Kíghósti hefur náð útbreiðslu á höfuðborgarsvæðinu Boði Logason skrifar 18. apríl 2024 16:36 Kíghósti er öndunarfærasýking sem er algengust hjá börnum, einkum á fyrstu mánuðum ævinnar. Getty Kíghósti hefur greinst hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu. Sumir þeirra hafa verið með einkenni frá því í mars en aðrir skemur. Í tilkynningu frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að ljóst sé að sýkingin hafi náð útbreiðslu, að minnsta kosti á höfuðborgarsvæðinu. Útbreiðsla sjúkdómsins í heiminum hefur farið vaxandi síðustu 20 ár. Kíghósti er öndunarfærasýking sem er algengust hjá börnum, einkum á fyrstu mánuðum ævinnar. Hjá unglingum og fullorðnum birtist sjúkdómurinn sem langvarandi og þrálátur hósti. Á vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að einkenni kíghósta séu vægt kvef, vaxandi hósti, slímsöfnun og slæm hóstaköst, sérstaklega á næturnar. Eftir um það bil tvær vikur færast einkennin í vöxt með áköfum hóstaköstum og fylgir þeim einkennandi soghljóð við innöndun. Síðari einkenni eru kíghósta eru hnerri, nefrennsli og hiti. Einkenni sjúkdómsins geta verið til staðar í allt að 10 vikur. Smit berst milli manna með úða frá öndunarfærum, til dæmis með hnerra. Meðgöngutími sjúkdómsins er yfirleitt um tvær til þrjár vikur. „Ung börn, sérstaklega börn innan eins árs, geta orðið alvarlega veik. Fullbólusettir einstaklingar veikjast sjaldan alvarlega en geta fengið langvinnan og hvimleiðan hósta, enda er kíghósti einnig nefndur „hundrað daga hósti“. Ef grunur leikur á kíghóstasmiti er fólki af landinu öllu bent á að heyra í Upplýsingamiðstöð Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í síma 1700 eða á netspjalli Heilsuveru til að fá ráðleggingar um viðbrögð,“ segir á vef heilsugæslunnar. Einstaklingar með kíghósta þurfa að draga eins og kostur er úr umgengni við ungbörn í um tvær vikur ef innan við 10 ár eru frá því viðkomandi var bólusettur eða lengur ef lengra er frá bólusetningu. Mikilvægt er að þau sem smitast haldi sig heima á meðan veikindin ganga yfir. Sýklalyf gagnast sjaldan til að draga úr veikindum vegna kíghósta en er beitt í einstaka tilfellum, til að mynda ef sýkingin veldur bráðri lungnabólgu. Nánar má lesa um kíghósta á vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Heilbrigðismál Reykjavík Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira
Í tilkynningu frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að ljóst sé að sýkingin hafi náð útbreiðslu, að minnsta kosti á höfuðborgarsvæðinu. Útbreiðsla sjúkdómsins í heiminum hefur farið vaxandi síðustu 20 ár. Kíghósti er öndunarfærasýking sem er algengust hjá börnum, einkum á fyrstu mánuðum ævinnar. Hjá unglingum og fullorðnum birtist sjúkdómurinn sem langvarandi og þrálátur hósti. Á vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að einkenni kíghósta séu vægt kvef, vaxandi hósti, slímsöfnun og slæm hóstaköst, sérstaklega á næturnar. Eftir um það bil tvær vikur færast einkennin í vöxt með áköfum hóstaköstum og fylgir þeim einkennandi soghljóð við innöndun. Síðari einkenni eru kíghósta eru hnerri, nefrennsli og hiti. Einkenni sjúkdómsins geta verið til staðar í allt að 10 vikur. Smit berst milli manna með úða frá öndunarfærum, til dæmis með hnerra. Meðgöngutími sjúkdómsins er yfirleitt um tvær til þrjár vikur. „Ung börn, sérstaklega börn innan eins árs, geta orðið alvarlega veik. Fullbólusettir einstaklingar veikjast sjaldan alvarlega en geta fengið langvinnan og hvimleiðan hósta, enda er kíghósti einnig nefndur „hundrað daga hósti“. Ef grunur leikur á kíghóstasmiti er fólki af landinu öllu bent á að heyra í Upplýsingamiðstöð Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í síma 1700 eða á netspjalli Heilsuveru til að fá ráðleggingar um viðbrögð,“ segir á vef heilsugæslunnar. Einstaklingar með kíghósta þurfa að draga eins og kostur er úr umgengni við ungbörn í um tvær vikur ef innan við 10 ár eru frá því viðkomandi var bólusettur eða lengur ef lengra er frá bólusetningu. Mikilvægt er að þau sem smitast haldi sig heima á meðan veikindin ganga yfir. Sýklalyf gagnast sjaldan til að draga úr veikindum vegna kíghósta en er beitt í einstaka tilfellum, til að mynda ef sýkingin veldur bráðri lungnabólgu. Nánar má lesa um kíghósta á vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
Heilbrigðismál Reykjavík Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira