Uppskera að vori Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar 24. apríl 2024 10:01 HönnunarMars er einn af skemmtilegustu og kröftugustu vorboðum hvers árs. Hvort sem honum er fagnað í mars, apríl eða maí – íslenska vorið getur líka komið hvenær sem er. Á HönnunarMars gefst tækifæri til að hrífast og upplifa frábæra íslenska hönnun, fræðast um spennandi stefnur og strauma og eiga frjótt samtal um framtíðina. Sem menningarhátíð hefur HönnunarMars fest sig í sessi bæði innanlands og á alþjóðavettvangi. Fjölbreytileiki viðburða hennar staðfestir að íslensk hönnun og arkitektúr eru mikilvægt breytingafl og tæki til nýsköpunar sem nýst getur okkar samfélagi á fjölbreyttari hátt en marga órar fyrir. Rauður þráður í sýningum og viðburðum þessa árs er meðal annars áhersla á betri nýtingu auðlinda, verðmætasköpun og mátt sköpunarkraftsins. Til Feneyja 2025 Unnið er framgangi fjölbreyttra aðgerða nýrrar hönnunarstefnu stjórnvalda sem kynnt var í fyrra. Ein þeirra tengist þátttöku okkar í Feneyjartvíæringnum í arkitektúr en Ísland hefur tekið þátt í myndlistartvíæringnum undanfarin ár og átt góðu gengi að fagna. Miðstöð hönnunar og arkitektúrs hefur nú verið falið að annast undirbúning og skipulag á sýningu fyrir Íslands hönd á arkitektúrtvíæringnum árið 2025 og því er hafið opið kall eftir tillögum að sýningu Íslands. Leitað er að hugmyndum sem fanga erindi og viðfangsefni íslensks arkitektúrs og samspil hans við alþjóðlega strauma og umræðu. Áræðnum hugmyndum sem bera vitni um hugvit og sköpun í hinu byggða umhverfi, sem nýst geta til að mæta áskorunum samtímans. Með þátttöku Íslands í tvíæringnum skapast tækifæri til vekja athygli á stöðu og gæðum íslensks arkitektúrs á alþjóðavettvangi og efla umræðu um hlutverk og mikilvægi hans hér á landi. Þátttaka í tvíæringnum fellur einnig vel að áherslum ríkisstjórnarinnar í málefnum skapandi greina og kynningu á þeim á alþjóðavettvangi og að áherslum stjórnvalda í loftslagsmálum. Ráðgert er að sýningin verði einnig sett upp hér heima. Áhrifamiklir sendiherrar Auðlegð Íslands er mikil og felst meðal annars í andans afli. Listamenn og skapandi fólk eru meðal okkar mikilvægustu sendiherra. Það eru íslenskt hugvit og menningin sem bera hróður okkar einna hraðast út fyrir landsteinana og fylla okkur stolti aftur og aftur. Og á þeim vettvangi eigum við sannarlega ríkulegt erindi, því við eigum listamenn og skapandi atvinnulíf á heimsmælikvarða. Það nærir grasrót menningarlífsins og hinar skapandi greinar að við mátum okkur við heiminn – og þátttaka í heimsviðburðum eins og Feneyjartvíæringum er góður gluggi til þess. Hönnun hreyfir við okkur Hönnun og nýsköpun koma hreyfingu á hlutina. Nýsköpun á sér í síauknum mæli stað í samstarfi og samspili fyrirtækja, viðskiptavina og þekkingarsamfélaga en þar getur aðferðafræði hönnunar verið mikilvæg brú milli ólíkra hagsmuna. Fjölþættar aðgerðir hönnunarstefnunnar miða að því styrkja slíkar brýr og fjölga þeim. Framtíðarsýn hönnunarstefnunnar er að aðferðafræði hönnunar sé markvisst nýtt til þess að auka lífsgæði á Íslandi með áherslu á verðmætasköpun og sjálfbærni fyrir samfélagið í heild. Við getum aukið gæði, bætt heilsu og mannlíf, skapað áhugaverð störf og hraðað uppbyggingu og verðmætasköpun með því að virkja krafta sem sannarlega búa í íslensku hönnunarsamfélagi. Sem ráðherra menningar og viðskipta er ég afar stolt af þeim árangri íslensk hönnun hefur náð. Gæði og kraftur einkenna íslenska hönnunargeirann – og íslenskir hönnuðir halda áfram að koma okkur á óvart með hugkvæmni sinni og elju. Það eru ekki margir sem almennt uppskera á vorin en það gerir íslensk hönnun og aðdáendur hennar. Gleðilega hátíð og góða skemmtun á HönnunarMars. Höfundur er menningar- og viðskiptaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Dögg Alfreðsdóttir HönnunarMars Feneyjatvíæringurinn Tíska og hönnun Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
HönnunarMars er einn af skemmtilegustu og kröftugustu vorboðum hvers árs. Hvort sem honum er fagnað í mars, apríl eða maí – íslenska vorið getur líka komið hvenær sem er. Á HönnunarMars gefst tækifæri til að hrífast og upplifa frábæra íslenska hönnun, fræðast um spennandi stefnur og strauma og eiga frjótt samtal um framtíðina. Sem menningarhátíð hefur HönnunarMars fest sig í sessi bæði innanlands og á alþjóðavettvangi. Fjölbreytileiki viðburða hennar staðfestir að íslensk hönnun og arkitektúr eru mikilvægt breytingafl og tæki til nýsköpunar sem nýst getur okkar samfélagi á fjölbreyttari hátt en marga órar fyrir. Rauður þráður í sýningum og viðburðum þessa árs er meðal annars áhersla á betri nýtingu auðlinda, verðmætasköpun og mátt sköpunarkraftsins. Til Feneyja 2025 Unnið er framgangi fjölbreyttra aðgerða nýrrar hönnunarstefnu stjórnvalda sem kynnt var í fyrra. Ein þeirra tengist þátttöku okkar í Feneyjartvíæringnum í arkitektúr en Ísland hefur tekið þátt í myndlistartvíæringnum undanfarin ár og átt góðu gengi að fagna. Miðstöð hönnunar og arkitektúrs hefur nú verið falið að annast undirbúning og skipulag á sýningu fyrir Íslands hönd á arkitektúrtvíæringnum árið 2025 og því er hafið opið kall eftir tillögum að sýningu Íslands. Leitað er að hugmyndum sem fanga erindi og viðfangsefni íslensks arkitektúrs og samspil hans við alþjóðlega strauma og umræðu. Áræðnum hugmyndum sem bera vitni um hugvit og sköpun í hinu byggða umhverfi, sem nýst geta til að mæta áskorunum samtímans. Með þátttöku Íslands í tvíæringnum skapast tækifæri til vekja athygli á stöðu og gæðum íslensks arkitektúrs á alþjóðavettvangi og efla umræðu um hlutverk og mikilvægi hans hér á landi. Þátttaka í tvíæringnum fellur einnig vel að áherslum ríkisstjórnarinnar í málefnum skapandi greina og kynningu á þeim á alþjóðavettvangi og að áherslum stjórnvalda í loftslagsmálum. Ráðgert er að sýningin verði einnig sett upp hér heima. Áhrifamiklir sendiherrar Auðlegð Íslands er mikil og felst meðal annars í andans afli. Listamenn og skapandi fólk eru meðal okkar mikilvægustu sendiherra. Það eru íslenskt hugvit og menningin sem bera hróður okkar einna hraðast út fyrir landsteinana og fylla okkur stolti aftur og aftur. Og á þeim vettvangi eigum við sannarlega ríkulegt erindi, því við eigum listamenn og skapandi atvinnulíf á heimsmælikvarða. Það nærir grasrót menningarlífsins og hinar skapandi greinar að við mátum okkur við heiminn – og þátttaka í heimsviðburðum eins og Feneyjartvíæringum er góður gluggi til þess. Hönnun hreyfir við okkur Hönnun og nýsköpun koma hreyfingu á hlutina. Nýsköpun á sér í síauknum mæli stað í samstarfi og samspili fyrirtækja, viðskiptavina og þekkingarsamfélaga en þar getur aðferðafræði hönnunar verið mikilvæg brú milli ólíkra hagsmuna. Fjölþættar aðgerðir hönnunarstefnunnar miða að því styrkja slíkar brýr og fjölga þeim. Framtíðarsýn hönnunarstefnunnar er að aðferðafræði hönnunar sé markvisst nýtt til þess að auka lífsgæði á Íslandi með áherslu á verðmætasköpun og sjálfbærni fyrir samfélagið í heild. Við getum aukið gæði, bætt heilsu og mannlíf, skapað áhugaverð störf og hraðað uppbyggingu og verðmætasköpun með því að virkja krafta sem sannarlega búa í íslensku hönnunarsamfélagi. Sem ráðherra menningar og viðskipta er ég afar stolt af þeim árangri íslensk hönnun hefur náð. Gæði og kraftur einkenna íslenska hönnunargeirann – og íslenskir hönnuðir halda áfram að koma okkur á óvart með hugkvæmni sinni og elju. Það eru ekki margir sem almennt uppskera á vorin en það gerir íslensk hönnun og aðdáendur hennar. Gleðilega hátíð og góða skemmtun á HönnunarMars. Höfundur er menningar- og viðskiptaráðherra.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar