Fimmtungur ánægður með störf Einars borgarstjóra Kjartan Kjartansson skrifar 17. apríl 2024 10:30 Einar Þorsteinsson tók við sem borgarstjóri fyrr á þessu ári. Tuttugu prósent segjast ánægðr með störf hans í könnuninni. Vísir/Ívar Fannar Um fimmtungur svarenda nýrrar könnunar segist ánægður með störf Einars Þorsteinssonar, borgarstjóra, og meirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur. Jafnmargir telja minnihlutann og meirihlutann standa sig illa. Skoðanakönnun Maskínu um fylgi flokka í Reykjavík, svonefndur borgarviti, er sú fyrsta þar sem spurt er um störf Einars eftir að hann tók við af Degi B. Eggertssyni sem borgarstjóri fyrr á þessu ári. Fleiri segjast óánægðir með störf hans en ánægðir, 28 prósent gegn tuttugu prósentum. Rétt rúmur helmingur telur frammistöðu nýja borgarstjórans í meðallagi. Töluverður munur er á afstöðu borgarbúa til Einars eftir því hvar þeir búa í borginni. Þannig sögðust 27 prósent íbúa í miðborginni og Vesturbænum ánægð með hann en aðeins sautján prósent þeirra sem búa austan Elliðaáa. Einar er nokkuð minna óvinsæll en borgarstjórnarmeirihlutinn. Nítján prósent segjast ánægð með störf meirihlutans en 44 prósent óánægð. Þó að vinsældir meirihlutans aukist aðeins um prósentustig á milli kannana þá eru þeir sem segjast óánægðir nú nokkru færri en í nóvember þegar helmingur svaraði á þá leið. Þrátt fyrir þessa veikleika meirihlutans virðist minnihlutanum ekki verða mikið ágegnt. Aðeins tíu prósent telja hann standa sig vel en 44 prósent illa, sama hlutfall og er óánægt með meirihlutann. Dagur B. Eggertsson er nú formaður borgarráðs eftir að hann lét af embætti borgarstjóra. Flestir nefna hann sem þann borgarfulltrúa sem þeim finnst haf staðið sig best á kjörtímabilinu.Vísir/Arnar Dagur vinsælasti borgarfulltrúinn Af einstökum flokkum er það að segja að Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn eru langstærstir og með helming fylgisins. Hvor flokkur um sig er með í kringum fjórðungsfylgi, Samfylkingin ívið stærri. Miðflokkurinn sækir í sig veðrið eins og hann hefur gert í könnunum á landsvísu. Hann mælist nú með sjö prósent fylgi. Litlar breytingar er á fylgi annarra flokka. Píratar eru þriðji stærsti flokkurinn með tæp tólf prósent og Viðreisn fjórði stærsti með rúm níu prósent. Framsóknarflokkurinn mælist með 4,5 prósent en hann fékk 18,7 prósent atkvæða í kosningunum 2022. Vinsælasti borgarfulltrúinn er Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri og núverandi formaður borgarráðs, sem 21,5 prósent svarenda nefndi sem þann sem hefði staðið sig best á kjörtímabilinu. Í öðru sæti er Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, með 13,8 prósent og í þriðja sæti Hildur Björnsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna, með 11,4 prósent. Einar Þorsteinsson borgarstjóri er í fimmta sæti á listanum með sjö prósent. Reykjavík Skoðanakannanir Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Fleiri fréttir Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Sjá meira
Skoðanakönnun Maskínu um fylgi flokka í Reykjavík, svonefndur borgarviti, er sú fyrsta þar sem spurt er um störf Einars eftir að hann tók við af Degi B. Eggertssyni sem borgarstjóri fyrr á þessu ári. Fleiri segjast óánægðir með störf hans en ánægðir, 28 prósent gegn tuttugu prósentum. Rétt rúmur helmingur telur frammistöðu nýja borgarstjórans í meðallagi. Töluverður munur er á afstöðu borgarbúa til Einars eftir því hvar þeir búa í borginni. Þannig sögðust 27 prósent íbúa í miðborginni og Vesturbænum ánægð með hann en aðeins sautján prósent þeirra sem búa austan Elliðaáa. Einar er nokkuð minna óvinsæll en borgarstjórnarmeirihlutinn. Nítján prósent segjast ánægð með störf meirihlutans en 44 prósent óánægð. Þó að vinsældir meirihlutans aukist aðeins um prósentustig á milli kannana þá eru þeir sem segjast óánægðir nú nokkru færri en í nóvember þegar helmingur svaraði á þá leið. Þrátt fyrir þessa veikleika meirihlutans virðist minnihlutanum ekki verða mikið ágegnt. Aðeins tíu prósent telja hann standa sig vel en 44 prósent illa, sama hlutfall og er óánægt með meirihlutann. Dagur B. Eggertsson er nú formaður borgarráðs eftir að hann lét af embætti borgarstjóra. Flestir nefna hann sem þann borgarfulltrúa sem þeim finnst haf staðið sig best á kjörtímabilinu.Vísir/Arnar Dagur vinsælasti borgarfulltrúinn Af einstökum flokkum er það að segja að Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn eru langstærstir og með helming fylgisins. Hvor flokkur um sig er með í kringum fjórðungsfylgi, Samfylkingin ívið stærri. Miðflokkurinn sækir í sig veðrið eins og hann hefur gert í könnunum á landsvísu. Hann mælist nú með sjö prósent fylgi. Litlar breytingar er á fylgi annarra flokka. Píratar eru þriðji stærsti flokkurinn með tæp tólf prósent og Viðreisn fjórði stærsti með rúm níu prósent. Framsóknarflokkurinn mælist með 4,5 prósent en hann fékk 18,7 prósent atkvæða í kosningunum 2022. Vinsælasti borgarfulltrúinn er Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri og núverandi formaður borgarráðs, sem 21,5 prósent svarenda nefndi sem þann sem hefði staðið sig best á kjörtímabilinu. Í öðru sæti er Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, með 13,8 prósent og í þriðja sæti Hildur Björnsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna, með 11,4 prósent. Einar Þorsteinsson borgarstjóri er í fimmta sæti á listanum með sjö prósent.
Reykjavík Skoðanakannanir Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Fleiri fréttir Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Sjá meira