„Þetta er sama fólkið með sömu stefnu í nýjum stólum“ Jakob Bjarnar skrifar 10. apríl 2024 15:40 Kristrún Frostadóttir er formaður Samfylkingarinnar og hún lét ríkisstjórnina heyra það í ræðustól þingsins þá er Bjarni Benediktsson, nýr forsætisráðherra hélt stefnuræðu sína. Vísir/Arnar Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar var fyrst upp í ræðupúlt eftir að Bjarni Benediktsson nýr forsætisráðherra flutti ávarp sitt á þingi og hún gaf ekki mikið fyrir afrekaskrá ríkisstjórnarinnar. „Förum aðeins yfir þá stöðu sem fráfarandi ríkisstjórn skilur eftir sig,“ sagði Kristrún meðal annars og rakti þá: Vextir háir — verðbólga mikil — og hömlulaus húsnæðismarkaður. Ófjármögnuð útgjöld upp á 80 milljarða næstu árin. Ófjármögnuð útgjöld vegna Grindavíkur. Og hún hélt áfram að renna yfir „afrekin“ sem væru engin fjármálaáætlun, samgönguáætlun sem situr föst, framkvæmdastopp í orku- og samgöngumálum… „Já, algjört framkvæmdastopp! Frá ríkisstjórn sem ætlaði að kenna sig við innviði.“ Stóra núllið Kristrún kynnti það sem hún kallaði Stóra núllið frá 2017 eða þegar ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók við: „Framkvæmdir við 0 ný jarðgöng á Íslandi — 0 nýjar virkjanir yfir 10 MW — og 0 ný virkjanaleyfi í gildi. Hvort sem litið er til virkjana sem nýta vatnsafl, jarðvarma, vind eða aðra orkugjafa. Þetta er sú staða sem fráfarandi ríkisstjórn skilur eftir sig — og sem þessi svokallaða nýja ríkisstjórn fær í arf. Kristrún sagði ekkert standa eftir þegar verk þessarar ríkisstjórnar væru skoðuð annað en að þeir væru að veita hver öðrum stöðuhækkun. Sama fólkið, með sömu stefnu í nýjum stólum.Vísir/Vilhelm Og nú er talað og talað og talað um einhverja stórsókn í orkumálum. En tekið skýrt fram að það sé engin stefnubreyting samt hjá þessari ríkisstjórn — og engar nýjar aðgerðir kynntar.“ Kristrún spurði hvað væri eiginlega hægt að segja? Sama væri með útlendingamálin þar sem ríkisstjórnin hafi séð um það alveg sjálf að skapa stærstu vandamálin með undanþágum, hringlandahætti og illa unnum lagafrumvörpum. Og nú er sagt að sé allt að fara að smella — án stefnubreytingar. „Hvað er þá verið að gefa í skyn? Að fráfarandi forsætisráðherra hafi verið vandamálið? Eða er þetta kannski bara tómt tal hjá ríkisstjórninni — enn einu sinni — til að réttlæta þrásetu sína án árangurs?“ Að veita hver öðrum stöðuhækkun koll af kolli Kristrún sagði þjóðina gera kröfu um árangur og það kalli á stefnubreytingu. En það sé ekki nóg að höfuð ríkisstjórnarinnar fari í forsetaframboð. „Og að veita svo öðrum ráðherrum stöðuhækkun, koll af kolli — að því er virðist allra helst þeim sem hafa gert alvarlegustu afglöpin í sínum fyrri embættum. Þetta er sama fólkið, með sömu stefnu í nýjum stólum.“ Ekkert hafi hins vegar breyst sem skipti fólkið í landinu nokkru máli. Alþingi Samfylkingin Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Magga Stína hrópaði að Bjarna af þingpöllunum Margréti Kristínu Blöndal, Möggu Stínu, var vísað af pöllum Alþingis eftir að hún hrópaði að forsætisráðherra Bjarna Benediktssyni á meðan hann flutti yfirlýsingu sína á þingi í dag. 10. apríl 2024 15:18 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
„Förum aðeins yfir þá stöðu sem fráfarandi ríkisstjórn skilur eftir sig,“ sagði Kristrún meðal annars og rakti þá: Vextir háir — verðbólga mikil — og hömlulaus húsnæðismarkaður. Ófjármögnuð útgjöld upp á 80 milljarða næstu árin. Ófjármögnuð útgjöld vegna Grindavíkur. Og hún hélt áfram að renna yfir „afrekin“ sem væru engin fjármálaáætlun, samgönguáætlun sem situr föst, framkvæmdastopp í orku- og samgöngumálum… „Já, algjört framkvæmdastopp! Frá ríkisstjórn sem ætlaði að kenna sig við innviði.“ Stóra núllið Kristrún kynnti það sem hún kallaði Stóra núllið frá 2017 eða þegar ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók við: „Framkvæmdir við 0 ný jarðgöng á Íslandi — 0 nýjar virkjanir yfir 10 MW — og 0 ný virkjanaleyfi í gildi. Hvort sem litið er til virkjana sem nýta vatnsafl, jarðvarma, vind eða aðra orkugjafa. Þetta er sú staða sem fráfarandi ríkisstjórn skilur eftir sig — og sem þessi svokallaða nýja ríkisstjórn fær í arf. Kristrún sagði ekkert standa eftir þegar verk þessarar ríkisstjórnar væru skoðuð annað en að þeir væru að veita hver öðrum stöðuhækkun. Sama fólkið, með sömu stefnu í nýjum stólum.Vísir/Vilhelm Og nú er talað og talað og talað um einhverja stórsókn í orkumálum. En tekið skýrt fram að það sé engin stefnubreyting samt hjá þessari ríkisstjórn — og engar nýjar aðgerðir kynntar.“ Kristrún spurði hvað væri eiginlega hægt að segja? Sama væri með útlendingamálin þar sem ríkisstjórnin hafi séð um það alveg sjálf að skapa stærstu vandamálin með undanþágum, hringlandahætti og illa unnum lagafrumvörpum. Og nú er sagt að sé allt að fara að smella — án stefnubreytingar. „Hvað er þá verið að gefa í skyn? Að fráfarandi forsætisráðherra hafi verið vandamálið? Eða er þetta kannski bara tómt tal hjá ríkisstjórninni — enn einu sinni — til að réttlæta þrásetu sína án árangurs?“ Að veita hver öðrum stöðuhækkun koll af kolli Kristrún sagði þjóðina gera kröfu um árangur og það kalli á stefnubreytingu. En það sé ekki nóg að höfuð ríkisstjórnarinnar fari í forsetaframboð. „Og að veita svo öðrum ráðherrum stöðuhækkun, koll af kolli — að því er virðist allra helst þeim sem hafa gert alvarlegustu afglöpin í sínum fyrri embættum. Þetta er sama fólkið, með sömu stefnu í nýjum stólum.“ Ekkert hafi hins vegar breyst sem skipti fólkið í landinu nokkru máli.
Alþingi Samfylkingin Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Magga Stína hrópaði að Bjarna af þingpöllunum Margréti Kristínu Blöndal, Möggu Stínu, var vísað af pöllum Alþingis eftir að hún hrópaði að forsætisráðherra Bjarna Benediktssyni á meðan hann flutti yfirlýsingu sína á þingi í dag. 10. apríl 2024 15:18 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Magga Stína hrópaði að Bjarna af þingpöllunum Margréti Kristínu Blöndal, Möggu Stínu, var vísað af pöllum Alþingis eftir að hún hrópaði að forsætisráðherra Bjarna Benediktssyni á meðan hann flutti yfirlýsingu sína á þingi í dag. 10. apríl 2024 15:18
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent