Íhaldsflokkurinn laut í lægra haldi í sveitarstjórnarkosningum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 5. maí 2024 10:11 Rishi Sunak hefur farið fyrir Íhaldsflokknum síðan í október ársins 2022. AP/Molly Darlington Niðurstöður liggja fyrir í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum í Englandi og Wales í öllu nema einu kjördæmi og vann Verkamannaflokkurinn mikinn sigur. Flokkurinn bætti við sig 180 sveitarstjórnarsætum og vann meirihluta í átta stjórnum. Stemmir þetta við niðurstöður skoðanakannana sem benda til þess að stefni til stórsigurs Verkamannaflokksins undir forystu Keir Starmer í komandi þingkosningum. Þær verða haldnar í síðasta lagi í janúar á næsta ári en fulltrúar Verkamannaflokksins hafa hvatt Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, til að flýta fyrir þeim í ljósi aðstæðna. Sadiq Khan, borgarstjóri Lundúna og fulltrúi Verkamannaflokksins, tryggði sér einnig sitt þriðja kjörtímabil í því embætti. Hann bar sigur úr býtum með meira en 276 þúsund atkvæðum og hlaut meirihluta í níu af fjórtán kjördæmum. Íhaldsflokkurinn galt afhroð í kosningunum og tapaði ríflega 470 sveitarstjórnarsætum, rétt undir helmingi þeirra sem þeir höfðu. Eftir kosningarnar eru íhaldsmenn með 513 menn í sveitarstjórnum Englands og Wales en það vekur athygli að þeir eru færri en 521 sveitarstjórnarfulltrúar Frjálslynda demókrataflokksins eftir kosningarnar. Þrátt fyrir dræmar niðurstöður situr Rishi Sunak sem fastast í forsætisráðherrastólnum og nýtur stuðnings ráðamanna í Íhaldsflokknum. Suella Braverman, þingkona Íhaldsflokksins og fyrrum innanríkisráðherra, stendur við bakið á Sunak. Aðspurð hvort hún teldi þörf á nýjum leiðtoga sagði hún svo ekki vera. „Það er, held ég, ekki raunsætt eins og staðan er. Við höfum ekki nægan tíma og það getur enginn nýr komið og snúið við blaðinu, ef ég á að vera hreinskilin,“ segir hún í viðtali við breska ríkisútvarpið. Verkamannaflokkurinn tapaði sætum í kjördæmum með stórt hlutfall múslima sem þykir benda til þess að viðbrögð fulltrúa þeirra við átökunum fyrir botni Miðjarðarhafs hafi haft áhrif. Frjálslyndi demókrataflokkurinn og Græningjar bættu einnig við sig sætum í kosningum á kostnað bæði Verkamanna- og Íhaldsflokksins. Frjálslyndir demókratar unnu mikinn sigur og bættu við sig 105 sveitarstjórnarfulltrúum. Kosningar í Bretlandi Bretland England Wales Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Stemmir þetta við niðurstöður skoðanakannana sem benda til þess að stefni til stórsigurs Verkamannaflokksins undir forystu Keir Starmer í komandi þingkosningum. Þær verða haldnar í síðasta lagi í janúar á næsta ári en fulltrúar Verkamannaflokksins hafa hvatt Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, til að flýta fyrir þeim í ljósi aðstæðna. Sadiq Khan, borgarstjóri Lundúna og fulltrúi Verkamannaflokksins, tryggði sér einnig sitt þriðja kjörtímabil í því embætti. Hann bar sigur úr býtum með meira en 276 þúsund atkvæðum og hlaut meirihluta í níu af fjórtán kjördæmum. Íhaldsflokkurinn galt afhroð í kosningunum og tapaði ríflega 470 sveitarstjórnarsætum, rétt undir helmingi þeirra sem þeir höfðu. Eftir kosningarnar eru íhaldsmenn með 513 menn í sveitarstjórnum Englands og Wales en það vekur athygli að þeir eru færri en 521 sveitarstjórnarfulltrúar Frjálslynda demókrataflokksins eftir kosningarnar. Þrátt fyrir dræmar niðurstöður situr Rishi Sunak sem fastast í forsætisráðherrastólnum og nýtur stuðnings ráðamanna í Íhaldsflokknum. Suella Braverman, þingkona Íhaldsflokksins og fyrrum innanríkisráðherra, stendur við bakið á Sunak. Aðspurð hvort hún teldi þörf á nýjum leiðtoga sagði hún svo ekki vera. „Það er, held ég, ekki raunsætt eins og staðan er. Við höfum ekki nægan tíma og það getur enginn nýr komið og snúið við blaðinu, ef ég á að vera hreinskilin,“ segir hún í viðtali við breska ríkisútvarpið. Verkamannaflokkurinn tapaði sætum í kjördæmum með stórt hlutfall múslima sem þykir benda til þess að viðbrögð fulltrúa þeirra við átökunum fyrir botni Miðjarðarhafs hafi haft áhrif. Frjálslyndi demókrataflokkurinn og Græningjar bættu einnig við sig sætum í kosningum á kostnað bæði Verkamanna- og Íhaldsflokksins. Frjálslyndir demókratar unnu mikinn sigur og bættu við sig 105 sveitarstjórnarfulltrúum.
Kosningar í Bretlandi Bretland England Wales Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira