Fimmtungur ánægður með störf Einars borgarstjóra Kjartan Kjartansson skrifar 17. apríl 2024 10:30 Einar Þorsteinsson tók við sem borgarstjóri fyrr á þessu ári. Tuttugu prósent segjast ánægðr með störf hans í könnuninni. Vísir/Ívar Fannar Um fimmtungur svarenda nýrrar könnunar segist ánægður með störf Einars Þorsteinssonar, borgarstjóra, og meirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur. Jafnmargir telja minnihlutann og meirihlutann standa sig illa. Skoðanakönnun Maskínu um fylgi flokka í Reykjavík, svonefndur borgarviti, er sú fyrsta þar sem spurt er um störf Einars eftir að hann tók við af Degi B. Eggertssyni sem borgarstjóri fyrr á þessu ári. Fleiri segjast óánægðir með störf hans en ánægðir, 28 prósent gegn tuttugu prósentum. Rétt rúmur helmingur telur frammistöðu nýja borgarstjórans í meðallagi. Töluverður munur er á afstöðu borgarbúa til Einars eftir því hvar þeir búa í borginni. Þannig sögðust 27 prósent íbúa í miðborginni og Vesturbænum ánægð með hann en aðeins sautján prósent þeirra sem búa austan Elliðaáa. Einar er nokkuð minna óvinsæll en borgarstjórnarmeirihlutinn. Nítján prósent segjast ánægð með störf meirihlutans en 44 prósent óánægð. Þó að vinsældir meirihlutans aukist aðeins um prósentustig á milli kannana þá eru þeir sem segjast óánægðir nú nokkru færri en í nóvember þegar helmingur svaraði á þá leið. Þrátt fyrir þessa veikleika meirihlutans virðist minnihlutanum ekki verða mikið ágegnt. Aðeins tíu prósent telja hann standa sig vel en 44 prósent illa, sama hlutfall og er óánægt með meirihlutann. Dagur B. Eggertsson er nú formaður borgarráðs eftir að hann lét af embætti borgarstjóra. Flestir nefna hann sem þann borgarfulltrúa sem þeim finnst haf staðið sig best á kjörtímabilinu.Vísir/Arnar Dagur vinsælasti borgarfulltrúinn Af einstökum flokkum er það að segja að Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn eru langstærstir og með helming fylgisins. Hvor flokkur um sig er með í kringum fjórðungsfylgi, Samfylkingin ívið stærri. Miðflokkurinn sækir í sig veðrið eins og hann hefur gert í könnunum á landsvísu. Hann mælist nú með sjö prósent fylgi. Litlar breytingar er á fylgi annarra flokka. Píratar eru þriðji stærsti flokkurinn með tæp tólf prósent og Viðreisn fjórði stærsti með rúm níu prósent. Framsóknarflokkurinn mælist með 4,5 prósent en hann fékk 18,7 prósent atkvæða í kosningunum 2022. Vinsælasti borgarfulltrúinn er Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri og núverandi formaður borgarráðs, sem 21,5 prósent svarenda nefndi sem þann sem hefði staðið sig best á kjörtímabilinu. Í öðru sæti er Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, með 13,8 prósent og í þriðja sæti Hildur Björnsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna, með 11,4 prósent. Einar Þorsteinsson borgarstjóri er í fimmta sæti á listanum með sjö prósent. Reykjavík Skoðanakannanir Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Skoðanakönnun Maskínu um fylgi flokka í Reykjavík, svonefndur borgarviti, er sú fyrsta þar sem spurt er um störf Einars eftir að hann tók við af Degi B. Eggertssyni sem borgarstjóri fyrr á þessu ári. Fleiri segjast óánægðir með störf hans en ánægðir, 28 prósent gegn tuttugu prósentum. Rétt rúmur helmingur telur frammistöðu nýja borgarstjórans í meðallagi. Töluverður munur er á afstöðu borgarbúa til Einars eftir því hvar þeir búa í borginni. Þannig sögðust 27 prósent íbúa í miðborginni og Vesturbænum ánægð með hann en aðeins sautján prósent þeirra sem búa austan Elliðaáa. Einar er nokkuð minna óvinsæll en borgarstjórnarmeirihlutinn. Nítján prósent segjast ánægð með störf meirihlutans en 44 prósent óánægð. Þó að vinsældir meirihlutans aukist aðeins um prósentustig á milli kannana þá eru þeir sem segjast óánægðir nú nokkru færri en í nóvember þegar helmingur svaraði á þá leið. Þrátt fyrir þessa veikleika meirihlutans virðist minnihlutanum ekki verða mikið ágegnt. Aðeins tíu prósent telja hann standa sig vel en 44 prósent illa, sama hlutfall og er óánægt með meirihlutann. Dagur B. Eggertsson er nú formaður borgarráðs eftir að hann lét af embætti borgarstjóra. Flestir nefna hann sem þann borgarfulltrúa sem þeim finnst haf staðið sig best á kjörtímabilinu.Vísir/Arnar Dagur vinsælasti borgarfulltrúinn Af einstökum flokkum er það að segja að Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn eru langstærstir og með helming fylgisins. Hvor flokkur um sig er með í kringum fjórðungsfylgi, Samfylkingin ívið stærri. Miðflokkurinn sækir í sig veðrið eins og hann hefur gert í könnunum á landsvísu. Hann mælist nú með sjö prósent fylgi. Litlar breytingar er á fylgi annarra flokka. Píratar eru þriðji stærsti flokkurinn með tæp tólf prósent og Viðreisn fjórði stærsti með rúm níu prósent. Framsóknarflokkurinn mælist með 4,5 prósent en hann fékk 18,7 prósent atkvæða í kosningunum 2022. Vinsælasti borgarfulltrúinn er Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri og núverandi formaður borgarráðs, sem 21,5 prósent svarenda nefndi sem þann sem hefði staðið sig best á kjörtímabilinu. Í öðru sæti er Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, með 13,8 prósent og í þriðja sæti Hildur Björnsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna, með 11,4 prósent. Einar Þorsteinsson borgarstjóri er í fimmta sæti á listanum með sjö prósent.
Reykjavík Skoðanakannanir Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira