Fyrir ykkur, Blessing, Mary og Esther Guðrún Árnadóttir og Þorgerður Jörundsdóttir skrifa 13. maí 2024 07:31 Það er mæðradagurinn í dag þegar við skrifum þessa grein. Dagur sem okkur öllum þykir vænt um. Á einhvern hátt þráum við öll að tengjast, elska og sýna öðrum umhyggju. Okkur langar að segja frá Blessing, Mary og Esther. Hvernig við höfum tengst þeim og hvernig það er að þykja vænt um þær. Það liggur mikið við og myndirnar sem koma upp í hugann eru brotakenndar. Okkur langar til að segja frá hve gjafmild Blessing er. Hve mikinn innri styrk hún getur sýnt. Okkur langar til að segja frá því hvað Esther er ung, hversu brothætt og feimin hún er. Okkur langar til að segja frá reisn Mary og brosmildi. Okkur langar að segja frá símtalinu sem við áttum við þær. Þegar þær hringdu í okkur frá Hólmsheiði, hvernig þær töluðu hver ofan í aðra, ákafann og feginleikann í röddinni þegar þær loksins fengu að hringja og heyra í vinum. Okkur langar að segja frá því þegar við fórum allar saman í göngutúr við Bessastaði og þær grínuðust með það hvort þær mættu banka uppá. Bara, að við hefðum gert það. Í þeirri gönguferð sögðu þær okkur sögur af því þegar þær sóttu vatn sem litlar stelpur og Blessing bætti við: Það er hættulegt fyrir stúlku að vera ein að sækja vatn. Við tíndum álftafjaðrir og dáðumst að umhverfinu. Við gengum, spjölluðum og þær töluðu um hvað þeim finndist gott að vera úti á hreyfingu í fersku lofti og hætta um stund að hugsa um óvissuna og biðina. Á kvenréttindadaginn stóðum við með þeim á Arnarhóli í hafsjó íslenskra kvenna og æptum slagorðin með þeim öllum. Þessar penu, kurteisu og orðvöru vinkonur okkar fengu loksins, eftir allar sínar þjáningar og þrautagöngur, að gleyma sér, týna sér í fjöldanum og þær trúðu varla eigin eyrum þegar þær heyrðu sjálfar sig hrópa: Fokk feðraveldið! Þær litu undrandi og flissandi hver á aðra þegar þær tóku sér orðin í munn. Fyrir framan stjórnarráðið komum við auga á konur sem voru að undirbúa feminískan gjörning. Þegar í ljós kom að gjörningurinn fólst í því að dansa og syngja lyftist brúnin á vinkonum okkar og að sjálfsögðu vildu þær taka þátt. Og þær dönsuðu! Á þrepum stjórnarráðsins dönsuðum við og sungum um nauðganir og mansal. Við sungum fullum hálsi: Refsingin er kúgun, sýnileg og dulin! Við sungum: Það er kúgandi ríki í karlrembulíki. Því gerandinn ert þú! Já nauðgarinn ert þú! Það eru löggur, dómarar, sýslumenn og ráðherrar! Það er súrrealískt að minnast þess að þarna stóðum við með vinkonum okkar, systrum okkar, dætrum og mæðrum og fögnuðum frelsi kvenna. Sumra. Ári síðar stóðum við á samkomu í Kolaportinu. Þær höfðu fundið í sér kjark og dug til að skrifa ræðu og þarna stóðu þær saman á sviðinu þar sem Mary talaði hátt og snjallt á íslensku fyrir munn þeirra allra og sagði frá lífi þeirra í neyðarskýli Rauða krossins. Við erum svo lánsamar að hafa mega tengst þessum konum. Það er gott að þykja vænt um þær. Það er lán að tengjast, elska og sýna öðrum umhyggju. Guðrún ÁrnadóttirÞorgerður Jörundsdóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Það er mæðradagurinn í dag þegar við skrifum þessa grein. Dagur sem okkur öllum þykir vænt um. Á einhvern hátt þráum við öll að tengjast, elska og sýna öðrum umhyggju. Okkur langar að segja frá Blessing, Mary og Esther. Hvernig við höfum tengst þeim og hvernig það er að þykja vænt um þær. Það liggur mikið við og myndirnar sem koma upp í hugann eru brotakenndar. Okkur langar til að segja frá hve gjafmild Blessing er. Hve mikinn innri styrk hún getur sýnt. Okkur langar til að segja frá því hvað Esther er ung, hversu brothætt og feimin hún er. Okkur langar til að segja frá reisn Mary og brosmildi. Okkur langar að segja frá símtalinu sem við áttum við þær. Þegar þær hringdu í okkur frá Hólmsheiði, hvernig þær töluðu hver ofan í aðra, ákafann og feginleikann í röddinni þegar þær loksins fengu að hringja og heyra í vinum. Okkur langar að segja frá því þegar við fórum allar saman í göngutúr við Bessastaði og þær grínuðust með það hvort þær mættu banka uppá. Bara, að við hefðum gert það. Í þeirri gönguferð sögðu þær okkur sögur af því þegar þær sóttu vatn sem litlar stelpur og Blessing bætti við: Það er hættulegt fyrir stúlku að vera ein að sækja vatn. Við tíndum álftafjaðrir og dáðumst að umhverfinu. Við gengum, spjölluðum og þær töluðu um hvað þeim finndist gott að vera úti á hreyfingu í fersku lofti og hætta um stund að hugsa um óvissuna og biðina. Á kvenréttindadaginn stóðum við með þeim á Arnarhóli í hafsjó íslenskra kvenna og æptum slagorðin með þeim öllum. Þessar penu, kurteisu og orðvöru vinkonur okkar fengu loksins, eftir allar sínar þjáningar og þrautagöngur, að gleyma sér, týna sér í fjöldanum og þær trúðu varla eigin eyrum þegar þær heyrðu sjálfar sig hrópa: Fokk feðraveldið! Þær litu undrandi og flissandi hver á aðra þegar þær tóku sér orðin í munn. Fyrir framan stjórnarráðið komum við auga á konur sem voru að undirbúa feminískan gjörning. Þegar í ljós kom að gjörningurinn fólst í því að dansa og syngja lyftist brúnin á vinkonum okkar og að sjálfsögðu vildu þær taka þátt. Og þær dönsuðu! Á þrepum stjórnarráðsins dönsuðum við og sungum um nauðganir og mansal. Við sungum fullum hálsi: Refsingin er kúgun, sýnileg og dulin! Við sungum: Það er kúgandi ríki í karlrembulíki. Því gerandinn ert þú! Já nauðgarinn ert þú! Það eru löggur, dómarar, sýslumenn og ráðherrar! Það er súrrealískt að minnast þess að þarna stóðum við með vinkonum okkar, systrum okkar, dætrum og mæðrum og fögnuðum frelsi kvenna. Sumra. Ári síðar stóðum við á samkomu í Kolaportinu. Þær höfðu fundið í sér kjark og dug til að skrifa ræðu og þarna stóðu þær saman á sviðinu þar sem Mary talaði hátt og snjallt á íslensku fyrir munn þeirra allra og sagði frá lífi þeirra í neyðarskýli Rauða krossins. Við erum svo lánsamar að hafa mega tengst þessum konum. Það er gott að þykja vænt um þær. Það er lán að tengjast, elska og sýna öðrum umhyggju. Guðrún ÁrnadóttirÞorgerður Jörundsdóttir
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar