Fækka þeim tilvikum þar sem skrifa þarf tilvísanir fyrir börn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. maí 2024 07:54 Reglugerðin mun fækka þeim tilvikum þar sem heimilislæknar þurfa að skrifa tilvísanir fyrir börn. Getty Heilbrigðisráðherra hyggst leggja fram reglugerð til að einfalda fyrirkomulag tilvísana fyrir börn vegna heilbrigðisþjónustu. Læknar hafa hótað því að hætta að gefa út tilvísanir vegna barna. Samkvæmt reglugerð sem nú er í gildi ber heilsugæslulæknum að skrifa tilvísanir fyrir börn á aldrinum tveggja til átján ára, ef þau þurfa á þjónustu sérgreinalæknis að halda. Tilvísun er forsenda þess að ekki þurfi að greiða fyrir þjónustuna. Heimilislæknar segja álagið vegna tilvísanaskrifa óhemju mikið og þá sé málum oft þannig háttað að læknirinn eigi enga eiginlega aðkomu að umönnun sjúklingsins heldur sé hann aðeins að uppfylla kröfur um undirskrift á pappír. Samkvæmt tilkynningu á vef Stjórnarráðsins virðist enn gert ráð fyrir því að heimilislæknar þurfi að skrifa tilvísun á sérfræðing en sú breyting verður á að sá sérfræðingur getur vísað á annan sérgreinalækni án þess að heimilislæknirinn þurfi að koma þar að. Þá geta sjúkrahúslæknar vísað á aðra sérfræðinga án milligöngu heimilislæknis. Bráða- og vaktþjónusta barnalækna verður einnig undanskilin tilvísunum frá heimilislækni og sömuleiðis þjónusta augnlækna og kvensjúkdómalækna. Rannsóknar- og myndgreiningarþjónusta barna verður einnig gjaldfrjáls þótt ekki liggi fyrir tilvísun frá heilsugæslulækni. „Áfram verður unnið að hagræðingu og skilvirkni í samvinnu við lækna, sem og mat lagt á þessar breytingar og þá hvort frekari breytinga sé þörf í samráði við félög lækna og stofnanir. Áformaðar breytingar hafa verið kynntar fyrir Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Sjúkratryggingum Íslands og fagfélögum heimilislækna og barnalækna og eru nú til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda,“ segir á vef Stjórnarráðsins. Heilbrigðismál Börn og uppeldi Heilsugæsla Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Erlent Fleiri fréttir Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Sjá meira
Samkvæmt reglugerð sem nú er í gildi ber heilsugæslulæknum að skrifa tilvísanir fyrir börn á aldrinum tveggja til átján ára, ef þau þurfa á þjónustu sérgreinalæknis að halda. Tilvísun er forsenda þess að ekki þurfi að greiða fyrir þjónustuna. Heimilislæknar segja álagið vegna tilvísanaskrifa óhemju mikið og þá sé málum oft þannig háttað að læknirinn eigi enga eiginlega aðkomu að umönnun sjúklingsins heldur sé hann aðeins að uppfylla kröfur um undirskrift á pappír. Samkvæmt tilkynningu á vef Stjórnarráðsins virðist enn gert ráð fyrir því að heimilislæknar þurfi að skrifa tilvísun á sérfræðing en sú breyting verður á að sá sérfræðingur getur vísað á annan sérgreinalækni án þess að heimilislæknirinn þurfi að koma þar að. Þá geta sjúkrahúslæknar vísað á aðra sérfræðinga án milligöngu heimilislæknis. Bráða- og vaktþjónusta barnalækna verður einnig undanskilin tilvísunum frá heimilislækni og sömuleiðis þjónusta augnlækna og kvensjúkdómalækna. Rannsóknar- og myndgreiningarþjónusta barna verður einnig gjaldfrjáls þótt ekki liggi fyrir tilvísun frá heilsugæslulækni. „Áfram verður unnið að hagræðingu og skilvirkni í samvinnu við lækna, sem og mat lagt á þessar breytingar og þá hvort frekari breytinga sé þörf í samráði við félög lækna og stofnanir. Áformaðar breytingar hafa verið kynntar fyrir Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Sjúkratryggingum Íslands og fagfélögum heimilislækna og barnalækna og eru nú til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda,“ segir á vef Stjórnarráðsins.
Heilbrigðismál Börn og uppeldi Heilsugæsla Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Erlent Fleiri fréttir Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Sjá meira