Fjárveitingar til vegamála standast engan samanburð Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar 29. apríl 2024 16:01 Það er áhugavert að lesa rit það sem Samfylkingin hefur gefið út og ber yfirskriftina Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum. Ég viðurkenni að ég hef ekki náð að lesa ritið staf fyrir staf en ég staðnæmdist við þann kafla er snýr að samgöngumálum og þeirrar staðreyndar sem þar kemur fram að við Íslendingar búum við það allt frá árinu 2008 að fjárfestingar í samgönguinnviðum hér hafa verið mun lægri en í samanburðarlöndum innan OECD. Innan OECD, utan Íslands, hefur verið varið að jafnaði um 1% af vergri landsframleiðslu en að jafnaði undir 0,5% hér, fyrir utan árið 2020 þegar var sett inn viðbótarfjármagn vegna Covid-aðgerða en strax árið eftir fór línan aftur niður. Við þurfum og verðum að gera betur eins og mörgum hefur orðið tíðrætt um. Ástandið er óboðlegt víða og er Vesturland þar ofarlega á blaði án þess að ástandið sé kryddað á nokkurn hátt. Í fyrirliggjandi drögum að samgönguáætlun, a.m.k. eins og ég sá þau síðast, þá förum við á Vesturlandi ansi halloka í þeirri tillögu sem liggur fyrir og hafa t.a.m. Alþingismenn kjördæmisins fengið skýr skilaboð um það sem við á Vesturlandi leggjum áherslu á og höfum við kallað eftir fundi með þeim, ráðherra málaflokksins og fulltrúum Vegagerðarinnar, sérstaklega í þeim tilgangi að kalla eftir bráðaaðgerðum á þjóðvegum 54 (Snæfellsnesvegi) og 60 (Vestfjarðarvegi). Fyrrnefndir vegir eru nánast ónýtir svo vægt sé tekið til orða – kannski er réttast að segja handónýtir og sleppa öllum málalengingum. Mikilvægi þjóðvegar 60 hér í gegnum Dali er sívaxandi. Hér er lífæðin inn á Vestfirði, Strandir og vaxandi umferð hér um, ekki síst í formi þungaflutninga. Til þess verður að horfa þegar undirbúningur á nauðsynlegum vegabótum fer í gang. Á Vesturlandi er 14% alls vegakerfisins á landinu eða 1.845 kílómetrar af 12.901 kílómetrum ef stuðst er við tölur frá því árið 2020 en í landshlutanum búa 5% landsmanna. Ef rýnt er í samanburð á fjárframlögum til stofnvega utan höfuðborgarsvæðisins og Reykjaness, auk einstakra tengivega, kemur í ljós að í fyrirliggjandi drögum að Samgönguáætlun er á árunum 2024 til 2028 áætlaðar einungis 700 milljónir króna til framkvæmda á fyrrgreindum vegum á Vesturlandi af 44,4 milljörðum sem áætlað er að verja í stofnvegi á landsbyggðinni. Já, segi og skrifa, 700 milljónir af 44,4 milljörðum eða um 1,6% af heildinni og duga þær 700 milljónir afar skammt, nánast í metrum talið, ef horft er til þeirra framkvæmda sem nú eru í gangi. Það er heldur betur ójafnt gefið og mætti halda að hér væri um prentvillu að ræða en svo er ekki. Góðir og öruggir vegir bæta lífsskilyrði þeirra íbúa sem við þá búa og allra þeirra sem um vegina aka og er það orðið þjóðþrifamál að úrbætur verði. Dalirnir og Vestlendingar allir eiga mikið inni hjá stjórnvöldum og vegayfirvöldum til að geta talist jafnokar annarra landshluta. Það er verk að vinna til þess að fá jafnt gefið hvað gæði vega varðar á Vesturlandi í samanburði við flesta aðra landshluta og því mikilvægt að við íbúar landshlutans séum samtaka í okkar áherslum og þrýstingi á þá sem stjórna hvert fjármagn fer. Til viðbótar þurfum við sem þjóðfélag að horfa til þess hvernig á málum er haldið í nágrannalöndum sem við berum okkur saman við. Í þeim samanburði hvað varðar fjárveitingar til vegamála komum við sem þjóð mjög illa út og ef tekinn yrði samanburður á milli landshluta hér innanlands er nokkuð ljóst að rauð ljós munu kvikna snarlega hvað fjárveitingar til vegamála á Vesturlandi varðar. Aðgerða er þörf núna strax en ekki á næstu 12 ára samgönguáætlun. Björn Bjarki Þorsteinsson Sveitarstjóri í Dalabyggð Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Vegagerð Dalabyggð Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Það er áhugavert að lesa rit það sem Samfylkingin hefur gefið út og ber yfirskriftina Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum. Ég viðurkenni að ég hef ekki náð að lesa ritið staf fyrir staf en ég staðnæmdist við þann kafla er snýr að samgöngumálum og þeirrar staðreyndar sem þar kemur fram að við Íslendingar búum við það allt frá árinu 2008 að fjárfestingar í samgönguinnviðum hér hafa verið mun lægri en í samanburðarlöndum innan OECD. Innan OECD, utan Íslands, hefur verið varið að jafnaði um 1% af vergri landsframleiðslu en að jafnaði undir 0,5% hér, fyrir utan árið 2020 þegar var sett inn viðbótarfjármagn vegna Covid-aðgerða en strax árið eftir fór línan aftur niður. Við þurfum og verðum að gera betur eins og mörgum hefur orðið tíðrætt um. Ástandið er óboðlegt víða og er Vesturland þar ofarlega á blaði án þess að ástandið sé kryddað á nokkurn hátt. Í fyrirliggjandi drögum að samgönguáætlun, a.m.k. eins og ég sá þau síðast, þá förum við á Vesturlandi ansi halloka í þeirri tillögu sem liggur fyrir og hafa t.a.m. Alþingismenn kjördæmisins fengið skýr skilaboð um það sem við á Vesturlandi leggjum áherslu á og höfum við kallað eftir fundi með þeim, ráðherra málaflokksins og fulltrúum Vegagerðarinnar, sérstaklega í þeim tilgangi að kalla eftir bráðaaðgerðum á þjóðvegum 54 (Snæfellsnesvegi) og 60 (Vestfjarðarvegi). Fyrrnefndir vegir eru nánast ónýtir svo vægt sé tekið til orða – kannski er réttast að segja handónýtir og sleppa öllum málalengingum. Mikilvægi þjóðvegar 60 hér í gegnum Dali er sívaxandi. Hér er lífæðin inn á Vestfirði, Strandir og vaxandi umferð hér um, ekki síst í formi þungaflutninga. Til þess verður að horfa þegar undirbúningur á nauðsynlegum vegabótum fer í gang. Á Vesturlandi er 14% alls vegakerfisins á landinu eða 1.845 kílómetrar af 12.901 kílómetrum ef stuðst er við tölur frá því árið 2020 en í landshlutanum búa 5% landsmanna. Ef rýnt er í samanburð á fjárframlögum til stofnvega utan höfuðborgarsvæðisins og Reykjaness, auk einstakra tengivega, kemur í ljós að í fyrirliggjandi drögum að Samgönguáætlun er á árunum 2024 til 2028 áætlaðar einungis 700 milljónir króna til framkvæmda á fyrrgreindum vegum á Vesturlandi af 44,4 milljörðum sem áætlað er að verja í stofnvegi á landsbyggðinni. Já, segi og skrifa, 700 milljónir af 44,4 milljörðum eða um 1,6% af heildinni og duga þær 700 milljónir afar skammt, nánast í metrum talið, ef horft er til þeirra framkvæmda sem nú eru í gangi. Það er heldur betur ójafnt gefið og mætti halda að hér væri um prentvillu að ræða en svo er ekki. Góðir og öruggir vegir bæta lífsskilyrði þeirra íbúa sem við þá búa og allra þeirra sem um vegina aka og er það orðið þjóðþrifamál að úrbætur verði. Dalirnir og Vestlendingar allir eiga mikið inni hjá stjórnvöldum og vegayfirvöldum til að geta talist jafnokar annarra landshluta. Það er verk að vinna til þess að fá jafnt gefið hvað gæði vega varðar á Vesturlandi í samanburði við flesta aðra landshluta og því mikilvægt að við íbúar landshlutans séum samtaka í okkar áherslum og þrýstingi á þá sem stjórna hvert fjármagn fer. Til viðbótar þurfum við sem þjóðfélag að horfa til þess hvernig á málum er haldið í nágrannalöndum sem við berum okkur saman við. Í þeim samanburði hvað varðar fjárveitingar til vegamála komum við sem þjóð mjög illa út og ef tekinn yrði samanburður á milli landshluta hér innanlands er nokkuð ljóst að rauð ljós munu kvikna snarlega hvað fjárveitingar til vegamála á Vesturlandi varðar. Aðgerða er þörf núna strax en ekki á næstu 12 ára samgönguáætlun. Björn Bjarki Þorsteinsson Sveitarstjóri í Dalabyggð
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun