult spjald. Milda refsinguna en ef þú lendir í þessu færðu rautt spjald og bann. Menn verða alltaf að fá tækifæri til að snúa blaðinu við. Enginn er það vondur í lífinu að hann eigi ekki skilið annað tækifæri, allavegana mjög fáir,“ segir Þorkell Máni. Fjárhættuspil Fótbolti Íslenski boltinn KSÍ Fíkn Börn og uppeldi Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Sjá meira
Spilafíkn innan íþróttahreyfingarinnar hefur komið meira og meira í umræðuna síðustu ár. Leikmenn í efstu deild á Englandi og Ítalíu hafa verið dæmdir í bann, sem og tveir leikmenn í efri deildunum á Íslandi. Í fyrra sagði sálfræðingur hjá SÁÁ að til væru dæmi um börn sem veðja á eigin leiki hér á Íslandi. Leikmenn geti ekki beðið um aðstoð Spilavandi hefur fengið að grassera hér á landi á meðan stjórnvöld líta í hina áttina, að sögn Þorkels Mána Péturssonar, stjórnarmanns KSÍ, sem ætlar sér að taka á þessum málum innan hreyfingarinnar og jafnvel víðar. Hann segir íþróttaáhugamanninn vera þann sem er hvað duglegastur að veðja, þó leikmenn geri það líka. „Það sem ég hef talað fyrir er að það séu leiðir fyrir leikmenn að geta sótt sér aðstoð fyrir þessa hluti. Staðreynd málsins er sú að ef leikmaður í efstu eða næstefstu deild er að veðja á einhver úrslit í fótboltaleikjum, sem er ólöglegt að gera, þá eru engar líkur á að hann sæki sér aðstoð til forráðamanna félagsins og segist hafa vandamál og þurfi að díla við þetta. Þá veit hann að það eru dregin af honum laun og þá er kannski eina tekjulindin hans farin í kjölfarið,“ segir Þorkell Máni. Villta vestrið í boði stjórnvalda Hann segist vita um fína fótboltaleikmenn sem hafa sokkið í veðmál og spili í dag í neðri deildunum þar sem þeir hafi einfaldlega stundað fjárhættuspil of mikið. „En þegar við erum að ræða þennan spilavanda, þá má þetta ekki einungis snúast um þá sem eru að spila knattspyrnu. Ég held til dæmis að svindl sé ekki mikið í þessu. Ég held við séum í góðu lagi með það. Spilavandinn sem slíkur er að fara að vera stóra vandamálið. Það er gefið mál. Þegar kemur að þessum spilavanda og spilamálum og hvernig við erum að gambla og annað, þá er algjörlega villta vestrið af vitleysu hérna,“ segir Þorkell Máni. Vill fara sænsku leiðina Stjórnvöld séu gjörsamlega vanmáttug gagnvart ástandinu. Það að leyfa spilakassa á Íslandi en banna veðmálasíður sé eins og að lögleiða heróín en banna áfengi. Mun líklegra sé að verða háður spilakössum en íþróttaveðmálum. „Síðan er ekkert eftirlit hérna. Það er út af því að allt þetta dæmi er í raun ólöglegt og má ekki vera hérna. Þetta kemur að því hvernig ráðamenn í þessu samfélagi eru. Þeir eru uppteknir að því að halda að þeir séu miklu klárari en stjórnmálamenn erlendis. Erlendis er þetta í flestum tilvikum leyft eða gert undir eftirliti,“ segir Þorkell Máni. Hann nefnir Svíþjóð sem dæmi. Þar eru íþróttaveðmál lögleg og nota spilarar rafræn spilakort tengd við þeirra auðkenni til að spila. Þriðji aðili annast síðan eftirlit og heyrir í þeim sem eru farnir að spila of mikið. Fyrst fá þeir skilaboð og síðan símtal um að nú þurfi þeir mögulega að fara og leita sér hjálpar. „Þetta er atriði sem þarf að komast í farveg. Við höfum ákveðið að hafa þetta eftirlitslaust og mín skoðun er sú að lausnin sé ekki að banna þetta, heldur þurfa þeir sem eiga við svona veðmálavanda að etja, einhvers staðar að geta leitað sér hjálpar. Einhvers staðar þarf að borga það, forvarnir vegna þess, það þarf að borga þær líka. Það væri til dæmis miklu meira nær, ef þú hugsar þetta út frá fíknivandanum, þá er miklu gáfulegra og betra fyrir íslenskt samfélag að lögleiða Coolbet og banna spilakassanna. En það er akkúrat öfugt farið hérna á Íslandi. Við lögleiðum heróínið en bönnum áfengið. Þetta er galið,“ segir Þorkell Máni. Eru einir síns liðs Bönn muni ekki gagnast mikið við að leysa vandamálið. Þeir einstaklingar sem glíma við spilafíkn þurfi oft að burðast með vandann einir síns liðs og upplifa mikla skömm. „Þú ferð í gegnum þetta einn og það er það sem við þurfum að taka á. Þess vegna er þessi hugmynd sem við viljum að keyra á og erum að hugsa með KSÍ og vinna með Íslenskum toppfótbolta. Þeir eru að ákveða að keyra svona hluti áfram og þeir hafa verið að skoða þetta sænska fyrirkomulag ansi mikið. Þeir vita að þetta er vandamál. Þess vegna er þetta dæmi, þú ert einn eins og staðan er núna,“ segir Þorkell Máni. Peningarnir fara beint úr landi Árið 2023 birtist grein í Morgunblaðinu þar sem kom fram að áætlað sé að Íslendingar eyði tuttugu milljörðum á ári á erlendum veðmálasíðum. Níu milljarðar fara í íþróttaveðmál en þar sem starfsemin er ólögleg hér á landi fer ekki króna af peningunum í ríkissjóð. „Það er galið að hér sitji fleiri peningar og alls konar velta af peningum í íslensku samfélagi sem öll fer erlendis. Ríkissjóður, sem vantar alltaf peninga og röflar yfir því, tekur þá ákvörðun að sækja þessa peninga ekki,“ segir Þorkell Máni. Forvarnir á eftir áætlun Peningana vill hann meðal annars nýta í að bæta forvarnarstarf. Auðvitað séu úrræði til en þau þurfi að bæta og þeim að fjölga. „Ég skal bara lofa ykkur því, þið getið munað þessi orð mín. Þetta verður meira vandamál en þetta er. Í öllum forvörnum á Íslandi erum við alltaf tíu til fimmtán árum á eftir áætlun. Við erum að röfla yfir því að Bubbi sé með sígarettu á Borgarleikhúsinu á meðan allir krakkarnir eru byrjaðir að troða í vörina á sér og veipa. Allir hættir að reykja. Við erum að banna áfengisauglýsingar, og þetta áfengi og þetta hitt, á meðan krakkar eru hættir að fá sér í fyrsta glasið og byrjaðir að bryðja Oxycontin,“ segir Þorkell Máni. Hann hefur rætt þessi mál annars staðar, meðal annars í vinsælasta fótboltahlaðvarpi landsins, Dr. Football. Eftir það hefur hann rætt við nokkra sem glíma við þennan vanda. „Þegar maður er að tala við þessa ungu spilafíkla og hlusta á þá, þá er þetta hrikalegt. Þetta er mjög niðurlægjandi. Þetta eru kannski menn sem hafa átt við áfengisvandamál eða önnur vandamál að stríða, þeir segja að þegar þeir eru komnir í slæma stöðu í þessu, nota þeir þau slæmu orð að þeir hafi sjaldan farið í eins mikið myrkur og hugsa um að taka líf sitt út af þessu. Það er ótrúlega ömurlegt að heyra svona hluti. Hvar erum við að fara að leita okkur hjálpar? Hvernig ætlum við að aðstoða þetta fólk? Við þurfum að byrja að gera þessa hluti,“ segir Þorkell Máni. KSÍ komist ekki alla leið Stjórnvöld þurfi að grípa boltann til þess að hægt sé að keyra þessi mál alla leið. Þrátt fyrir mikinn vilja hjá nýjum formanni KSÍ, Þorvaldi Örlygssyni, að taka á þessum málum komist sambandið einungis ákveðið langt. „Við getum búið til þessar leiðir því við viljum ekki tapa ungum og efnilegum knattspyrnumanni eða konu í bölvun einhverrar spilafíknar. Alls ekki,“ segir Þorkell Máni. Hann segir alla fjarveru vera fíkn að einhverju leyti. Það sjáist til að mynda í Bretlandi að knattspyrnumenn geti ekki drukkið áfengi meirihluta ársins vegna leikja og æfinga og því leita þeir annað til að fylla í eitthvað tóm hjá sér. „Þá fara menn í þessa hliðarfíkn sem snýr að þessum spilum. Það eru minni líkur á að við missum fólk í fjarveruna ef við byggjum upp sterkari einstaklinga. Það gerum við með góðum forvörnum og góðu æskulífstarfi, góðu íþróttastarfi og með því að finna áhugamál fyrir fólk. Til þess þarf peninga og það væri gott að fá þessa peninga,“ segir Þorkell Máni. Ekki hægt að loka augunum Hann segir algjöran misskilning hjá ráðamönnum að þeir geti stungið höfðinu í sandinn og þá verði allt í lagi þar sem þetta sé ólöglegt. Þá hefði hann viljað að tekið hefði verið öðruvísi á málum leikmanna hér á landi sem hafa verið dæmdir í bann fyrir að veðja á eigin leiki. „Varðandi Sigurð félaga minn Bond, þá hefði ég viljað að menn hefðu notað, „Heyrðu við erum að lenda í þessu í fyrsta sinn, hvað eigum við að gera? Hvernig ætlum við að bregðast við þessu?“,“ segir Þorkell Máni. Auðvitað þurfi bönnin að vera ákveðið löng og alltaf til staðar en hann vill meina að þarna hefði sænska leiðin virkað mun betur. „Ef einhver leikmaður hefði verið byrjaður að taka á sínum vanda því hann fékk símtalið fyrst, eða hann fékk aðvörunina fyrst og síðan að-hann-yrði-að-leita-sér-hjálpar-símtalið. Hann er þá farinn að vinna í sínu. Þá finnst mér alltaf að það gæti verið bara heyrðu, við þurfum aðeins að milda refsinguna. Þá ertu í raun og veru eins og í góðum fótboltaleik, kominn með gult spjald. Milda refsinguna en ef þú lendir í þessu færðu rautt spjald og bann. Menn verða alltaf að fá tækifæri til að snúa blaðinu við. Enginn er það vondur í lífinu að hann eigi ekki skilið annað tækifæri, allavegana mjög fáir,“ segir Þorkell Máni.
Fjárhættuspil Fótbolti Íslenski boltinn KSÍ Fíkn Börn og uppeldi Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Sjá meira