Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson saksóknari hjá Héraðssaksóknara. Hann segir ákæruna ekki enn hafa verið tekna fyrir hjá héraðsdómi en gögn málsins séu komin þangað frá Héraðssaksóknara. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá.
Efni ákærunnar hafi verið kynnt fyrir konunni í gær ásamt kröfu um áframhaldandi gæsluvarðhald til fjögurra vikna. Konan hefur hingað til fallist á allar kröfur um gæsluvarðhald og gerði það sömuleiðis í gær.
Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild, sagði í samtali við fréttastofu í byrjun febrúar, að eldri bróðir hins látna hefði ekki verið á vettvangi þegar lögreglu bar að garði.
Þau hafi verið þrjú í heimili og eldri sonurinn hafi verið á leið í skólann þegar móðurin hringdi sjálf í lögreglu til þess að tilkynna málið.