Minnisleysi eða þekkingarskortur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 9. maí 2024 09:00 Formaður Alþýðuhreyfingarinnar, Þorvaldur Þorvaldsson, sagði í grein á Vísir.is í gær að það hefði verið sláandi að heyra Katrínu Jakobsdóttur segja í kosningasjónvarpi Ríkisútvarpsins á dögunum að tæki Alþingi ákvörðun um það að ganga í Evrópusambandið án þess að leggja málið í þjóðaratkvæði teldi hún það augljóslegt dæmi um mál sem bera ætti undir þjóðina. Nokkuð sem þó hefði ekki átt að koma honum á óvart. Vísaði Þorvaldur til þess að Katrín hefði greitt atkvæði með umsókn þáverandi ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og VG um inngöngu í Evrópusambandið árið 2009 og gegn því að sú ákvörðun yrði lögð í þjóðaratkvæði. Eftir sem áður stóð til að kosið yrði um mögulegan samning hefði komið til hans. „Hefur frambjóðandinn skipt um skoðun?“ spurði hann og taldi berlega að um eitthvað væri að ræða sem gerzt hefði nýverið. Formaðurinn hefur þannig ljóslega ekki fylgst nógu vel með. Til að mynda var þannig fjallað um það í fjölmiðlum í febrúar 2019 að Katrín hefði lýst því yfir í fyrirspurnatíma á Alþingi að mistök hefðu verið gerð með því að leggja ekki umsóknina um inngöngu í Evrópusambandið í þjóðaratkvæði og áréttaði þar fyrri ummæli í þeim efnum. Þá lýsti hún því ítrekað yfir sem formaður VG að flokkurinn myndi ekki styðja slíka umsókn. Bezt treystandi til þess að standa vaktina Komið hefur að sama skapi ítrekað fram í máli Katrínar á liðnum árum að hún sé andvíg því að gengið verði í Evrópusambandið og hefur ekki verið í neinum feluleik með afstöðu sína í þeim efnum. Ólíkt til dæmis Höllu Hrund Logadóttur á fundi á Egilsstöðum í vikunni þar sem hún var ítrekað innt eftir afstöðu hennar til málsins sem hún kom sér jafnoft undan því að svara. Eins og hún hefur raunar gert í fleiri málum. Hvað varðar þriðja frambjóðandann sem mælist með hvað mest fylgi í könnunum, Baldur Þórhallsson, hefur hann eins og velþekkt er lengi verið einn ötulasti hvatamaður þess að Ísland gangi í Evrópusambandið. Fyrir vikið þarf ekki að velkjast í miklum vafa um það hver afstaða hans er þegar þessi mál eru annars vegar jafnvel þó hann hafi farið að tala á nokkuð óljósari nótum í þeim efnum eftir að hann lýsti yfir framboði. Ég er þannig ekki í nokkrum vafa um það að Katrínu sé bezt treystandi af þeim þremur til þess að standa vaktina gagnvart stjórnvöldum og sjá til þess að þjóðin hefði síðasta orðið kæmi til þess að tekin yrði sú ákvörðun af hálfu þeirra að fara með Ísland inn í Evrópusambandið án þess að bera það undir hana. Þar vegur ekki sízt þungt hennar mikla reynsla og þekking á því hvernig kaupin gerast á eyrinni í pólitíkinni. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Forsetakosningar 2024 Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Formaður Alþýðuhreyfingarinnar, Þorvaldur Þorvaldsson, sagði í grein á Vísir.is í gær að það hefði verið sláandi að heyra Katrínu Jakobsdóttur segja í kosningasjónvarpi Ríkisútvarpsins á dögunum að tæki Alþingi ákvörðun um það að ganga í Evrópusambandið án þess að leggja málið í þjóðaratkvæði teldi hún það augljóslegt dæmi um mál sem bera ætti undir þjóðina. Nokkuð sem þó hefði ekki átt að koma honum á óvart. Vísaði Þorvaldur til þess að Katrín hefði greitt atkvæði með umsókn þáverandi ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og VG um inngöngu í Evrópusambandið árið 2009 og gegn því að sú ákvörðun yrði lögð í þjóðaratkvæði. Eftir sem áður stóð til að kosið yrði um mögulegan samning hefði komið til hans. „Hefur frambjóðandinn skipt um skoðun?“ spurði hann og taldi berlega að um eitthvað væri að ræða sem gerzt hefði nýverið. Formaðurinn hefur þannig ljóslega ekki fylgst nógu vel með. Til að mynda var þannig fjallað um það í fjölmiðlum í febrúar 2019 að Katrín hefði lýst því yfir í fyrirspurnatíma á Alþingi að mistök hefðu verið gerð með því að leggja ekki umsóknina um inngöngu í Evrópusambandið í þjóðaratkvæði og áréttaði þar fyrri ummæli í þeim efnum. Þá lýsti hún því ítrekað yfir sem formaður VG að flokkurinn myndi ekki styðja slíka umsókn. Bezt treystandi til þess að standa vaktina Komið hefur að sama skapi ítrekað fram í máli Katrínar á liðnum árum að hún sé andvíg því að gengið verði í Evrópusambandið og hefur ekki verið í neinum feluleik með afstöðu sína í þeim efnum. Ólíkt til dæmis Höllu Hrund Logadóttur á fundi á Egilsstöðum í vikunni þar sem hún var ítrekað innt eftir afstöðu hennar til málsins sem hún kom sér jafnoft undan því að svara. Eins og hún hefur raunar gert í fleiri málum. Hvað varðar þriðja frambjóðandann sem mælist með hvað mest fylgi í könnunum, Baldur Þórhallsson, hefur hann eins og velþekkt er lengi verið einn ötulasti hvatamaður þess að Ísland gangi í Evrópusambandið. Fyrir vikið þarf ekki að velkjast í miklum vafa um það hver afstaða hans er þegar þessi mál eru annars vegar jafnvel þó hann hafi farið að tala á nokkuð óljósari nótum í þeim efnum eftir að hann lýsti yfir framboði. Ég er þannig ekki í nokkrum vafa um það að Katrínu sé bezt treystandi af þeim þremur til þess að standa vaktina gagnvart stjórnvöldum og sjá til þess að þjóðin hefði síðasta orðið kæmi til þess að tekin yrði sú ákvörðun af hálfu þeirra að fara með Ísland inn í Evrópusambandið án þess að bera það undir hana. Þar vegur ekki sízt þungt hennar mikla reynsla og þekking á því hvernig kaupin gerast á eyrinni í pólitíkinni. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál)
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun