Helga gert að rannsaka slysasleppingarnar Jakob Bjarnar skrifar 18. apríl 2024 13:51 Niðurstaða ríkissaksóknara er sú afturkalla skuli ákvörðun Helga Jenssonar lögreglustjóra um niðurfellingu á rannsókn á slysasleppingum úr sjókvíum fyrir vestan. vísir/einar/lögreglan Ákvörðun Helga Jenssonar, lögreglustjóra á Vestfjörðum, þess efnis að hætta rannsókn á slysasleppingum fyrir vestan, hefur verið felld úr gildi. Þetta er niðurstaða ríkissaksóknara eftir að ákvörðun Helga var kærð til hans. Andstæðingar sjókvíaeldis fagna. Niðurstaða hans var að um væri að ræða hagsmuni alls almennings og því ekki loku fyrir skotið að kærendur hafi haft hagsmuna að gæta af úrlausn málsins. Enda liggur fyrir að mikill fjöldi eldislaxa slapp úr fiskeldisstöð Arctic Sea Farm en laxar sem raktir hafa verið til umræddrar kvíar hafa veiðst í ám landsins. „Almenningur allur hefur hagsmuni af því að villtum ferskvatnsfiskstofnum sé ekki spillt með neikvæðum vistfræðiáhrifum. Verða kærur kærenda því teknar til efnislegrar skoðunar,“ segir meðal annars í ítarlegri niðurstöðu Ríkissaksóknara. Ásetningur sem og gáleysi nægi til refsiábyrðar Ríkissaksóknari segir jafnframt að umbúnaði við fiskeldið hafi verið áfátt og ekki farið eftir gildandi verklagsreglum og ákvæðum reglugerðar né laga sem um starfsemina gilda. Þetta leiddi til þess að eldisfiskur slapp úr fiskeldisstöðinni. „Þá liggur ekkert fyrir um að kærði eða aðrir sem refsiábyrgð bera samkvæmt refsiákvæðinu hafi aðhafst til að tryggja að unnið væri eftir verklagsreglum.“ Samkvæmt ákvæðinu bera stjórnarmenn og framkvæmdastjóri rekstrarleyfishafa refsiábyrgð. Kærði er samkvæmt eigin framburði forstjóri ASF og nú skráður sem stjórnarformaður. Á þeim tíma sem meint brot átti sér stað var Hildur Árnadóttir skráður stjórnarformaður. Bæði eru þau nú skráð sem raunverulegir eigendur ASF. Ekki var tekin skýrsla af Hildi Árnadóttur við rannsókn málsins, þrátt fyrir að hún hafi á þeim tíma verð skráður stjórnarformaður ASF.“ Ákvörðun ríkissaksóknara er afdráttarlaus. Hann segir að ásetningur og gáleysi nægi til refsiábyrðar. „Ríkissaksóknari fellst ekki á túlkun lögreglustjóra á orðalaginu ,„ef sakir eru miklar“. Tekið er undir túlkun kærenda á að orðalagið vísi til þess að refsimörkin séu fésekt en ef sakir eru miklar geti refsing orðið allt að tveggja ára fangelsi. Helgi misskildi eða skildi ekki túlkun refsiábyrgða Gunnar Örn Petersen, framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga, er einn kærenda en þeir voru alls um þrjátíu talsins. Hann segir í samtali við Vísi að nú hljóti Lögreglustjórinn á Vestfjörðum að taka málið upp aftur og rannsaki það þá af alvöru. Spurður hvort hann sé hæfur til þess eftir það sem á undan sé gengið segir Gunnar Örn að þeir hafi, á sínum tíma, bent á ákveðna hættu á vanhæfi. „Það var ekki fjallað efnislega um það í þessari niðurstöðu. Og þarf að una því. En þetta er góð viðurkenning á því að aldrei var framkvæmd nein rannsókn. Þetta er vel ígrunduð ákvörðun ríkissaksóknara þar sem hann metur ýmsa þætti málsins. Og fjallar í löngu máli um misskilning lögreglustjórans á túlkun refsiákvæða.“ Sjókvíaeldi Stjórnsýsla Dómsmál Lögreglumál Fiskeldi Vesturbyggð Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Þetta er niðurstaða ríkissaksóknara eftir að ákvörðun Helga var kærð til hans. Andstæðingar sjókvíaeldis fagna. Niðurstaða hans var að um væri að ræða hagsmuni alls almennings og því ekki loku fyrir skotið að kærendur hafi haft hagsmuna að gæta af úrlausn málsins. Enda liggur fyrir að mikill fjöldi eldislaxa slapp úr fiskeldisstöð Arctic Sea Farm en laxar sem raktir hafa verið til umræddrar kvíar hafa veiðst í ám landsins. „Almenningur allur hefur hagsmuni af því að villtum ferskvatnsfiskstofnum sé ekki spillt með neikvæðum vistfræðiáhrifum. Verða kærur kærenda því teknar til efnislegrar skoðunar,“ segir meðal annars í ítarlegri niðurstöðu Ríkissaksóknara. Ásetningur sem og gáleysi nægi til refsiábyrðar Ríkissaksóknari segir jafnframt að umbúnaði við fiskeldið hafi verið áfátt og ekki farið eftir gildandi verklagsreglum og ákvæðum reglugerðar né laga sem um starfsemina gilda. Þetta leiddi til þess að eldisfiskur slapp úr fiskeldisstöðinni. „Þá liggur ekkert fyrir um að kærði eða aðrir sem refsiábyrgð bera samkvæmt refsiákvæðinu hafi aðhafst til að tryggja að unnið væri eftir verklagsreglum.“ Samkvæmt ákvæðinu bera stjórnarmenn og framkvæmdastjóri rekstrarleyfishafa refsiábyrgð. Kærði er samkvæmt eigin framburði forstjóri ASF og nú skráður sem stjórnarformaður. Á þeim tíma sem meint brot átti sér stað var Hildur Árnadóttir skráður stjórnarformaður. Bæði eru þau nú skráð sem raunverulegir eigendur ASF. Ekki var tekin skýrsla af Hildi Árnadóttur við rannsókn málsins, þrátt fyrir að hún hafi á þeim tíma verð skráður stjórnarformaður ASF.“ Ákvörðun ríkissaksóknara er afdráttarlaus. Hann segir að ásetningur og gáleysi nægi til refsiábyrðar. „Ríkissaksóknari fellst ekki á túlkun lögreglustjóra á orðalaginu ,„ef sakir eru miklar“. Tekið er undir túlkun kærenda á að orðalagið vísi til þess að refsimörkin séu fésekt en ef sakir eru miklar geti refsing orðið allt að tveggja ára fangelsi. Helgi misskildi eða skildi ekki túlkun refsiábyrgða Gunnar Örn Petersen, framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga, er einn kærenda en þeir voru alls um þrjátíu talsins. Hann segir í samtali við Vísi að nú hljóti Lögreglustjórinn á Vestfjörðum að taka málið upp aftur og rannsaki það þá af alvöru. Spurður hvort hann sé hæfur til þess eftir það sem á undan sé gengið segir Gunnar Örn að þeir hafi, á sínum tíma, bent á ákveðna hættu á vanhæfi. „Það var ekki fjallað efnislega um það í þessari niðurstöðu. Og þarf að una því. En þetta er góð viðurkenning á því að aldrei var framkvæmd nein rannsókn. Þetta er vel ígrunduð ákvörðun ríkissaksóknara þar sem hann metur ýmsa þætti málsins. Og fjallar í löngu máli um misskilning lögreglustjórans á túlkun refsiákvæða.“
Sjókvíaeldi Stjórnsýsla Dómsmál Lögreglumál Fiskeldi Vesturbyggð Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent