Bandaríkjamenn stöðvuðu vopnasendingu til Ísrael í síðustu viku Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. maí 2024 06:30 Mótmæli eru nú daglegt brauð í Tel Aviv og Jerúsalem, þar sem fólk kallar eftir lausn gíslanna í haldi Hamas og afsögn Benjamin Netanyahu forsætisráðherra. AP/Oded Balilty Joe Biden Bandaríkjaforseti stöðvaði vopnasendingu til Ísraelsmanna í síðustu viku til að koma í veg fyrir að innihaldið, um 3.500 sprengjur, yrðu notaðar á Rafah. Samkvæmt New York Times er nú til skoðunar að stöðva fleiri sendingar, meðal annars stýribúnað til að breyta svokölluðum „heimskum sprengjum“, sem erfitt er að miða, í hnitmiðaðri vopn. Um er að ræða fyrsta skiptið sem Biden heldur vopnum frá Ísraelsmönnum til að setja þrýsting á þá en Biden hefur verið mjög skýr með það að hann styðji ekki áhlaup Ísraelshers á Rafah. Ísraelskir embættismenn greindu frá ákvörðun Bandaríkjamanna í síðustu viku en fregnirnar fengust ekki staðfestar vestanhafs fyrr en í gær, eftir að fréttist að Ísraelsmenn hefðu sent skriðdreka inn í Rafah. Stjórnvöld í Bandaríkjunum eru sögð vera að missa þolinmæðina gagnvart Ísraelsmönnum, sem virðast alfarið ætla að hunsa viðvaranir þeirra og annarra um að áhlaup gæti haft í för með sér gríðarlegt mannfall. Upphaflega tók Biden þá afstöðu að Ísraelar ættu ekki að ráðast inn fyrr en þeir hefðu lagt fram sannfærandi áætlun um hvernig þeir ætluðu að gera það án þess að það leiddi til hörmunga fyrir þá sem hafast við í borginni en nú eru Bandaríkjamenn sagðisr efast um að það sé yfir höfuð mögulegt. Enn er óvíst hvort Ísraelsmenn munu gera árás á Rafah á næstu dögum, í kjölfar þeirra „afmörkuðu aðgerða“ sem nú virðast standa yfir. Þeir segja landamærastöðvarnar sem lokað var í gær eða fyrradag, í Kerem Shalom og við Egyptaland, hafa verið opnaðar á ný. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Bandaríkin Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Sjá meira
Samkvæmt New York Times er nú til skoðunar að stöðva fleiri sendingar, meðal annars stýribúnað til að breyta svokölluðum „heimskum sprengjum“, sem erfitt er að miða, í hnitmiðaðri vopn. Um er að ræða fyrsta skiptið sem Biden heldur vopnum frá Ísraelsmönnum til að setja þrýsting á þá en Biden hefur verið mjög skýr með það að hann styðji ekki áhlaup Ísraelshers á Rafah. Ísraelskir embættismenn greindu frá ákvörðun Bandaríkjamanna í síðustu viku en fregnirnar fengust ekki staðfestar vestanhafs fyrr en í gær, eftir að fréttist að Ísraelsmenn hefðu sent skriðdreka inn í Rafah. Stjórnvöld í Bandaríkjunum eru sögð vera að missa þolinmæðina gagnvart Ísraelsmönnum, sem virðast alfarið ætla að hunsa viðvaranir þeirra og annarra um að áhlaup gæti haft í för með sér gríðarlegt mannfall. Upphaflega tók Biden þá afstöðu að Ísraelar ættu ekki að ráðast inn fyrr en þeir hefðu lagt fram sannfærandi áætlun um hvernig þeir ætluðu að gera það án þess að það leiddi til hörmunga fyrir þá sem hafast við í borginni en nú eru Bandaríkjamenn sagðisr efast um að það sé yfir höfuð mögulegt. Enn er óvíst hvort Ísraelsmenn munu gera árás á Rafah á næstu dögum, í kjölfar þeirra „afmörkuðu aðgerða“ sem nú virðast standa yfir. Þeir segja landamærastöðvarnar sem lokað var í gær eða fyrradag, í Kerem Shalom og við Egyptaland, hafa verið opnaðar á ný.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Bandaríkin Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Sjá meira