Aðsóknarmet slegið í Listaháskólanum Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 13. apríl 2024 14:17 Kristín Eysteinsdóttir, rektor LHÍ fagnar aukinni aðsókn í námið. Saga Sig Tvöfalt fleiri fleiri sóttu um nám í Listaháskóla Íslands í ár heldur en í fyrra. Skammt er síðan tilkynnt var að skólagjöld yrðu felld niður frá og með haustönn ársins 2024. Rektor hefur ekki áhyggjur af auknu brottfalli nemenda og fagnar aukinni aðsókn. Hún býst við enn frekari aðsókn á næsta ári. Umsóknarfrestur til náms í flestum deildum LHÍ rann út á miðnætti. Kristín Eysteinsdóttir rektor segir í samtali við fréttastofu að aldrei hafi jafn margar umsóknir borist. „Umsóknirnar voru 538 í fyrra en eru nú tæplega þúsund. Listkennslan er eftir svo við munum sennilega enda í um þúsund umsóknum. Svo það er nánast hundrað prósent aukning.“ Kristín segir þessar tölur fara fram úr öllum væntingum. „Við getum ekki tekið alla inn en það er gríðarlega jákvætt að þessi niðurfelling skólagjaldanna sé að hafa þessi áhrif.“ Þetta í raun staðfestir það sem við héldum, að kostnaðurinn væri stór hindrun fyrir mikið af nemendum. Mesta aukningin í arkitektúr, hönnun og myndlist Aðspurð segist Kristín ekki hafa áhyggjur af auknu brottfalli nemenda nú þegar þeir munu ekki þurfa að borga skólagjöld. „Námið er einfaldlega þannig uppbyggt að það er áttatíu prósent mætingarskylda. Bekkirnir eru litlir þannig það myndast ákveðin stemning í kringum það. Það er ennþá ákveðinn klásus hjá okkur, eins og til dæmis í leikaranáminu. Þar sækja tvö til þrjú hundruð manns um en tíu komast inn. Þetta eru eftirsótt pláss og nemendur vilja útskrifast með sínum bekk á tilsettum tíma.“ Mesta aukningin segir Kristín að sé í arkitektúr, hönnun og myndlist. Leikaranámið er þó eftirsóttasta deild skólans líkt og undanfarin ár. Þá á hún von á því að aðsóknin verði enn meiri á næsta ári, sérstaklega í MA námið þar sem þeir sem sækja um það séu oft komnir með börn og þurfa að skipuleggja sig lengra fram í tímann. „Við erum þakklát Áslaugu Örnu háskólaráðherra fyrir að gera okkur kleift að stíga þetta mikilvæga skref og skilja að fjárfesting í háskólanámi í listum og skapandi greinum mun skila sér margfalt til baka til samfélagsins. Framtíðin liggur í skapandi greinum og þessi stóraukna aðsókn staðfestir mikilvægi niðurfellingar skólagjalda sem tryggir jafnræði til náms óháð námsgrein,“ segir Kristín Eysteinsdóttir rektor LHÍ. Háskólar Skóla - og menntamál Rekstur hins opinbera Menning Hagsmunir stúdenta Tengdar fréttir Stúdentar telja afnám skólagjalda ekki henta HR Formaður Stúdentafélags HR telur að breytingar sem háskólaráðherra boðaði fyrr í vikunni henti skólanum líklegast ekki. Hann óttast að gæði náms við skólann gæti skerst við afnám skólagjalda. 16. febrúar 2024 10:37 Bjóða óskert fjárframlag í skiptum fyrir engin skólagjöld Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur boðið skólastjórnendum sjálfstætt starfandi háskóla að skólarnir hljóti óskert fjárframlög frá ríkinu gegn afnámi skólagjalda. 13. febrúar 2024 12:01 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Sjá meira
Umsóknarfrestur til náms í flestum deildum LHÍ rann út á miðnætti. Kristín Eysteinsdóttir rektor segir í samtali við fréttastofu að aldrei hafi jafn margar umsóknir borist. „Umsóknirnar voru 538 í fyrra en eru nú tæplega þúsund. Listkennslan er eftir svo við munum sennilega enda í um þúsund umsóknum. Svo það er nánast hundrað prósent aukning.“ Kristín segir þessar tölur fara fram úr öllum væntingum. „Við getum ekki tekið alla inn en það er gríðarlega jákvætt að þessi niðurfelling skólagjaldanna sé að hafa þessi áhrif.“ Þetta í raun staðfestir það sem við héldum, að kostnaðurinn væri stór hindrun fyrir mikið af nemendum. Mesta aukningin í arkitektúr, hönnun og myndlist Aðspurð segist Kristín ekki hafa áhyggjur af auknu brottfalli nemenda nú þegar þeir munu ekki þurfa að borga skólagjöld. „Námið er einfaldlega þannig uppbyggt að það er áttatíu prósent mætingarskylda. Bekkirnir eru litlir þannig það myndast ákveðin stemning í kringum það. Það er ennþá ákveðinn klásus hjá okkur, eins og til dæmis í leikaranáminu. Þar sækja tvö til þrjú hundruð manns um en tíu komast inn. Þetta eru eftirsótt pláss og nemendur vilja útskrifast með sínum bekk á tilsettum tíma.“ Mesta aukningin segir Kristín að sé í arkitektúr, hönnun og myndlist. Leikaranámið er þó eftirsóttasta deild skólans líkt og undanfarin ár. Þá á hún von á því að aðsóknin verði enn meiri á næsta ári, sérstaklega í MA námið þar sem þeir sem sækja um það séu oft komnir með börn og þurfa að skipuleggja sig lengra fram í tímann. „Við erum þakklát Áslaugu Örnu háskólaráðherra fyrir að gera okkur kleift að stíga þetta mikilvæga skref og skilja að fjárfesting í háskólanámi í listum og skapandi greinum mun skila sér margfalt til baka til samfélagsins. Framtíðin liggur í skapandi greinum og þessi stóraukna aðsókn staðfestir mikilvægi niðurfellingar skólagjalda sem tryggir jafnræði til náms óháð námsgrein,“ segir Kristín Eysteinsdóttir rektor LHÍ.
Háskólar Skóla - og menntamál Rekstur hins opinbera Menning Hagsmunir stúdenta Tengdar fréttir Stúdentar telja afnám skólagjalda ekki henta HR Formaður Stúdentafélags HR telur að breytingar sem háskólaráðherra boðaði fyrr í vikunni henti skólanum líklegast ekki. Hann óttast að gæði náms við skólann gæti skerst við afnám skólagjalda. 16. febrúar 2024 10:37 Bjóða óskert fjárframlag í skiptum fyrir engin skólagjöld Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur boðið skólastjórnendum sjálfstætt starfandi háskóla að skólarnir hljóti óskert fjárframlög frá ríkinu gegn afnámi skólagjalda. 13. febrúar 2024 12:01 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Sjá meira
Stúdentar telja afnám skólagjalda ekki henta HR Formaður Stúdentafélags HR telur að breytingar sem háskólaráðherra boðaði fyrr í vikunni henti skólanum líklegast ekki. Hann óttast að gæði náms við skólann gæti skerst við afnám skólagjalda. 16. febrúar 2024 10:37
Bjóða óskert fjárframlag í skiptum fyrir engin skólagjöld Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur boðið skólastjórnendum sjálfstætt starfandi háskóla að skólarnir hljóti óskert fjárframlög frá ríkinu gegn afnámi skólagjalda. 13. febrúar 2024 12:01