Settur út af sakramentinu fyrir að stýra minningarstund um Navalní Kjartan Kjartansson skrifar 24. apríl 2024 10:24 Maður heldur á mynd af Alexei Navalní og blómi eftir að fréttir bárust af dauða hans í fangelsi í febrúar. Vísir/EPA Rússneska rétttrúnaðarkirkjan hefur sett prest sem stýrði minningarathöfn um Alexei Navalní, stjórnarandstöðuleiðtogann, í þriggja ára bann. Hann þarf að láta sér nægja að lesa sálma þar til ákvörðun verður tekin um hvort hann fær aftur að starfa sem prestur. Engin ástæða var gefin fyrir refsingu Dmitrí Safronov í yfirlýsingu frá biskupsdæmi rétttrúnaðarkirkjunnar í Moskvu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Hann má ekki klæðast kufli, blessa fólk eða ganga með kross presta kirkjunnar fyrr en árið 2027. Safronov verður einnig færður í aðra kirkju þar sem hann fær það hlutverk að lesa sálma. „Við lok skriftasakramentsins [...] verður ákvörðun tekin um möguleikann á hvort hann gegni áfram prestsstörfum,“ sagði í yfirlýsingu kirkjunnar sem er einarður bandamaður Pútín forseta og styður innrás hans í Úkraínu með ráð og dáð. Þúsundir manna tók þátt í minningarathöfninni um Navalní sem Safronov stýrði í Moskvu 26. mars. Navalní lést skyndilega, aðeins 47 ára að aldri, í fangelsi við norðurheimskautið í febrúar. Hann hafi verið einn helsti gagnrýnandi Vladímírs Pútín forseta Rússlands og ríkisstjórnar hans um árabil. Navalní sakaði Pútín um að bera ábyrgð á því að eitrað var fyrir honum með taugaeitri árið 2020. Eftir veikindin sneri Navalní heim til Rússlands þar sem hann var þegar handtekinn fyrir meint brot á skilorði fjársvikadóms sem hann hlaut á sínum tíma. Rússnesk yfirvöld töldu hann hafa rofið skilorðið með því að gefa sig ekki reglulega fram við þau á meðan hann lá í dái á sjúkrahúsi í Berlín. Á næstu árum var Navalní dæmdur fyrir fleiri meint brot sem byggðu meðal annars á því að rússnesk stjórnvöld skilgreindu stjórnmálasamtök hans afturvirkt sem ólögleg öfgasamtök. Foreldrar Navalní voru ósátt við að fá ekki að sjá lík sonar síns fyrr en nokkru eftir dauða hans. Sakaði móður hans yfirvöld um að ætla sér að grafa líkið í kyrrþey. Mál Alexei Navalní Rússland Trúmál Tengdar fréttir Sjálfsævisaga Navalní væntanleg í haust Bók með æviminningum Alexei Navalní heitins, rússneska stjórnarandstöðuleiðtogans, verður gefin út í haust. Útgefandi hennar segir bókina „lokabréf“ Navalní til heimsbyggðarinnar og að hann hafi byrjað að skrifa hana eftir að eitrað var fyrir honum. 11. apríl 2024 22:21 Réði lífvörð eftir árásina á bandamann Navalnís Yulia Navalnaya, ekkja pólitíska andófsmannsins Alexei Navalní, réði sér lífvörð eftir að ráðist var á bandamann hans til margra ára með hamri í Vilníus, höfuðborg Litháen, í síðasta mánuði. 17. apríl 2024 23:44 Ráðist á vopnabróður Navalnís með hamri Ráðist var á Leonid Volkov, sem var lengi vel bandamaður Alexeis Navalnís, fyrir utan heimili hans í Vilníus, höfuðborg Litáen, í kvöld. 12. mars 2024 23:44 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Engin ástæða var gefin fyrir refsingu Dmitrí Safronov í yfirlýsingu frá biskupsdæmi rétttrúnaðarkirkjunnar í Moskvu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Hann má ekki klæðast kufli, blessa fólk eða ganga með kross presta kirkjunnar fyrr en árið 2027. Safronov verður einnig færður í aðra kirkju þar sem hann fær það hlutverk að lesa sálma. „Við lok skriftasakramentsins [...] verður ákvörðun tekin um möguleikann á hvort hann gegni áfram prestsstörfum,“ sagði í yfirlýsingu kirkjunnar sem er einarður bandamaður Pútín forseta og styður innrás hans í Úkraínu með ráð og dáð. Þúsundir manna tók þátt í minningarathöfninni um Navalní sem Safronov stýrði í Moskvu 26. mars. Navalní lést skyndilega, aðeins 47 ára að aldri, í fangelsi við norðurheimskautið í febrúar. Hann hafi verið einn helsti gagnrýnandi Vladímírs Pútín forseta Rússlands og ríkisstjórnar hans um árabil. Navalní sakaði Pútín um að bera ábyrgð á því að eitrað var fyrir honum með taugaeitri árið 2020. Eftir veikindin sneri Navalní heim til Rússlands þar sem hann var þegar handtekinn fyrir meint brot á skilorði fjársvikadóms sem hann hlaut á sínum tíma. Rússnesk yfirvöld töldu hann hafa rofið skilorðið með því að gefa sig ekki reglulega fram við þau á meðan hann lá í dái á sjúkrahúsi í Berlín. Á næstu árum var Navalní dæmdur fyrir fleiri meint brot sem byggðu meðal annars á því að rússnesk stjórnvöld skilgreindu stjórnmálasamtök hans afturvirkt sem ólögleg öfgasamtök. Foreldrar Navalní voru ósátt við að fá ekki að sjá lík sonar síns fyrr en nokkru eftir dauða hans. Sakaði móður hans yfirvöld um að ætla sér að grafa líkið í kyrrþey.
Mál Alexei Navalní Rússland Trúmál Tengdar fréttir Sjálfsævisaga Navalní væntanleg í haust Bók með æviminningum Alexei Navalní heitins, rússneska stjórnarandstöðuleiðtogans, verður gefin út í haust. Útgefandi hennar segir bókina „lokabréf“ Navalní til heimsbyggðarinnar og að hann hafi byrjað að skrifa hana eftir að eitrað var fyrir honum. 11. apríl 2024 22:21 Réði lífvörð eftir árásina á bandamann Navalnís Yulia Navalnaya, ekkja pólitíska andófsmannsins Alexei Navalní, réði sér lífvörð eftir að ráðist var á bandamann hans til margra ára með hamri í Vilníus, höfuðborg Litháen, í síðasta mánuði. 17. apríl 2024 23:44 Ráðist á vopnabróður Navalnís með hamri Ráðist var á Leonid Volkov, sem var lengi vel bandamaður Alexeis Navalnís, fyrir utan heimili hans í Vilníus, höfuðborg Litáen, í kvöld. 12. mars 2024 23:44 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Sjálfsævisaga Navalní væntanleg í haust Bók með æviminningum Alexei Navalní heitins, rússneska stjórnarandstöðuleiðtogans, verður gefin út í haust. Útgefandi hennar segir bókina „lokabréf“ Navalní til heimsbyggðarinnar og að hann hafi byrjað að skrifa hana eftir að eitrað var fyrir honum. 11. apríl 2024 22:21
Réði lífvörð eftir árásina á bandamann Navalnís Yulia Navalnaya, ekkja pólitíska andófsmannsins Alexei Navalní, réði sér lífvörð eftir að ráðist var á bandamann hans til margra ára með hamri í Vilníus, höfuðborg Litháen, í síðasta mánuði. 17. apríl 2024 23:44
Ráðist á vopnabróður Navalnís með hamri Ráðist var á Leonid Volkov, sem var lengi vel bandamaður Alexeis Navalnís, fyrir utan heimili hans í Vilníus, höfuðborg Litáen, í kvöld. 12. mars 2024 23:44