Andleg heilsa unga fólksins og áhrif samfélagsmiðla Halla Tómasdóttir skrifar 22. apríl 2024 15:01 Fyrir nokkrum árum hringdi dóttir mín í mig, þá á fyrsta ári í háskólanámi og sagði mér að hún hygðist skipta um námsbraut. Hún ætlaði að læra sálfræði því átta af hverjum tíu vinum hennar væru að kljást við kvíða, þunglyndi og aðrar áskoranir hvað varðaði andlega heilsu. Hana langaði til að hjálpa þeim, því þetta væri í reynd alvarlegasti heimsfaraldur okkar tíma. Við höfum síðan rætt mikið saman um þessi mál, reynt að átta okkur á helstu ástæðum þessarar stöðu og hvað sé til ráða. Þó orsakirnar séu af ýmsum toga, erum við mæðgur sammála um að aukin skjánotkun barna og ungs fólks og of mikill tími á samfélagsmiðlum hefur haft afdrifarík áhrif á andlega heilsu unga fólksins. Þessi veruleiki hefur dregið úr mikilvægum tíma í návist annars fólks og því einmanaleiki aukist, ungt fólk les minna, ver minni tíma úti í náttúrunni og sefur verr vegna sítengingar í gegnum síma og samfélagsmiðla. Í nýrri bók eftir Jonathan Haidt, prófessor í félagssálfræði við New York háskólann, er að finna sláandi niðurstöður sem styðja þessa niðurstöðu. Unglingarnir okkar eyða nú að meðaltali 5 klukkutímum á dag á samfélagsmiðlum, 9 klukkutímum í skjánotkun og fá 237 tilkynningar í símann sinn daglega. 95% unglinga eru virk á samfélagsmiðlum og 33% eru næstum því stöðugt tengd þeim. Jonathan segir að á árunum 2010-2015, þegar snjallsímar urðu að staðalbúnaði og samfélagsmiðlar hönnuðu ávanabindandi algorythma hafi markað endalok eðlilegs uppvaxtar barna og unglinga. Í stað þess að alast uppí leik, úti sem inni og í góðum tengslum við aðra, hafi líf unga fólksins okkar færst yfir í skjá- og samfélagsmiðlaumhverfi sem hefur svo skaðleg áhrif á þau að kvíði, þunglyndi og sjálfskaði hefur meira en tvöfaldast. Jonathan segir að við höfum verndað börnin okkar of mikið í raunheimum, en of lítið í online heimum. Í samtali við foreldra og ungt fólk um allt land, virðist mér að þessi vandi sé flestum augljós. En hvað er til ráða? Jonathan leggur til fjórar aðgerðir til úrbóta. Í fyrsta lagi segir hann að börn ættu ekki að fá snjallsíma fyrr en í fyrsta lagi í menntaskóla. Í öðru lagi ættu börn ekki að vera á samfélagsmiðlum fyrir 16 ára aldur. Í þriðja lagi leggur hann til skóla án snjallsíma. Síðast en ekki síst leggur hann til að börnin fái meira frelsi og sjálfstæði og ábyrgð í raunheinum. Allt eru þetta góð ráð, en til að það takist að ná um þau samstöðu þarf samfélagslegt átak, því unga fólkið okkar segist sjálft ekki geta dregið úr ávanabindandi samfélagsmiðla notkun nema að aðrir geri það líka. Það er von mín að skólar, foreldrar og íslenskt samfélag komi saman að átaki í þessum málum. Þegar unga fólkinu okkar líður ekki vil, líður engu okkar vel. Ég myndi líka leggja til samtal um samfélagsþjónustu ungs fólks. Það myndi gera unga fólkinu okkar sem og samfélaginu gott að verja ári af ævi sinni í þjónustu fyrir okkar góða samfélag. Höfundur er frambjóðandi til embættis forseta Íslands 2024. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Samfélagsmiðlar Börn og uppeldi Halla Tómasdóttir Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum árum hringdi dóttir mín í mig, þá á fyrsta ári í háskólanámi og sagði mér að hún hygðist skipta um námsbraut. Hún ætlaði að læra sálfræði því átta af hverjum tíu vinum hennar væru að kljást við kvíða, þunglyndi og aðrar áskoranir hvað varðaði andlega heilsu. Hana langaði til að hjálpa þeim, því þetta væri í reynd alvarlegasti heimsfaraldur okkar tíma. Við höfum síðan rætt mikið saman um þessi mál, reynt að átta okkur á helstu ástæðum þessarar stöðu og hvað sé til ráða. Þó orsakirnar séu af ýmsum toga, erum við mæðgur sammála um að aukin skjánotkun barna og ungs fólks og of mikill tími á samfélagsmiðlum hefur haft afdrifarík áhrif á andlega heilsu unga fólksins. Þessi veruleiki hefur dregið úr mikilvægum tíma í návist annars fólks og því einmanaleiki aukist, ungt fólk les minna, ver minni tíma úti í náttúrunni og sefur verr vegna sítengingar í gegnum síma og samfélagsmiðla. Í nýrri bók eftir Jonathan Haidt, prófessor í félagssálfræði við New York háskólann, er að finna sláandi niðurstöður sem styðja þessa niðurstöðu. Unglingarnir okkar eyða nú að meðaltali 5 klukkutímum á dag á samfélagsmiðlum, 9 klukkutímum í skjánotkun og fá 237 tilkynningar í símann sinn daglega. 95% unglinga eru virk á samfélagsmiðlum og 33% eru næstum því stöðugt tengd þeim. Jonathan segir að á árunum 2010-2015, þegar snjallsímar urðu að staðalbúnaði og samfélagsmiðlar hönnuðu ávanabindandi algorythma hafi markað endalok eðlilegs uppvaxtar barna og unglinga. Í stað þess að alast uppí leik, úti sem inni og í góðum tengslum við aðra, hafi líf unga fólksins okkar færst yfir í skjá- og samfélagsmiðlaumhverfi sem hefur svo skaðleg áhrif á þau að kvíði, þunglyndi og sjálfskaði hefur meira en tvöfaldast. Jonathan segir að við höfum verndað börnin okkar of mikið í raunheimum, en of lítið í online heimum. Í samtali við foreldra og ungt fólk um allt land, virðist mér að þessi vandi sé flestum augljós. En hvað er til ráða? Jonathan leggur til fjórar aðgerðir til úrbóta. Í fyrsta lagi segir hann að börn ættu ekki að fá snjallsíma fyrr en í fyrsta lagi í menntaskóla. Í öðru lagi ættu börn ekki að vera á samfélagsmiðlum fyrir 16 ára aldur. Í þriðja lagi leggur hann til skóla án snjallsíma. Síðast en ekki síst leggur hann til að börnin fái meira frelsi og sjálfstæði og ábyrgð í raunheinum. Allt eru þetta góð ráð, en til að það takist að ná um þau samstöðu þarf samfélagslegt átak, því unga fólkið okkar segist sjálft ekki geta dregið úr ávanabindandi samfélagsmiðla notkun nema að aðrir geri það líka. Það er von mín að skólar, foreldrar og íslenskt samfélag komi saman að átaki í þessum málum. Þegar unga fólkinu okkar líður ekki vil, líður engu okkar vel. Ég myndi líka leggja til samtal um samfélagsþjónustu ungs fólks. Það myndi gera unga fólkinu okkar sem og samfélaginu gott að verja ári af ævi sinni í þjónustu fyrir okkar góða samfélag. Höfundur er frambjóðandi til embættis forseta Íslands 2024.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun