Mannréttindi sama hvað Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar 23. apríl 2024 11:30 Það er auðvelt í heimi þjáninga og endalausra spillingarmála að telja atkvæði í einhverjum kosningum skipta litlu máli. Mun eitt atkvæði til eða frá hafa áhrif á ábyrgðartilfinningu stjórnmálafólks, tryggja mannréttindi eða veita almenningi betra aðgengi að ákvarðanatöku um eigin málefni? Og enn einn stjórnmálaflokkurinn Píratahreyfingin varð til vegna þess að hið hefðbundna flokkakerfi virtist illa í stakk búið til þess að tryggja að tiltekin mikilvæg mál kæmust á dagskrá stjórnmálanna. Í upphafi var um að ræða mál sem vörðuðu örar tæknibreytingar sem stjórnmálaumræðan hafði einfaldlega ekki haldið í við, og var því ekki verið að taka á afleiðingum þeirra á upplýsingafrelsi fólks, tjáningarfrelsi og önnur grundvallarréttindi. Með nokkurri einföldun má segja að Píratahreyfingin hafi verið stofnuð af tölvunördum sem fannst skorta skilning á nýrri tækni á meðal stjórnmálamanna. Boðuð var breytt hugsun í stjórnmálum, með áherslu á gagnrýna hugsun og upplýsta ákvarðanatöku, gagnsæi og ábyrgð, ásamt vernd annarra grundvallarréttinda. Hefðbundnir stjórnmálaflokkar stýrast mikið til af baráttunni um atkvæði kjósenda, sem er eðlilegt upp að ákveðnu marki og mikilvægur þáttur lýðræðisins. Framþróun í tækni og þekkingu er hins vegar oft á tíðum hraðari en þróun samfélagslegrar umræðu og viðhorfa. Þetta getur orðið til þess að popúlísk viðhorf til nýrra vandamála leiði til skyndilausna, sem grafa undan lýðræði og mannréttindum. Til þess að kjósendur í lýðræðisríki geti myndað sér upplýsta skoðun þurfa ákveðnar forsendur að vera fyrir hendi, og því miður eru dæmin fjölmörg í sögunni um það að lýðræðið hafi verið misnotað til þess að níðast á minnihlutahópum í krafti meirihlutans. Til þess voru mannréttindi sett á blað. Og til þess eru þau í stjórnarskránni sjálfri en ekki einungis í almennum lögum, sem breyta má með einföldum meirihluta. Atkvæðagreiðslur um grundvallarréttindi tiltekinna hópa og jafnvel tilvistarrétt fólks þekkjast víða í samfélögum sem alla jafna kenna sig við lýðræði, oft með skelfilegum afleiðingum fyrir réttindi fólks. Það er öllum sama um mannréttindi, húsið er að brenna! Þegar vel árar er sjaldnast mikill ágreiningur um mikilvægi mannréttinda. Það er fyrst og fremst þegar á reynir sem borgaraleg réttindi tapa vinsældum sínum. Stríðsátök, farsóttir og ótryggt efnahagsástand hafa í gegnum alla mannkynssöguna verið frjór jarðvegur fyrir skerðingu réttinda þeirra sem minna mega sín, fordóma, útskúfun og ótta. Við slíkar aðstæður er fólk upp til hópa reiðubúnara að láta af réttindum sínum - og ekki síður réttindum annarra - til þess að tryggja öryggi sitt og sinna allra nánustu gagnvart (oft illa eða alveg óskilgreindri) ógn. Það er því aldrei mikilvægara að standa vörð um mannréttindi en þegar að þeim er sótt vegna annarra áskorana. En hefðbundnir stjórnmálaflokkar hafa tilhneigingu til þess að missa sjónar á því þegar það eru atkvæðaveiðarnar sem ráða för. Mannréttindi, sama hvað Grunnstefna Pírata snýst um að tryggja jafnvægi á milli hinna valdameiri og hinna valdaminni, með skýrum leikreglum og með því að hafa grundvallarréttindi borgaranna alltaf í forgrunni. Alltaf. Píratar munu aldrei gefa afslátt af mannréttindum í baráttunni fyrir betra samfélagi, og fyrir valdeflingu hinna valdaminni og eðlilegum takmörkunum á valdi þeirra sem það hafa. Það er okkar DNA. Þessi grundvallaratriði munu Píratar ávallt leggja áherslu á í öllum sínum störfum, sama hvernig vindar pólitíkurinnar blása og sama hvert atkvæðin leita. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Mannréttindi Alþingi Píratar Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Það er auðvelt í heimi þjáninga og endalausra spillingarmála að telja atkvæði í einhverjum kosningum skipta litlu máli. Mun eitt atkvæði til eða frá hafa áhrif á ábyrgðartilfinningu stjórnmálafólks, tryggja mannréttindi eða veita almenningi betra aðgengi að ákvarðanatöku um eigin málefni? Og enn einn stjórnmálaflokkurinn Píratahreyfingin varð til vegna þess að hið hefðbundna flokkakerfi virtist illa í stakk búið til þess að tryggja að tiltekin mikilvæg mál kæmust á dagskrá stjórnmálanna. Í upphafi var um að ræða mál sem vörðuðu örar tæknibreytingar sem stjórnmálaumræðan hafði einfaldlega ekki haldið í við, og var því ekki verið að taka á afleiðingum þeirra á upplýsingafrelsi fólks, tjáningarfrelsi og önnur grundvallarréttindi. Með nokkurri einföldun má segja að Píratahreyfingin hafi verið stofnuð af tölvunördum sem fannst skorta skilning á nýrri tækni á meðal stjórnmálamanna. Boðuð var breytt hugsun í stjórnmálum, með áherslu á gagnrýna hugsun og upplýsta ákvarðanatöku, gagnsæi og ábyrgð, ásamt vernd annarra grundvallarréttinda. Hefðbundnir stjórnmálaflokkar stýrast mikið til af baráttunni um atkvæði kjósenda, sem er eðlilegt upp að ákveðnu marki og mikilvægur þáttur lýðræðisins. Framþróun í tækni og þekkingu er hins vegar oft á tíðum hraðari en þróun samfélagslegrar umræðu og viðhorfa. Þetta getur orðið til þess að popúlísk viðhorf til nýrra vandamála leiði til skyndilausna, sem grafa undan lýðræði og mannréttindum. Til þess að kjósendur í lýðræðisríki geti myndað sér upplýsta skoðun þurfa ákveðnar forsendur að vera fyrir hendi, og því miður eru dæmin fjölmörg í sögunni um það að lýðræðið hafi verið misnotað til þess að níðast á minnihlutahópum í krafti meirihlutans. Til þess voru mannréttindi sett á blað. Og til þess eru þau í stjórnarskránni sjálfri en ekki einungis í almennum lögum, sem breyta má með einföldum meirihluta. Atkvæðagreiðslur um grundvallarréttindi tiltekinna hópa og jafnvel tilvistarrétt fólks þekkjast víða í samfélögum sem alla jafna kenna sig við lýðræði, oft með skelfilegum afleiðingum fyrir réttindi fólks. Það er öllum sama um mannréttindi, húsið er að brenna! Þegar vel árar er sjaldnast mikill ágreiningur um mikilvægi mannréttinda. Það er fyrst og fremst þegar á reynir sem borgaraleg réttindi tapa vinsældum sínum. Stríðsátök, farsóttir og ótryggt efnahagsástand hafa í gegnum alla mannkynssöguna verið frjór jarðvegur fyrir skerðingu réttinda þeirra sem minna mega sín, fordóma, útskúfun og ótta. Við slíkar aðstæður er fólk upp til hópa reiðubúnara að láta af réttindum sínum - og ekki síður réttindum annarra - til þess að tryggja öryggi sitt og sinna allra nánustu gagnvart (oft illa eða alveg óskilgreindri) ógn. Það er því aldrei mikilvægara að standa vörð um mannréttindi en þegar að þeim er sótt vegna annarra áskorana. En hefðbundnir stjórnmálaflokkar hafa tilhneigingu til þess að missa sjónar á því þegar það eru atkvæðaveiðarnar sem ráða för. Mannréttindi, sama hvað Grunnstefna Pírata snýst um að tryggja jafnvægi á milli hinna valdameiri og hinna valdaminni, með skýrum leikreglum og með því að hafa grundvallarréttindi borgaranna alltaf í forgrunni. Alltaf. Píratar munu aldrei gefa afslátt af mannréttindum í baráttunni fyrir betra samfélagi, og fyrir valdeflingu hinna valdaminni og eðlilegum takmörkunum á valdi þeirra sem það hafa. Það er okkar DNA. Þessi grundvallaratriði munu Píratar ávallt leggja áherslu á í öllum sínum störfum, sama hvernig vindar pólitíkurinnar blása og sama hvert atkvæðin leita. Höfundur er þingmaður Pírata.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun