Án varna, ekkert frelsi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 1. maí 2024 10:00 Í vikunni samþykkti Alþingi þingsályktun um stuðning Íslands við Úkraínu til næstu fimm ára. Málið hafði góðan stuðning í þinginu eins og önnur mál sem við höfum afgreitt til stuðnings Úkraínu. Með tillögunni leggja íslensk stjórnvöld áherslu á ákveðna þætti stuðnings við Úkraínu, m.a. á öflugt samstarf og samskipti. Ég hef upplifað það frá fyrstu hendi hversu miklu máli öflugt samstarf og samskipti við landið skipta. Sú áhersla er mikilvæg til að styðja við sjálfsmynd Úkraínu og sjálfstæði og fullveldi landsins. Friðaráætlun forseta Úkraínu er gríðarlega mikilvæg, ekki síður en áhersla hans á varnir. Það virðist stundum gleymast í yfirlætislegri umræðu um átök í öðrum löndum að enginn þráir frið meira en íbúar í stríði. Enginn þráir frið í Úkraínu heitar en Úkraínumenn sjálfir. Það var því athyglisvert að hlusta á málflutning pírata um tillöguna sem þeir reyndar studdu þó í heild. Píratar gera athugasemd við að Íslendingar leggi til fjármuni með nágranna- og vinaþjóðum til kaupa á skotfærum og lofvarnarkerfum sem Úkraínumenn leggja höfuðáherslu á. Píratar leggja áherslu á að við komum að mannúðaraðstoð og borgaralegri þjálfun, t.a.m. sprengjuleit, en tökum ekki þátt í sameiginlegu átaki Evrópuþjóða til að bregðast við sáru ákalli Úkraínumanna. Um þetta vísa píratar m.a. til ályktunar Samtaka hernaðarandstæðinga þar sem samtökin segja aðstoð Íslands vera „kúvendingu“ á afstöðu Íslands um að vinna að friði. Innrás Rússlands í Úkraínu er alvarlegasta ógn við öryggi Evrópu frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Kúvendingin sem hefur orðið er allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu. Stríð er nú háð í okkar heimshluta með miklum yfirlýsingum Rússa um frekari landvinninga í Evrópu. - Stríð þar sem Rússland hefur þverbrotið alþjóðalög og lætur sér fátt um finnast um viðbrögð alþjóðasamfélagsins. Nágranna- og vinaþjóðir okkar eru mjög meðvitaðar um alvarlega stöðu í okkar heimsálfu og hversu mjög hún ógnar friðinum í álfunni. Það væri óskandi að þeir sem vilja loka augunum fyrir ákalli Úkraínumanna um varnir gegn grimmilegri árás svo þeir geti öðlast hlutdeild í friðnum opnuðu augun og settu sig í spor Úkraínumanna. Borgaraleg þjálfun og hjúkrun særðra er auðvitað mikilvæg. En vonandi verðum við aldrei í þeirri stöðu að sitja varnarlaus undir kúlu- og sprengjuregni og fá þau viðbrögð vinaþjóða að þær takmarki aðstoðina við það. Ákveðnir hópar í Þýskalandi hvöttu til að Úkraínumenn fengju ekki varnarvopn í upphafi innrásar. „Án vopna, ekkert stríð“. Það eru að vísu orð að sönnu. Jafn sönn og að án varna verðum við ofurseld ofbeldisöflunum. Ég segi, byggt á reynslunni: „Án varna, ekkert frelsi“. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Alþingi Innrás Rússa í Úkraínu Sjálfstæðisflokkurinn Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson Skoðun Skoðun Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Sjá meira
Í vikunni samþykkti Alþingi þingsályktun um stuðning Íslands við Úkraínu til næstu fimm ára. Málið hafði góðan stuðning í þinginu eins og önnur mál sem við höfum afgreitt til stuðnings Úkraínu. Með tillögunni leggja íslensk stjórnvöld áherslu á ákveðna þætti stuðnings við Úkraínu, m.a. á öflugt samstarf og samskipti. Ég hef upplifað það frá fyrstu hendi hversu miklu máli öflugt samstarf og samskipti við landið skipta. Sú áhersla er mikilvæg til að styðja við sjálfsmynd Úkraínu og sjálfstæði og fullveldi landsins. Friðaráætlun forseta Úkraínu er gríðarlega mikilvæg, ekki síður en áhersla hans á varnir. Það virðist stundum gleymast í yfirlætislegri umræðu um átök í öðrum löndum að enginn þráir frið meira en íbúar í stríði. Enginn þráir frið í Úkraínu heitar en Úkraínumenn sjálfir. Það var því athyglisvert að hlusta á málflutning pírata um tillöguna sem þeir reyndar studdu þó í heild. Píratar gera athugasemd við að Íslendingar leggi til fjármuni með nágranna- og vinaþjóðum til kaupa á skotfærum og lofvarnarkerfum sem Úkraínumenn leggja höfuðáherslu á. Píratar leggja áherslu á að við komum að mannúðaraðstoð og borgaralegri þjálfun, t.a.m. sprengjuleit, en tökum ekki þátt í sameiginlegu átaki Evrópuþjóða til að bregðast við sáru ákalli Úkraínumanna. Um þetta vísa píratar m.a. til ályktunar Samtaka hernaðarandstæðinga þar sem samtökin segja aðstoð Íslands vera „kúvendingu“ á afstöðu Íslands um að vinna að friði. Innrás Rússlands í Úkraínu er alvarlegasta ógn við öryggi Evrópu frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Kúvendingin sem hefur orðið er allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu. Stríð er nú háð í okkar heimshluta með miklum yfirlýsingum Rússa um frekari landvinninga í Evrópu. - Stríð þar sem Rússland hefur þverbrotið alþjóðalög og lætur sér fátt um finnast um viðbrögð alþjóðasamfélagsins. Nágranna- og vinaþjóðir okkar eru mjög meðvitaðar um alvarlega stöðu í okkar heimsálfu og hversu mjög hún ógnar friðinum í álfunni. Það væri óskandi að þeir sem vilja loka augunum fyrir ákalli Úkraínumanna um varnir gegn grimmilegri árás svo þeir geti öðlast hlutdeild í friðnum opnuðu augun og settu sig í spor Úkraínumanna. Borgaraleg þjálfun og hjúkrun særðra er auðvitað mikilvæg. En vonandi verðum við aldrei í þeirri stöðu að sitja varnarlaus undir kúlu- og sprengjuregni og fá þau viðbrögð vinaþjóða að þær takmarki aðstoðina við það. Ákveðnir hópar í Þýskalandi hvöttu til að Úkraínumenn fengju ekki varnarvopn í upphafi innrásar. „Án vopna, ekkert stríð“. Það eru að vísu orð að sönnu. Jafn sönn og að án varna verðum við ofurseld ofbeldisöflunum. Ég segi, byggt á reynslunni: „Án varna, ekkert frelsi“. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun