Fjöldi verkfallsboðana á Keflavíkurflugvelli áhyggjuefni Bjarki Sigurðsson skrifar 3. maí 2024 19:02 Ragnar Árnason er forstöðumaður vinnumarkaðssviðs Samtaka atvinnulífsins. Vísir/Einar Forstöðumaður hjá Samtökum atvinnulífsins segir áhyggjuefni hversu oft stéttarfélög með starfsmenn á Keflavíkurflugvelli boði til verkfalla. Samtökin muni fara fram á frestun aðgerða þegar sest verður aftur við samningaborðið. Verkfallsaðgerðir á Keflavíkurflugvelli hefjast að óbreyttu fimmtudaginn níunda maí þegar ótímabundið yfirvinnubann félagsmanna Sameykis og Félags flugmálastarfsmanna ríkisins tekur gildi. Daginn eftir leggur starfsfólk öryggisleitar flugvallarins niður störf í fjóra tíma og endurtaka leikin þrjá daga til viðbótar. Starfsemi flugvallarins mun að miklu leyti lamast á þeim tíma. Ragnar Árnason, forstöðumaður vinnumarkaðssviðs Samtaka atvinnulífsins (SA), sem sjá um að semja við stéttarfélögin fyrir hönd ISAVIA, segir það mikilvægt að komast aftur að samningaborðinu. „Þeir vilja fá það sem aðrir hafa samið um en síðan meira en það. Ýmis mál sem snúa að innanhúsmálum varðandi vinnufyrirkomulag og fleira hjá ISAVIA sem er auðvitað eðlilegt að ræða en það hefur ekki komið til greina af hálfu SA að fara fram hjá þessari launastefnu, sem hefur þegar verið mörkuð,“ segir Ragnar. Fyrsta krafa SA verði að verkfallsaðgerðum sé frestað. „Það er auðvitað áhyggjuefni að þau stéttarfélög sem eru með starfsfólk á Keflavíkurflugvelli sjái einhvern veginn í hendi sér að það sé sjálfsagt að fara í verkföll til að knýja á um meira en almennt gengur og gerist um launafólk hér á landi. Það er eitthvað sem maður veltir fyrir sér varðandi vinnumarkaðslíkanið hér á landi að þetta sé í boði. Að minni hópar marka sérstaka launastefnu, fram hjá þeirri stefnu sem aðrir eru tilbúnir að samþykkja,“ segir Ragnar. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Keflavíkurflugvöllur Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Sjá meira
Verkfallsaðgerðir á Keflavíkurflugvelli hefjast að óbreyttu fimmtudaginn níunda maí þegar ótímabundið yfirvinnubann félagsmanna Sameykis og Félags flugmálastarfsmanna ríkisins tekur gildi. Daginn eftir leggur starfsfólk öryggisleitar flugvallarins niður störf í fjóra tíma og endurtaka leikin þrjá daga til viðbótar. Starfsemi flugvallarins mun að miklu leyti lamast á þeim tíma. Ragnar Árnason, forstöðumaður vinnumarkaðssviðs Samtaka atvinnulífsins (SA), sem sjá um að semja við stéttarfélögin fyrir hönd ISAVIA, segir það mikilvægt að komast aftur að samningaborðinu. „Þeir vilja fá það sem aðrir hafa samið um en síðan meira en það. Ýmis mál sem snúa að innanhúsmálum varðandi vinnufyrirkomulag og fleira hjá ISAVIA sem er auðvitað eðlilegt að ræða en það hefur ekki komið til greina af hálfu SA að fara fram hjá þessari launastefnu, sem hefur þegar verið mörkuð,“ segir Ragnar. Fyrsta krafa SA verði að verkfallsaðgerðum sé frestað. „Það er auðvitað áhyggjuefni að þau stéttarfélög sem eru með starfsfólk á Keflavíkurflugvelli sjái einhvern veginn í hendi sér að það sé sjálfsagt að fara í verkföll til að knýja á um meira en almennt gengur og gerist um launafólk hér á landi. Það er eitthvað sem maður veltir fyrir sér varðandi vinnumarkaðslíkanið hér á landi að þetta sé í boði. Að minni hópar marka sérstaka launastefnu, fram hjá þeirri stefnu sem aðrir eru tilbúnir að samþykkja,“ segir Ragnar.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Keflavíkurflugvöllur Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Sjá meira