Píratar og prinsipp í pólitík Björn Leví Gunnarsson skrifar 9. apríl 2024 23:01 Þann 8. nóvember 2017 var allt galopið varðandi myndun ríkisstjórnar, að sögn fráfarandi forsætisráðherra, Katrínar Jakobsdóttur. Þetta var eftir að Framsóknarflokkurinn sleit ríkisstjórnarviðræðum VG, Samfylkingarinnar, Pírata og Framsóknar. Þessir flokkar voru með mjög tæpan 1 þingsætis meirihluta. Tillögum Pírata um að draga fleiri flokka að til þess að gera stöðugri meirihluta var hafnað og að lokum viðræðunum sjálfum. Allir flokkar þurfi að gera málamiðlanir, sagði fráfarandi forsætisráðherra. Það stóð ekki á Pírötum að gera málamiðlanir. Það var búið að ná niðurstöðum um kröfur Pírata, til dæmis varðandi það að klára stjórnarskránna á kjörtímabilinu. Við vorum sátt með okkar mál þegar viðræðum var slitið. Það voru því ekki einhverjar óraunhæfar kröfur af okkar hendi sem útilokuðu stjórnarsamstarf þessara flokka. Það virðist frekar hafa verið að Framsóknarflokkurinn lærði allt í einu að telja og þau áttuðu sig á því að eins manns meirihluti væri ekki ásættanlegur. Þetta er flokkurinn sem fer með fjármálaráðuneytið í næstu ríkisstjórn. Að öllu gamni slepptu þá fundum við fyrir því að það hafi ekki verið mikil alvara á bak við þessar viðræður. Það var í rauninni búið að ákveða annað ríkisstjórnarsamstarf. Það hafi bara þurft að setja þessar viðræður á svið til þess að það væri ekki augljóst að annað hefði þegar verið ákveðið. En óháð því, þá var samt búið að samþykkja kröfur Pírata í þessum viðræðum. Það var mikið reynt að ganga fram af okkur og fá okkur til þess að slíta viðræðunum, en við stóðum við okkar prinsipp og leystum málefnalega úr öllu sem var kastað til okkar. Um það snúast nefnilega málamiðlanir í stjórnmálum. Að leysa málefnalega úr þeim áskorunum sem við fáum í hendurnar, án þess að það þurfi að ganga á siðferðiskennd eða réttlætiskennd eða sannfæringu samstarfsfólks. Að passa upp á að enginn þurfi að gefa afslátt af prinsippum sínum. Fyrir alþingiskosningar 2021 sagði fráfarandi forsætisráðherra að allir flokkar þyrftu að brjóta odd af oflæti sínu og fallast á málamiðlanir. En það er eitt að gera málamiðlanir og annað að leggjast kylliflatur yfir sannfæringu sína og láta valta yfir sig fram og til baka. Í kosningasjónvarpi Stöðvar 2 fyrir kosningarnar 2021 spurði Hilmir Már Pétursson mig: “Sumir hafa sagt um Pírata [...] að ef það kæmi upp eitthvað prinsippmál þá mynduð þið segja ykkur úr ríkisstjórninni eftir nokkra sólarhringa” sem ég svaraði: “Við erum að krefjast faglegra vinnubragða. Við sjáum pólitískar ráðningar sem við sættum okkur ekki við. Það eru nú ekki miklar kröfur að gera til stjórnmálanna, að vinna faglega. Okkur finnst það rosalega lágar kröfur. Sjálfsagðar kröfur.” Það á ekki að vera flókið að gera þær kröfur á samstarfsflokka að vinna faglega og að ganga ekki á prinsipp samstarfsfélaga sinna. Það er svona lágmarkið í öllu samstarfi, ekki satt? Þannig að já, ef það yrði slíkur trúnaðarbrestur þá væri mjög eðlilegt að endurskoða slíkt samstarf. Það er ástæðan fyrir því að við segjum það eins skýrt og hægt er að það sé ekki hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum í ríkisstjórn. Við vitum að sá flokkur (flokkurinn, ekki fólkið) starfar þannig. Fyrir því eru ótal söguleg dæmi. Það er einfaldlega fyrirsjáanlegt að samstarf með Sjálfstæðisflokknum myndi enda fyrr en síðar með slíkum trúnaðarbresti að ekki væri hægt að halda samstarfinu áfram. Við erum hins vegar alltaf til í samstarf um einstaka góðar hugmyndir, því allir geta komið með góðar hugmyndir óháð því hvort fólk sé í einhvers konar ríkisstjórnarsamstarfi eða ekki. Núverandi ríkisstjórnarsamstarf hefur hins vegar fórnað öllum prinsippum fyrir valdastólana. Það er sama hvað gerist, áfram skröltir samstarfið. Það má kalla það málamiðlanir en að mínu mati er þetta undirgefni og uppgjöf. Samstarfið og stólarnir eru mikilvægari en prinsippin - og ef það er staðan, hvað er þá eftir, málefnalega? Starf stjórnmálamanna snýst nefnilega um sannfæringu þeirra. Og ef þú þarft stöðugt að fórna sannfæringu þinni, hvers konar stjórnmálamaður ertu þá? Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Leví Gunnarsson Píratar Alþingi Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Sjá meira
Þann 8. nóvember 2017 var allt galopið varðandi myndun ríkisstjórnar, að sögn fráfarandi forsætisráðherra, Katrínar Jakobsdóttur. Þetta var eftir að Framsóknarflokkurinn sleit ríkisstjórnarviðræðum VG, Samfylkingarinnar, Pírata og Framsóknar. Þessir flokkar voru með mjög tæpan 1 þingsætis meirihluta. Tillögum Pírata um að draga fleiri flokka að til þess að gera stöðugri meirihluta var hafnað og að lokum viðræðunum sjálfum. Allir flokkar þurfi að gera málamiðlanir, sagði fráfarandi forsætisráðherra. Það stóð ekki á Pírötum að gera málamiðlanir. Það var búið að ná niðurstöðum um kröfur Pírata, til dæmis varðandi það að klára stjórnarskránna á kjörtímabilinu. Við vorum sátt með okkar mál þegar viðræðum var slitið. Það voru því ekki einhverjar óraunhæfar kröfur af okkar hendi sem útilokuðu stjórnarsamstarf þessara flokka. Það virðist frekar hafa verið að Framsóknarflokkurinn lærði allt í einu að telja og þau áttuðu sig á því að eins manns meirihluti væri ekki ásættanlegur. Þetta er flokkurinn sem fer með fjármálaráðuneytið í næstu ríkisstjórn. Að öllu gamni slepptu þá fundum við fyrir því að það hafi ekki verið mikil alvara á bak við þessar viðræður. Það var í rauninni búið að ákveða annað ríkisstjórnarsamstarf. Það hafi bara þurft að setja þessar viðræður á svið til þess að það væri ekki augljóst að annað hefði þegar verið ákveðið. En óháð því, þá var samt búið að samþykkja kröfur Pírata í þessum viðræðum. Það var mikið reynt að ganga fram af okkur og fá okkur til þess að slíta viðræðunum, en við stóðum við okkar prinsipp og leystum málefnalega úr öllu sem var kastað til okkar. Um það snúast nefnilega málamiðlanir í stjórnmálum. Að leysa málefnalega úr þeim áskorunum sem við fáum í hendurnar, án þess að það þurfi að ganga á siðferðiskennd eða réttlætiskennd eða sannfæringu samstarfsfólks. Að passa upp á að enginn þurfi að gefa afslátt af prinsippum sínum. Fyrir alþingiskosningar 2021 sagði fráfarandi forsætisráðherra að allir flokkar þyrftu að brjóta odd af oflæti sínu og fallast á málamiðlanir. En það er eitt að gera málamiðlanir og annað að leggjast kylliflatur yfir sannfæringu sína og láta valta yfir sig fram og til baka. Í kosningasjónvarpi Stöðvar 2 fyrir kosningarnar 2021 spurði Hilmir Már Pétursson mig: “Sumir hafa sagt um Pírata [...] að ef það kæmi upp eitthvað prinsippmál þá mynduð þið segja ykkur úr ríkisstjórninni eftir nokkra sólarhringa” sem ég svaraði: “Við erum að krefjast faglegra vinnubragða. Við sjáum pólitískar ráðningar sem við sættum okkur ekki við. Það eru nú ekki miklar kröfur að gera til stjórnmálanna, að vinna faglega. Okkur finnst það rosalega lágar kröfur. Sjálfsagðar kröfur.” Það á ekki að vera flókið að gera þær kröfur á samstarfsflokka að vinna faglega og að ganga ekki á prinsipp samstarfsfélaga sinna. Það er svona lágmarkið í öllu samstarfi, ekki satt? Þannig að já, ef það yrði slíkur trúnaðarbrestur þá væri mjög eðlilegt að endurskoða slíkt samstarf. Það er ástæðan fyrir því að við segjum það eins skýrt og hægt er að það sé ekki hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum í ríkisstjórn. Við vitum að sá flokkur (flokkurinn, ekki fólkið) starfar þannig. Fyrir því eru ótal söguleg dæmi. Það er einfaldlega fyrirsjáanlegt að samstarf með Sjálfstæðisflokknum myndi enda fyrr en síðar með slíkum trúnaðarbresti að ekki væri hægt að halda samstarfinu áfram. Við erum hins vegar alltaf til í samstarf um einstaka góðar hugmyndir, því allir geta komið með góðar hugmyndir óháð því hvort fólk sé í einhvers konar ríkisstjórnarsamstarfi eða ekki. Núverandi ríkisstjórnarsamstarf hefur hins vegar fórnað öllum prinsippum fyrir valdastólana. Það er sama hvað gerist, áfram skröltir samstarfið. Það má kalla það málamiðlanir en að mínu mati er þetta undirgefni og uppgjöf. Samstarfið og stólarnir eru mikilvægari en prinsippin - og ef það er staðan, hvað er þá eftir, málefnalega? Starf stjórnmálamanna snýst nefnilega um sannfæringu þeirra. Og ef þú þarft stöðugt að fórna sannfæringu þinni, hvers konar stjórnmálamaður ertu þá? Höfundur er þingmaður Pírata.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun