Duda segir Pólverja reiðubúna til að geyma kjarnorkuvopn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. apríl 2024 09:10 Rússar hafa greint frá því að þeir hafi komið kjarnorkuvopnum fyrir í Belarús. Getty Pólland er reiðubúið til að leyfa bandamönnum að koma fyrir kjarnorkuvopnum í landinu ef Atlantshafsbandalagið ákveður að koma vopnunum fyrir víðar til að bregðast við auknum viðbúnaði Rússa í Belarús og Kalíningrad. Þetta segir Andrzej Duda, forseti Póllands, í viðtali við dagblaðið Fakt sem birt var í morgun. Pólland deilir landamærum með bæði Belarús og Kalíningrad. Duda er nýkomin úr heimsókn til Bandaríkjanna, þar sem hann fundaði í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna og ræddi stöðu mála í Úkraínu við Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta og forsetaframbjóðanda. Duda segir í viðtalinu að viðræður um samvinnu Bandaríkjanna og Póllands í kjarnorkumálum hafa staðið yfir í nokkrun tíma. „Ég hef þegar rætt þetta nokkrum sinnum. Ég verð að viðurkenna að þegar þeir spurðu um þetta þá lýsti ég yfir vilja okkar,“ segir Duda. Rússar hafa greint frá því að hafa komið kjarnorkuvopnum fyrir í Belarús. Á sama tíma saka þeir Vesturlönd um að auka áhættuna á stríði milli kjarnorkuvelda heims með stuðningi sínum við Úkraínu. Reuters hefur eftir Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, að Bandaríkin og Atlantshafsbandalagið séu með það á heilanum að sigra Rússland en það skapaði aukna hættu á notkun kjarnorkuvopna. Lavrov sagði Vesturveldin komin fram á bjargbrúnina hvað þetta varðaði en mesta áhyggjuefnið væri stuðningur þríeykisins Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands, kjarnorkuvelda vestursins, við „glæpsamleg“ stjórnvöld Úkraínu. Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefur áður varað við því að Rússar muni mögulega grípa til kjarnorkuvopna ef Atlantshafsbandalagið ákveður að senda hermenn inn í Úkraínu. Pólland Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Kjarnorka Tengdar fréttir Ríki heims verja metupphæðum til hermála Þjóðir heims hafa aldrei varið meiri fjármunum til her- og varnarmála en útgjöldin á heimsvísu eru nú talin nema um 2.440 milljörðum Bandaríkjadollara. Útgjöldin jukust um 6,8 prósent milli áranna 2022 og 2023. 22. apríl 2024 07:14 Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Fleiri fréttir Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Sjá meira
Þetta segir Andrzej Duda, forseti Póllands, í viðtali við dagblaðið Fakt sem birt var í morgun. Pólland deilir landamærum með bæði Belarús og Kalíningrad. Duda er nýkomin úr heimsókn til Bandaríkjanna, þar sem hann fundaði í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna og ræddi stöðu mála í Úkraínu við Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta og forsetaframbjóðanda. Duda segir í viðtalinu að viðræður um samvinnu Bandaríkjanna og Póllands í kjarnorkumálum hafa staðið yfir í nokkrun tíma. „Ég hef þegar rætt þetta nokkrum sinnum. Ég verð að viðurkenna að þegar þeir spurðu um þetta þá lýsti ég yfir vilja okkar,“ segir Duda. Rússar hafa greint frá því að hafa komið kjarnorkuvopnum fyrir í Belarús. Á sama tíma saka þeir Vesturlönd um að auka áhættuna á stríði milli kjarnorkuvelda heims með stuðningi sínum við Úkraínu. Reuters hefur eftir Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, að Bandaríkin og Atlantshafsbandalagið séu með það á heilanum að sigra Rússland en það skapaði aukna hættu á notkun kjarnorkuvopna. Lavrov sagði Vesturveldin komin fram á bjargbrúnina hvað þetta varðaði en mesta áhyggjuefnið væri stuðningur þríeykisins Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands, kjarnorkuvelda vestursins, við „glæpsamleg“ stjórnvöld Úkraínu. Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefur áður varað við því að Rússar muni mögulega grípa til kjarnorkuvopna ef Atlantshafsbandalagið ákveður að senda hermenn inn í Úkraínu.
Pólland Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Kjarnorka Tengdar fréttir Ríki heims verja metupphæðum til hermála Þjóðir heims hafa aldrei varið meiri fjármunum til her- og varnarmála en útgjöldin á heimsvísu eru nú talin nema um 2.440 milljörðum Bandaríkjadollara. Útgjöldin jukust um 6,8 prósent milli áranna 2022 og 2023. 22. apríl 2024 07:14 Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Fleiri fréttir Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Sjá meira
Ríki heims verja metupphæðum til hermála Þjóðir heims hafa aldrei varið meiri fjármunum til her- og varnarmála en útgjöldin á heimsvísu eru nú talin nema um 2.440 milljörðum Bandaríkjadollara. Útgjöldin jukust um 6,8 prósent milli áranna 2022 og 2023. 22. apríl 2024 07:14
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent