Mannréttindabrot Hjördís Ýrr Skúladóttir skrifar 13. apríl 2024 09:30 Góði guð, móðir jörð, æðri máttur eða hver sem öllu ræður. „Gefðu að ég hafi heilsu og geti sem allra lengst haldið mínu sjálfstæði, gefðu að ég fái ekki svo slæmt MS kast eða fari ekki í síversnun MS sem leiðir af sér mikla skerðingu. Gefðu að ég fái að búa sjálf, velja mér búsetu og að ég haldi minni reisn. Gefðu að mér verði ekki komið fyrir á stofnun sem er ekki mér til hæfis og að ég hafi eitthvað um mína eigin búsetu að segja. Í öllu nafni Amen, eða Om eða annað gott orð sem allar góðar bænir enda á.“ Þetta er bæn mín eftir áhorf á Kveik, fréttaskýringaþátt, á RÚV 9.apríl þar sem fjallað var um skelfilegar staðreyndir um það hvernig fólk nýtur ekki mannréttinda þegar kemur að búsetu. Árið er 2024 og það er hreint með ólíkindum að fólk sé „geymt“ á stofnunum eða heimilum án þess að það hafi haft val um sína eigin búsetu. Að fólk með fötlun fái ekki viðunandi sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun, endurhæfingu eða þjónustu sem hæfir þeirra aldri og getu er hreinlega til háborinnar skammar og við sem velferðarsamfélag verðum að gera betur. Það biður enginn um að verða fyrir eða fæðast með skerðingu, en við eigum öll rétt á að komið sé fram við okkur af virðingu og hafa raunverulegt val. Við þurfum að gera betur, standa betur vörð um náungann og láta okkur misrétti varða. Það er vissulega vinna í gangi í ráðuneytum og vinnuhópum um lausn á þessu. En þeirri vinnu verður að ljúka sem allra fyrst og leysa þetta brýna vandamáli. Ég held fast í vonina að mitt MS geri það ekki að verkum að mér verði komið fyrir einhversstaðar án þess að ég hafi neitt um það að segja. Allavega ætla ég að gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að svo verði ekki. Höfundur er formaður MS-félags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Málefni fatlaðs fólks Mannréttindi Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Sjá meira
Góði guð, móðir jörð, æðri máttur eða hver sem öllu ræður. „Gefðu að ég hafi heilsu og geti sem allra lengst haldið mínu sjálfstæði, gefðu að ég fái ekki svo slæmt MS kast eða fari ekki í síversnun MS sem leiðir af sér mikla skerðingu. Gefðu að ég fái að búa sjálf, velja mér búsetu og að ég haldi minni reisn. Gefðu að mér verði ekki komið fyrir á stofnun sem er ekki mér til hæfis og að ég hafi eitthvað um mína eigin búsetu að segja. Í öllu nafni Amen, eða Om eða annað gott orð sem allar góðar bænir enda á.“ Þetta er bæn mín eftir áhorf á Kveik, fréttaskýringaþátt, á RÚV 9.apríl þar sem fjallað var um skelfilegar staðreyndir um það hvernig fólk nýtur ekki mannréttinda þegar kemur að búsetu. Árið er 2024 og það er hreint með ólíkindum að fólk sé „geymt“ á stofnunum eða heimilum án þess að það hafi haft val um sína eigin búsetu. Að fólk með fötlun fái ekki viðunandi sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun, endurhæfingu eða þjónustu sem hæfir þeirra aldri og getu er hreinlega til háborinnar skammar og við sem velferðarsamfélag verðum að gera betur. Það biður enginn um að verða fyrir eða fæðast með skerðingu, en við eigum öll rétt á að komið sé fram við okkur af virðingu og hafa raunverulegt val. Við þurfum að gera betur, standa betur vörð um náungann og láta okkur misrétti varða. Það er vissulega vinna í gangi í ráðuneytum og vinnuhópum um lausn á þessu. En þeirri vinnu verður að ljúka sem allra fyrst og leysa þetta brýna vandamáli. Ég held fast í vonina að mitt MS geri það ekki að verkum að mér verði komið fyrir einhversstaðar án þess að ég hafi neitt um það að segja. Allavega ætla ég að gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að svo verði ekki. Höfundur er formaður MS-félags Íslands.
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar