Minnisleysi eða þekkingarskortur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 9. maí 2024 09:00 Formaður Alþýðuhreyfingarinnar, Þorvaldur Þorvaldsson, sagði í grein á Vísir.is í gær að það hefði verið sláandi að heyra Katrínu Jakobsdóttur segja í kosningasjónvarpi Ríkisútvarpsins á dögunum að tæki Alþingi ákvörðun um það að ganga í Evrópusambandið án þess að leggja málið í þjóðaratkvæði teldi hún það augljóslegt dæmi um mál sem bera ætti undir þjóðina. Nokkuð sem þó hefði ekki átt að koma honum á óvart. Vísaði Þorvaldur til þess að Katrín hefði greitt atkvæði með umsókn þáverandi ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og VG um inngöngu í Evrópusambandið árið 2009 og gegn því að sú ákvörðun yrði lögð í þjóðaratkvæði. Eftir sem áður stóð til að kosið yrði um mögulegan samning hefði komið til hans. „Hefur frambjóðandinn skipt um skoðun?“ spurði hann og taldi berlega að um eitthvað væri að ræða sem gerzt hefði nýverið. Formaðurinn hefur þannig ljóslega ekki fylgst nógu vel með. Til að mynda var þannig fjallað um það í fjölmiðlum í febrúar 2019 að Katrín hefði lýst því yfir í fyrirspurnatíma á Alþingi að mistök hefðu verið gerð með því að leggja ekki umsóknina um inngöngu í Evrópusambandið í þjóðaratkvæði og áréttaði þar fyrri ummæli í þeim efnum. Þá lýsti hún því ítrekað yfir sem formaður VG að flokkurinn myndi ekki styðja slíka umsókn. Bezt treystandi til þess að standa vaktina Komið hefur að sama skapi ítrekað fram í máli Katrínar á liðnum árum að hún sé andvíg því að gengið verði í Evrópusambandið og hefur ekki verið í neinum feluleik með afstöðu sína í þeim efnum. Ólíkt til dæmis Höllu Hrund Logadóttur á fundi á Egilsstöðum í vikunni þar sem hún var ítrekað innt eftir afstöðu hennar til málsins sem hún kom sér jafnoft undan því að svara. Eins og hún hefur raunar gert í fleiri málum. Hvað varðar þriðja frambjóðandann sem mælist með hvað mest fylgi í könnunum, Baldur Þórhallsson, hefur hann eins og velþekkt er lengi verið einn ötulasti hvatamaður þess að Ísland gangi í Evrópusambandið. Fyrir vikið þarf ekki að velkjast í miklum vafa um það hver afstaða hans er þegar þessi mál eru annars vegar jafnvel þó hann hafi farið að tala á nokkuð óljósari nótum í þeim efnum eftir að hann lýsti yfir framboði. Ég er þannig ekki í nokkrum vafa um það að Katrínu sé bezt treystandi af þeim þremur til þess að standa vaktina gagnvart stjórnvöldum og sjá til þess að þjóðin hefði síðasta orðið kæmi til þess að tekin yrði sú ákvörðun af hálfu þeirra að fara með Ísland inn í Evrópusambandið án þess að bera það undir hana. Þar vegur ekki sízt þungt hennar mikla reynsla og þekking á því hvernig kaupin gerast á eyrinni í pólitíkinni. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Forsetakosningar 2024 Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar Skoðun Lækkum álögur á fólk og fyrirtæki á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Valdeflandi endurhæfing Hugarafls styrkt í sessi Auður Axelsdóttir skrifar Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir skrifar Skoðun Kjósum breytingar – Kjósum Pírata Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Þreyttur á vók? Símon Vestarr skrifar Skoðun Áskorun í minnkandi heimi Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun í heilbrigðismálum – bréf frá einstakling með ADHD Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson skrifar Skoðun Einkaframtakinu þarf að fylgja ábyrgð Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Vindorkuver? Ekki svona, ekki núna! Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin 2 - lofað upp í ermina á sér Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri til breytinga með Samfylkingunni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hvernig getur þú stutt þjóðarmorð? Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun Viljum við frjálshyggju? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Af hverju að kjósa Viðreisn - C fyrir frelsi og frið Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Fleiri læk – betra skap Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf undir forystu Sjálfstæðisflokksins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Wybory islandzkie i sprawy polskie Maksymilian Haraldur Frach skrifar Skoðun Grasrótin í brennidepli undir forystu Ásmundar Einars Ólafur Magnússon skrifar Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun 108 ár – hverjum treystir þú? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Róluvallaráðherra Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hveitipoki á fjörutíu þúsund Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Tími til að endurvekja frelsið Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Einkaframtakið í sinni fegurstu mynd Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Viðreisn vakti hjá mér von Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Formaður Alþýðuhreyfingarinnar, Þorvaldur Þorvaldsson, sagði í grein á Vísir.is í gær að það hefði verið sláandi að heyra Katrínu Jakobsdóttur segja í kosningasjónvarpi Ríkisútvarpsins á dögunum að tæki Alþingi ákvörðun um það að ganga í Evrópusambandið án þess að leggja málið í þjóðaratkvæði teldi hún það augljóslegt dæmi um mál sem bera ætti undir þjóðina. Nokkuð sem þó hefði ekki átt að koma honum á óvart. Vísaði Þorvaldur til þess að Katrín hefði greitt atkvæði með umsókn þáverandi ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og VG um inngöngu í Evrópusambandið árið 2009 og gegn því að sú ákvörðun yrði lögð í þjóðaratkvæði. Eftir sem áður stóð til að kosið yrði um mögulegan samning hefði komið til hans. „Hefur frambjóðandinn skipt um skoðun?“ spurði hann og taldi berlega að um eitthvað væri að ræða sem gerzt hefði nýverið. Formaðurinn hefur þannig ljóslega ekki fylgst nógu vel með. Til að mynda var þannig fjallað um það í fjölmiðlum í febrúar 2019 að Katrín hefði lýst því yfir í fyrirspurnatíma á Alþingi að mistök hefðu verið gerð með því að leggja ekki umsóknina um inngöngu í Evrópusambandið í þjóðaratkvæði og áréttaði þar fyrri ummæli í þeim efnum. Þá lýsti hún því ítrekað yfir sem formaður VG að flokkurinn myndi ekki styðja slíka umsókn. Bezt treystandi til þess að standa vaktina Komið hefur að sama skapi ítrekað fram í máli Katrínar á liðnum árum að hún sé andvíg því að gengið verði í Evrópusambandið og hefur ekki verið í neinum feluleik með afstöðu sína í þeim efnum. Ólíkt til dæmis Höllu Hrund Logadóttur á fundi á Egilsstöðum í vikunni þar sem hún var ítrekað innt eftir afstöðu hennar til málsins sem hún kom sér jafnoft undan því að svara. Eins og hún hefur raunar gert í fleiri málum. Hvað varðar þriðja frambjóðandann sem mælist með hvað mest fylgi í könnunum, Baldur Þórhallsson, hefur hann eins og velþekkt er lengi verið einn ötulasti hvatamaður þess að Ísland gangi í Evrópusambandið. Fyrir vikið þarf ekki að velkjast í miklum vafa um það hver afstaða hans er þegar þessi mál eru annars vegar jafnvel þó hann hafi farið að tala á nokkuð óljósari nótum í þeim efnum eftir að hann lýsti yfir framboði. Ég er þannig ekki í nokkrum vafa um það að Katrínu sé bezt treystandi af þeim þremur til þess að standa vaktina gagnvart stjórnvöldum og sjá til þess að þjóðin hefði síðasta orðið kæmi til þess að tekin yrði sú ákvörðun af hálfu þeirra að fara með Ísland inn í Evrópusambandið án þess að bera það undir hana. Þar vegur ekki sízt þungt hennar mikla reynsla og þekking á því hvernig kaupin gerast á eyrinni í pólitíkinni. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál)
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar
Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun