Enginn niðurskurður í síðustu fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar Heimir Már Pétursson skrifar 16. apríl 2024 11:46 Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti í dag síðustu fjármálaáætlun núverandi ríkisstjórnar til næstu fimm ára Stöð 2/Einar Gert er ráð fyrir áframhaldandi halla á rekstri ríkissjóðs á næstu árum samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Fjármálaráðherra segir mikilvægt að ná jafnvægi í ríkisfjármálum í stað þess að taka dýfur með miklum niðurskurði. Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára í morgun. Gert er ráð fyrir 49 milljarða halla á fjárlögum á þessu ári, helmingi minni halla á næsta ári og ríkissjóður verði ekki rekinn með afgangi fyrr en árið 2028, eða undir lok næsta kjörtímabils. Gert er ráð fyrir 49 milljarða króna halla á rekstri ríkissjóðs á þessu ári og 25 milljörðum á því næsta. Ekki verði afgangur á ríkissjóði fyrr en árið 2028.fjármálaráðuneytið Aðgerðir vegna náttúruhamfara í Grindavík og í tengslum við kjarasamninga hafa áhrif til aukinna útgjalda. Á móti á hins vegar að hagræða í resktri ríkisins og viðbyggingu við stjórnarráðshúsið og bygging nýrrar neyðarmiðstöðvar verður frestað fram yfir fimm ára gildistíma fjármálaáætlunarinnar. Samtals eiga aðhaldsaðgerðir að skila 17 milljörðum króna, sem er rétt rúmlega eitt prósent af tekjum ríkissjóðs. Er hægt að kalla það mjög metnaðarfullar aðgerðir? Sigurður Ingi Jóhannsson segir skynsamlegt að ná jafnvægi í ríkisfjármálum í stað þess að taka dýfur með miklum niðurskurði.Stöð 2/hmp „Já, ég held að þær séu það. Við höfum sýnt það á liðnum árum að það aðhald sem við höfum haft hefur haft þær afleiðingar að styðja við peningastefnu Seðlabankans. Sem ber auðvitað ábyrgð á því að ná verðbólgunni niður. En við erum styðjandi. Það hefur skilað sér,“ segir Sigurður Ingi. Þannig hefði verðbólga minnkað um þrjú prósentustig á undanförnum mánuðum. Með þessari áætlun væri verið að byggja undir enn frekari minnkun verðbólgu og lækkun vaxta. Það er hins vegar enn mikil spenna og þensla í efnahagslífinu þótt heldur hafi dregið úr að undanförnu. Fjármálaráðherra segir skipta máli að ná jafnvægi í ríkisfjármálunum þótt engan niðurskurð væri að finna í áætluninni. Ríkisstjórnin hafi verið gagnrýnd fyrir að gera ekki nóg í faraldrinum þótt hún hafi gert býsna mikið til að vinna gegn samdrætti í efnahagslífinu á þeim tíma. Hagkerfið hafi síðan verið á blússandi ferð og enn gætti þenslu á vinnumarkaði. „Þótt við sjáum einkaneyslu dragast verulega saman og margt sem bendir til að við séum að nálgast þetta jafnvægi. Þá held ég að við verðum líka að gæta okkar að ná þessu jafnvægi á hófsaman hátt en ekki vera með einhverjar dýfur,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson eftir kynningu á síðustu fjármálaáætlun þessarar ríkisstjórnar. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Kjaraviðræður 2023-24 Efnahagsmál Verðlag Alþingi Tengdar fréttir Rétta hallann af á fjórum árum Ríkisstjórnin stefnir að því að ríkissjóður verði rekinn með halla næstu fjögur ár en að árið 2028 verði hallinn orðinn að afgangi. Reiknað er með þriggja milljarða króna afgangi árið 2028 og tuttugu milljarða afgangi árið 2029. 16. apríl 2024 09:50 Uppgangur og þensla halda uppi verðbólgu og vöxtum Gríðarlegur uppgangur í íslensku atvinnulífi með tilheyrandi miklum innflutningi á vinnuafli er einn aðaldrifkraftur verðbólgunnar. Seðlabankastjóri segir algert grundvallaratriði að hægja á eftirspurninni til ná niður verðbólgu og markmiðum nýgerðra kjarasamninga um lækkun vaxta. 20. mars 2024 19:37 Tekist á um aðgerðir ríkisstjórnar á Alþingi Formenn Samfylkingar og Viðreisnar gagnrýndu á Alþingi í dag að stórfelldar aðgerðir stjórnvalda upp á 80 milljarða í tengslum við kjarasamninga væru ófjármagnaðar. Formaður Miðflokksins gagnrýndi einnig meinta óstjórn stjórnvalda í útlendingamálum. 11. mars 2024 19:20 Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára í morgun. Gert er ráð fyrir 49 milljarða halla á fjárlögum á þessu ári, helmingi minni halla á næsta ári og ríkissjóður verði ekki rekinn með afgangi fyrr en árið 2028, eða undir lok næsta kjörtímabils. Gert er ráð fyrir 49 milljarða króna halla á rekstri ríkissjóðs á þessu ári og 25 milljörðum á því næsta. Ekki verði afgangur á ríkissjóði fyrr en árið 2028.fjármálaráðuneytið Aðgerðir vegna náttúruhamfara í Grindavík og í tengslum við kjarasamninga hafa áhrif til aukinna útgjalda. Á móti á hins vegar að hagræða í resktri ríkisins og viðbyggingu við stjórnarráðshúsið og bygging nýrrar neyðarmiðstöðvar verður frestað fram yfir fimm ára gildistíma fjármálaáætlunarinnar. Samtals eiga aðhaldsaðgerðir að skila 17 milljörðum króna, sem er rétt rúmlega eitt prósent af tekjum ríkissjóðs. Er hægt að kalla það mjög metnaðarfullar aðgerðir? Sigurður Ingi Jóhannsson segir skynsamlegt að ná jafnvægi í ríkisfjármálum í stað þess að taka dýfur með miklum niðurskurði.Stöð 2/hmp „Já, ég held að þær séu það. Við höfum sýnt það á liðnum árum að það aðhald sem við höfum haft hefur haft þær afleiðingar að styðja við peningastefnu Seðlabankans. Sem ber auðvitað ábyrgð á því að ná verðbólgunni niður. En við erum styðjandi. Það hefur skilað sér,“ segir Sigurður Ingi. Þannig hefði verðbólga minnkað um þrjú prósentustig á undanförnum mánuðum. Með þessari áætlun væri verið að byggja undir enn frekari minnkun verðbólgu og lækkun vaxta. Það er hins vegar enn mikil spenna og þensla í efnahagslífinu þótt heldur hafi dregið úr að undanförnu. Fjármálaráðherra segir skipta máli að ná jafnvægi í ríkisfjármálunum þótt engan niðurskurð væri að finna í áætluninni. Ríkisstjórnin hafi verið gagnrýnd fyrir að gera ekki nóg í faraldrinum þótt hún hafi gert býsna mikið til að vinna gegn samdrætti í efnahagslífinu á þeim tíma. Hagkerfið hafi síðan verið á blússandi ferð og enn gætti þenslu á vinnumarkaði. „Þótt við sjáum einkaneyslu dragast verulega saman og margt sem bendir til að við séum að nálgast þetta jafnvægi. Þá held ég að við verðum líka að gæta okkar að ná þessu jafnvægi á hófsaman hátt en ekki vera með einhverjar dýfur,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson eftir kynningu á síðustu fjármálaáætlun þessarar ríkisstjórnar.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Kjaraviðræður 2023-24 Efnahagsmál Verðlag Alþingi Tengdar fréttir Rétta hallann af á fjórum árum Ríkisstjórnin stefnir að því að ríkissjóður verði rekinn með halla næstu fjögur ár en að árið 2028 verði hallinn orðinn að afgangi. Reiknað er með þriggja milljarða króna afgangi árið 2028 og tuttugu milljarða afgangi árið 2029. 16. apríl 2024 09:50 Uppgangur og þensla halda uppi verðbólgu og vöxtum Gríðarlegur uppgangur í íslensku atvinnulífi með tilheyrandi miklum innflutningi á vinnuafli er einn aðaldrifkraftur verðbólgunnar. Seðlabankastjóri segir algert grundvallaratriði að hægja á eftirspurninni til ná niður verðbólgu og markmiðum nýgerðra kjarasamninga um lækkun vaxta. 20. mars 2024 19:37 Tekist á um aðgerðir ríkisstjórnar á Alþingi Formenn Samfylkingar og Viðreisnar gagnrýndu á Alþingi í dag að stórfelldar aðgerðir stjórnvalda upp á 80 milljarða í tengslum við kjarasamninga væru ófjármagnaðar. Formaður Miðflokksins gagnrýndi einnig meinta óstjórn stjórnvalda í útlendingamálum. 11. mars 2024 19:20 Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
Rétta hallann af á fjórum árum Ríkisstjórnin stefnir að því að ríkissjóður verði rekinn með halla næstu fjögur ár en að árið 2028 verði hallinn orðinn að afgangi. Reiknað er með þriggja milljarða króna afgangi árið 2028 og tuttugu milljarða afgangi árið 2029. 16. apríl 2024 09:50
Uppgangur og þensla halda uppi verðbólgu og vöxtum Gríðarlegur uppgangur í íslensku atvinnulífi með tilheyrandi miklum innflutningi á vinnuafli er einn aðaldrifkraftur verðbólgunnar. Seðlabankastjóri segir algert grundvallaratriði að hægja á eftirspurninni til ná niður verðbólgu og markmiðum nýgerðra kjarasamninga um lækkun vaxta. 20. mars 2024 19:37
Tekist á um aðgerðir ríkisstjórnar á Alþingi Formenn Samfylkingar og Viðreisnar gagnrýndu á Alþingi í dag að stórfelldar aðgerðir stjórnvalda upp á 80 milljarða í tengslum við kjarasamninga væru ófjármagnaðar. Formaður Miðflokksins gagnrýndi einnig meinta óstjórn stjórnvalda í útlendingamálum. 11. mars 2024 19:20
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent