Hvað er ofurhagnaður? Gústaf Steingrímsson skrifar 29. apríl 2024 12:30 Ef ég spyrði þig lesandi góður hvort að 100 þúsund krónur séu góðar vaxtatekjur á innlánsreikningi á einu ári hlýtur svarið þitt að fara eftir því hvað þú ert með inni á bankabókinni þinni. Ef þú ert með 100 milljónir inni á bankabókinni værir þú varla sáttur með 100 þúsund krónur í árlegar vaxtatekjur, enda væri einungis verið að greiða þér 0,1% í vexti. Ef þú værir hins vegar með 100 þúsund krónur inni á bankabókinni í upphafi ársins værir þú að fá 100% innlánsvexti og ættir að vera mjög sáttur. Þannig er útilokað að svara því hvort að 100 þúsund krónur í vaxtatekjur sé góð ávöxtun ef innistæðan er ekki höfð til hliðsjónar. Þetta má heimfæra upp á fyrirtækjarekstur. Ef hagnaður fyrirtækis er 100 milljónir, er þá hægt að tala um mikinn eða lítinn hagnað? Því verður ekki svarað nema taka tillit til stærðar fyrirtækisins. Ef um er að ræða lítið iðnfyrirtæki með litla veltu kann það að vera mjög gott en væri ansi bágborin afkoma hjá stóru alþjóðlegu fyrirtæki með mikla veltu. Mikilvægt að horfa á arðsemi fremur en hagnað Sá mælikvarði sem alla jafna er notaður til að meta hvort afkoma fyrirtækis sé góð eða slæm er að setja afkomuna í samhengi við það eigið fé sem eigendurnir hafa bundið í rekstrinum. Ef eigið fé iðnfyrirtækisins er 500 milljónir króna samsvarar 100 milljóna hagnaður því að eigendur fyrirtækisins fengju 20% arðsemi á eigið fé sitt í félaginu. Ef eigið fé stóra alþjóðlega fyrirtækisins eru 10 milljarðar króna væri arðsemi þess 1%. Slík arðsemi væri langt undir eðlilegri arðsemiskröfu á fyrirtækjarekstur með hliðsjón af þeirri áhættu sem er í slíkum rekstri. Í því tilfelli væri nú einfaldlega betra að vera með peningana inni á áhættulausum bankareikningi. Bankaskattar með þeim hæstu sem þekkjast Að horfa bara á hagnað án þess að taka tillit til þeirra fjármuna sem bundnir eru í starfseminni getur því dregið upp skakka og yfirborðskennda mynd. Í umræðu um íslenska bankakerfið er oft talað um „ofurhagnað“ og þá gripið til þeirrar staðreyndar að hagnaður bankanna séu tugir milljarða króna. Í kjölfarið er stundum dregin sú ályktun að slík upphæð hljóti að vera vísbending um að hagnaður bankanna sé óeðlilega mikill og þá jafnvel á kostnað lántakenda. Sumir hafa gripið þetta á lofti og sagt að það hljóti því að vera rétt að hækka sérstaka bankaskatta sem eru nú þegar með þeim hæstu í Evrópu. Í því sambandi má benda á að fjöldi landa er ekki með neina sérstaka bankaskatta. Tugir milljarða er vissulega há fjárhæð á íslenskan mælikvarða en segir samt sem áður lítið ef fjárhæðin er ekki sett í samhengi við undirliggjandi rekstur. Til að nálgast svarið við þeirri spurningu hvort að hagnaður bankanna sé óeðlilega mikill þarf því að horfa á arðsemi þeirra en ekki hagnað. Í því samhengi má benda á að ólíkt því sem viðgengst almennt í öðrum fyrirtækjarekstri gilda strangar reglur um lágmarks eigið fé í bankarekstri. Þetta þýðir að öðru óbreyttu að þar er meiri áskorun að fá ásættanlega arðsemi á eigin fé en í flestum öðrum rekstri þar sem engar sérstakar reglur gilda um lágmarks eigið fé. Í þessu sambandi má benda á að eigið fé íslensku viðskiptabankanna fjögurra er um 800 milljarðar króna. Það er nálægt þeirri upphæð sem þeim ber að binda samkvæmt lögum. Þá má loks benda á að arður íslensku bankanna fer að mestu leyti til samneyslu eða til heimilanna, fyrst og fremst í gegnum eignarhald ríkisins í Landsbanka og Íslandsbanka annars vegar og til lífeyrissjóða hins vegar. Arðsemi hér á landi vel undir meðaltali í Evrópu Evrópska bankaeftirlitið (EBA) hefur safnað gögnum um bankakerfi 28 Evrópulanda á árabilinu 2018-2023. Þar sést að arðsemi eiginfjár íslenska bankakerfisins var 7,8% að meðaltali á þessu tímabili. Það var undir meðaltali þessara 28 landa sem var 9,2%. Sé horft til stærðar bankakerfa þessara 28 landa og meðalarðsemi sést að sambandið er neikvætt, þ.e. eftir því sem bankakerfin eru minni er tilhneigingin sú að arðsemin sé meiri. Ein skýring á þessu er sú að minni bankakerfi búi við meiri áhættu en stærri bankakerfi m.a. vegna meiri einsleitni hagkerfisins og minni áhættudreifingar. Meiri áhætta í minni bankakerfum ætti því að kalla á hærri arðsemiskröfu en í stærri kerfum. Tölurnar sýna að hér á landi er þessu öfugt farið. Ísland er með eitt minnsta bankakerfi í Evrópu en er samt með arðsemi vel undir meðallagi. Raunarðsemi eigin fjár ein sú lægsta í Evrópu Sé litið til raunarðsemi eigin fjár íslenska bankakerfisins, þ.e. arðsemi eigin fjár að frádreginni verðbólgu, var hún 2,5% á tímabilinu 2018-2023. Hún var að meðaltali 5% hjá þessum 28 löndum og var hún því helmingi lægri hér á landi en Evrópumeðaltalið. Það voru einungis 3 lönd með lægri raunarðsemi en Ísland. Á hinum Norðurlöndunum lág arðsemin á bilinu 4,6% (Finnland) og 7,8% (Svíþjóð) en EBA var ekki með tölur fyrir Noreg fyrir allt tímabilið. Væri arðsemi hér á landi mun hærri en annars staðar, að teknu tilliti til stærðar bankakerfisins, mætti mögulega draga þá ályktun að hérlendir bankar væru að hagnast óeðlilega umfram það sem gerist og gengur annars staðar. Staðreyndin er hins vegar sú að arðsemi hér á landi er vel undir því sem gengur og gerist erlendis og umræða um ofurhagnað er því ekki í samræmi við tölulegar staðreyndir. Höfundur er hagfræðingur Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjármálamarkaðir Seðlabankinn Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Refsa fyrst, spyrja svo? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Ef ég spyrði þig lesandi góður hvort að 100 þúsund krónur séu góðar vaxtatekjur á innlánsreikningi á einu ári hlýtur svarið þitt að fara eftir því hvað þú ert með inni á bankabókinni þinni. Ef þú ert með 100 milljónir inni á bankabókinni værir þú varla sáttur með 100 þúsund krónur í árlegar vaxtatekjur, enda væri einungis verið að greiða þér 0,1% í vexti. Ef þú værir hins vegar með 100 þúsund krónur inni á bankabókinni í upphafi ársins værir þú að fá 100% innlánsvexti og ættir að vera mjög sáttur. Þannig er útilokað að svara því hvort að 100 þúsund krónur í vaxtatekjur sé góð ávöxtun ef innistæðan er ekki höfð til hliðsjónar. Þetta má heimfæra upp á fyrirtækjarekstur. Ef hagnaður fyrirtækis er 100 milljónir, er þá hægt að tala um mikinn eða lítinn hagnað? Því verður ekki svarað nema taka tillit til stærðar fyrirtækisins. Ef um er að ræða lítið iðnfyrirtæki með litla veltu kann það að vera mjög gott en væri ansi bágborin afkoma hjá stóru alþjóðlegu fyrirtæki með mikla veltu. Mikilvægt að horfa á arðsemi fremur en hagnað Sá mælikvarði sem alla jafna er notaður til að meta hvort afkoma fyrirtækis sé góð eða slæm er að setja afkomuna í samhengi við það eigið fé sem eigendurnir hafa bundið í rekstrinum. Ef eigið fé iðnfyrirtækisins er 500 milljónir króna samsvarar 100 milljóna hagnaður því að eigendur fyrirtækisins fengju 20% arðsemi á eigið fé sitt í félaginu. Ef eigið fé stóra alþjóðlega fyrirtækisins eru 10 milljarðar króna væri arðsemi þess 1%. Slík arðsemi væri langt undir eðlilegri arðsemiskröfu á fyrirtækjarekstur með hliðsjón af þeirri áhættu sem er í slíkum rekstri. Í því tilfelli væri nú einfaldlega betra að vera með peningana inni á áhættulausum bankareikningi. Bankaskattar með þeim hæstu sem þekkjast Að horfa bara á hagnað án þess að taka tillit til þeirra fjármuna sem bundnir eru í starfseminni getur því dregið upp skakka og yfirborðskennda mynd. Í umræðu um íslenska bankakerfið er oft talað um „ofurhagnað“ og þá gripið til þeirrar staðreyndar að hagnaður bankanna séu tugir milljarða króna. Í kjölfarið er stundum dregin sú ályktun að slík upphæð hljóti að vera vísbending um að hagnaður bankanna sé óeðlilega mikill og þá jafnvel á kostnað lántakenda. Sumir hafa gripið þetta á lofti og sagt að það hljóti því að vera rétt að hækka sérstaka bankaskatta sem eru nú þegar með þeim hæstu í Evrópu. Í því sambandi má benda á að fjöldi landa er ekki með neina sérstaka bankaskatta. Tugir milljarða er vissulega há fjárhæð á íslenskan mælikvarða en segir samt sem áður lítið ef fjárhæðin er ekki sett í samhengi við undirliggjandi rekstur. Til að nálgast svarið við þeirri spurningu hvort að hagnaður bankanna sé óeðlilega mikill þarf því að horfa á arðsemi þeirra en ekki hagnað. Í því samhengi má benda á að ólíkt því sem viðgengst almennt í öðrum fyrirtækjarekstri gilda strangar reglur um lágmarks eigið fé í bankarekstri. Þetta þýðir að öðru óbreyttu að þar er meiri áskorun að fá ásættanlega arðsemi á eigin fé en í flestum öðrum rekstri þar sem engar sérstakar reglur gilda um lágmarks eigið fé. Í þessu sambandi má benda á að eigið fé íslensku viðskiptabankanna fjögurra er um 800 milljarðar króna. Það er nálægt þeirri upphæð sem þeim ber að binda samkvæmt lögum. Þá má loks benda á að arður íslensku bankanna fer að mestu leyti til samneyslu eða til heimilanna, fyrst og fremst í gegnum eignarhald ríkisins í Landsbanka og Íslandsbanka annars vegar og til lífeyrissjóða hins vegar. Arðsemi hér á landi vel undir meðaltali í Evrópu Evrópska bankaeftirlitið (EBA) hefur safnað gögnum um bankakerfi 28 Evrópulanda á árabilinu 2018-2023. Þar sést að arðsemi eiginfjár íslenska bankakerfisins var 7,8% að meðaltali á þessu tímabili. Það var undir meðaltali þessara 28 landa sem var 9,2%. Sé horft til stærðar bankakerfa þessara 28 landa og meðalarðsemi sést að sambandið er neikvætt, þ.e. eftir því sem bankakerfin eru minni er tilhneigingin sú að arðsemin sé meiri. Ein skýring á þessu er sú að minni bankakerfi búi við meiri áhættu en stærri bankakerfi m.a. vegna meiri einsleitni hagkerfisins og minni áhættudreifingar. Meiri áhætta í minni bankakerfum ætti því að kalla á hærri arðsemiskröfu en í stærri kerfum. Tölurnar sýna að hér á landi er þessu öfugt farið. Ísland er með eitt minnsta bankakerfi í Evrópu en er samt með arðsemi vel undir meðallagi. Raunarðsemi eigin fjár ein sú lægsta í Evrópu Sé litið til raunarðsemi eigin fjár íslenska bankakerfisins, þ.e. arðsemi eigin fjár að frádreginni verðbólgu, var hún 2,5% á tímabilinu 2018-2023. Hún var að meðaltali 5% hjá þessum 28 löndum og var hún því helmingi lægri hér á landi en Evrópumeðaltalið. Það voru einungis 3 lönd með lægri raunarðsemi en Ísland. Á hinum Norðurlöndunum lág arðsemin á bilinu 4,6% (Finnland) og 7,8% (Svíþjóð) en EBA var ekki með tölur fyrir Noreg fyrir allt tímabilið. Væri arðsemi hér á landi mun hærri en annars staðar, að teknu tilliti til stærðar bankakerfisins, mætti mögulega draga þá ályktun að hérlendir bankar væru að hagnast óeðlilega umfram það sem gerist og gengur annars staðar. Staðreyndin er hins vegar sú að arðsemi hér á landi er vel undir því sem gengur og gerist erlendis og umræða um ofurhagnað er því ekki í samræmi við tölulegar staðreyndir. Höfundur er hagfræðingur Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun