Færeyingar fjölga vindmyllum til að draga úr olíukyndingu Kristján Már Unnarsson skrifar 13. maí 2024 20:02 Stærsta orkuver Færeyja í Kaldbaksfirði framleiðir raforku með olíubrennslu. Egill Aðalsteinssson Færeyingar stefna að því að hætta raforkuframleiðslu með dísilolíu fyrir árið 2030. Samtímis vinna þeir að því að skipta út olíukyndingu íbúðarhúsa fyrir varmadælur og hyggjast þrefalda fjölda vindmylla, úr þrjátíu í níutíu. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá stærsta raforkuver Færeyinga við Kaldbaksfjörð skammt frá Þórshöfn. Þar eru það skorsteinar sem setja mestan svip á umhverfið enda er raforkan þar framleidd með olíu. Fyrir fáum árum voru yfir sextíu prósent raforkunnar framleidd með þessum hætti og þurftu Færeyingar að verja allt að fjórðungi útflutningstekna sinna til olíukaupa. En svo fóru þeir að virkja vindinn enda takmarkað vatnsafl Færeyja að mestu fullbeislað. Finn Jakobsen, forstjóri Magn í Færeyjum.Egill Aðalsteinsson Stærsta olíufélag eyjanna, Magn, stendur jafnframt að uppbyggingu vindmyllugarða og við spurðum forstjórann hvernig orkuskiptin væru að ganga í Færeyjum. „Það gengur vel en hægt. Því að í orkuskiptum höfum við metnaðarfullt markmið um að árið 2030 verði búið að skipta út allri olíu í landi fyrir rafmagn. Svo við stefnum hátt en það gengur samt hægt en þetta er á réttri leið,” segir Finn Jakobsen, forstjóri Magn. Vindmyllur á Gellingarkletti ofan Þórshafnar.Egill Aðalsteinsson Vindorkulundir eru núna á fjórum stöðum í Færeyjum en mestu munar um þann nýjasta, sem er á fjöllunum ofan Þórshafnar, á Gellingarkletti. Stærstu vindmyllurnar þar eru um níutíu metra háar. Svo tröllauknum risum á bara eftir að fjölga, ef að líkum lætur. Vindmyllur eru þegar orðnar áberandi á færeyskum fjöllum og teljast í tugum. „Í dag eru um þrjátíu vindmyllur sem snúast árið um kring. Við ætlum að þrefalda þann fjölda til að mæta þörfinni fyrir upphitun,” segir Finn. Skorsteinar raforkuversins setja svip sinn á umhverfið í Kaldbaksfirði.Egill Aðalsteinsson Færeyingar hafa engan jarðhita og hafa því neyðst til að kynda hús sín með olíu. „Öll íbúðarhús í Færeyjum, eða meginhluti íbúðarhúsa, hafa sína eigin olíukyndingu og nota olíu til húshitunar. Það sem við einbeitum okkur að er að skipta út olíukyndingu fyrir varmadælur. Það eru fleiri hundruð sem skipta á hverju ári. Svo að á næstu tuttugu árum verðum við langt komin með að koma húsakyndingunni yfir í raforku,” segir Finn Jakobsen. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fyrir ellefu árum undirrituðu fjármála- og atvinnumálaráðherrar Færeyja og Íslands undir viljayfirlýsingu um samstarf í orkumálum þar sem kanna átti kosti þess að leggja raforkusæstreng milli landanna, eins og fram kom í þessari frétt: Færeyjar Orkumál Bensín og olía Loftslagsmál Vindorka Orkuskipti Tengdar fréttir Færeyingar fá núna raforku með virkjun sjávarstrauma Færeyingar eru byrjaðir að virkja sjávarföllin í samstarfi við sænskt þróunarfélag. Túrbína upp á 1,2 megavött er þegar komin í sjó og þykir reynslan það góð að farið er að undirbúa 200 megavatta raforkuframleiðslu úr sjávarstraumum við Færeyjar. 26. febrúar 2024 21:00 Vindmyllur orðnar helsti raforkugjafi Færeyinga Umskipti hafa orðið í raforkumálum Færeyinga með opnun nýs vindorkuvers í byrjun mánaðarins og fá þeir núna í fyrsta sinn meirihluta raforku sinnar úr sjálfbærum orkulindum. Í fyrra komu yfir sextíu prósent raforkunnar úr dísilrafstöðvum en núna er vindurinn orðinn stærsti orkugjafinn. 18. desember 2022 22:22 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá stærsta raforkuver Færeyinga við Kaldbaksfjörð skammt frá Þórshöfn. Þar eru það skorsteinar sem setja mestan svip á umhverfið enda er raforkan þar framleidd með olíu. Fyrir fáum árum voru yfir sextíu prósent raforkunnar framleidd með þessum hætti og þurftu Færeyingar að verja allt að fjórðungi útflutningstekna sinna til olíukaupa. En svo fóru þeir að virkja vindinn enda takmarkað vatnsafl Færeyja að mestu fullbeislað. Finn Jakobsen, forstjóri Magn í Færeyjum.Egill Aðalsteinsson Stærsta olíufélag eyjanna, Magn, stendur jafnframt að uppbyggingu vindmyllugarða og við spurðum forstjórann hvernig orkuskiptin væru að ganga í Færeyjum. „Það gengur vel en hægt. Því að í orkuskiptum höfum við metnaðarfullt markmið um að árið 2030 verði búið að skipta út allri olíu í landi fyrir rafmagn. Svo við stefnum hátt en það gengur samt hægt en þetta er á réttri leið,” segir Finn Jakobsen, forstjóri Magn. Vindmyllur á Gellingarkletti ofan Þórshafnar.Egill Aðalsteinsson Vindorkulundir eru núna á fjórum stöðum í Færeyjum en mestu munar um þann nýjasta, sem er á fjöllunum ofan Þórshafnar, á Gellingarkletti. Stærstu vindmyllurnar þar eru um níutíu metra háar. Svo tröllauknum risum á bara eftir að fjölga, ef að líkum lætur. Vindmyllur eru þegar orðnar áberandi á færeyskum fjöllum og teljast í tugum. „Í dag eru um þrjátíu vindmyllur sem snúast árið um kring. Við ætlum að þrefalda þann fjölda til að mæta þörfinni fyrir upphitun,” segir Finn. Skorsteinar raforkuversins setja svip sinn á umhverfið í Kaldbaksfirði.Egill Aðalsteinsson Færeyingar hafa engan jarðhita og hafa því neyðst til að kynda hús sín með olíu. „Öll íbúðarhús í Færeyjum, eða meginhluti íbúðarhúsa, hafa sína eigin olíukyndingu og nota olíu til húshitunar. Það sem við einbeitum okkur að er að skipta út olíukyndingu fyrir varmadælur. Það eru fleiri hundruð sem skipta á hverju ári. Svo að á næstu tuttugu árum verðum við langt komin með að koma húsakyndingunni yfir í raforku,” segir Finn Jakobsen. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fyrir ellefu árum undirrituðu fjármála- og atvinnumálaráðherrar Færeyja og Íslands undir viljayfirlýsingu um samstarf í orkumálum þar sem kanna átti kosti þess að leggja raforkusæstreng milli landanna, eins og fram kom í þessari frétt:
Færeyjar Orkumál Bensín og olía Loftslagsmál Vindorka Orkuskipti Tengdar fréttir Færeyingar fá núna raforku með virkjun sjávarstrauma Færeyingar eru byrjaðir að virkja sjávarföllin í samstarfi við sænskt þróunarfélag. Túrbína upp á 1,2 megavött er þegar komin í sjó og þykir reynslan það góð að farið er að undirbúa 200 megavatta raforkuframleiðslu úr sjávarstraumum við Færeyjar. 26. febrúar 2024 21:00 Vindmyllur orðnar helsti raforkugjafi Færeyinga Umskipti hafa orðið í raforkumálum Færeyinga með opnun nýs vindorkuvers í byrjun mánaðarins og fá þeir núna í fyrsta sinn meirihluta raforku sinnar úr sjálfbærum orkulindum. Í fyrra komu yfir sextíu prósent raforkunnar úr dísilrafstöðvum en núna er vindurinn orðinn stærsti orkugjafinn. 18. desember 2022 22:22 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Sjá meira
Færeyingar fá núna raforku með virkjun sjávarstrauma Færeyingar eru byrjaðir að virkja sjávarföllin í samstarfi við sænskt þróunarfélag. Túrbína upp á 1,2 megavött er þegar komin í sjó og þykir reynslan það góð að farið er að undirbúa 200 megavatta raforkuframleiðslu úr sjávarstraumum við Færeyjar. 26. febrúar 2024 21:00
Vindmyllur orðnar helsti raforkugjafi Færeyinga Umskipti hafa orðið í raforkumálum Færeyinga með opnun nýs vindorkuvers í byrjun mánaðarins og fá þeir núna í fyrsta sinn meirihluta raforku sinnar úr sjálfbærum orkulindum. Í fyrra komu yfir sextíu prósent raforkunnar úr dísilrafstöðvum en núna er vindurinn orðinn stærsti orkugjafinn. 18. desember 2022 22:22
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent